Lagði fram sáttatillögu sem hlaut ekki hljómgrunn hjá flugvirkjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 20:18 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir deiluna á erfiðum stað. Vísir/Vilhelm Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna. Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Sáttatillöga ríkissáttasemjara í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið á sem lögð var fram á maraþonfundi í dag hlaut ekki hljómgrunn hjá Flugvirkjafélagi Íslands. Ríkissáttasemjari segist hafa lagt mjög hart að báðum samninganefndum að samþykkja tilboðið. Samninganefndirnar sátu á fundi í Karphúsinu í tíu tíma í dag, án árangurs. Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari segir í samtali við Vísi hafa metið stöðuna þannig að gera yrði allt hvað deiluaðilar gætu til að ná saman, í ljósi þess að neyðarástand ríki vegna verkfallsins, þar sem engin björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar er til taks í tvo sólarhringa frá miðnætti. Segir Aðalsteinn að sér hafi fundist hann verða að leggja fram sáttatillögu, svokallaða innanhústillögu. „Megindrættirnir í innanhústillögunni voru þeir að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Það þýðir að sú tenging sem þeir hafa við aðalkjarasamning Flugvirkjafélagsins við Icelandair myndi halda sér, ekki yrði hróflað við henni. Þeir fengu síðan sömu hækkun og er í aðalkjarasamningi flugvirkja Icelandair,“ segir Aðalsteinn. Segist hann hafa lagt hart að samninganefndum beggja aðila að samþykkja tillöguna, en sáttatillagan hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá Flugvirkjafélaginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar.Vísir/Vilhelm Ekki hefur verið boðað til annars fundar í kjaradeilunni. „Nú sátum við í tíu tíma í dag og ég reyndi þetta vegna þess að á þessari neyðarstundu þá ná samningsaðilar ekki saman. Til þess að við setjumst niður aftur þarf að vera einhver flötur eða vísbending um að samkomulag geti náðst. Í augnablikinu er enginn slíkur þráður til að spinna,“ segir Aðalsteinn. Hann muni þó áfram vera í þéttu sambandi við samninganefndirnar til að kanna hvort afstaðan breytist. Það blasir þá við að þessi deila er á erfiðum stað? „Já, þetta er á mjög erfiðum stað.“ Verkfall flugvirkja hjá Landhelgisgæslunni hefur staðið yfir frá því þann 5. nóvember en þrátt fyrir viðræður undanfarna daga hafa viðræður skilað litlu. Vinnustöðvunin hefur meðal annars haft þau áhrif að engin björgunarþyrla hefur verið til taks hjá Landhelgisgæslunni frá miðnætti vegna viðhaldsvinnu sem þarf að sinna.
Verkföll 2020 Kjaramál Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59 Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45 Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20 Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Grafalvarlegt að hafa þyrluna ekki til taks við þessar aðstæður Ekkert ferðaveður verður á vesturhelmingi landsins í dag vegna suðvestan storms. Formaður Landsbjargar segir grafalvarlegt að þyrla Landhelgisgæslunnar sé ekki til taks við slíkar aðstæður. 26. nóvember 2020 12:59
Engin þyrla tiltæk og óeining sögð innan ríkisstjórnar um lög á verkfallið Aðalsteinn Leifsson, ríkissáttasemjari, hefur boðað samninganefndir flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins til fundar klukkan níu í dag. 26. nóvember 2020 06:45
Þjálfun áhafna Landhelgisgæslunnar úr skorðum TF-GRO eina starfhæfa þyrla Landhelgisgæslunnar fer í reglubundið eftirlit á morgun sem mun að minnsta kosti taka tvo daga. Hún þarf síðan að fara í lengri skoðun hinn 12. desember og ef ekki hafa náðst samninga við flugvirkja þá verður allur flugfloti Gæslunnar lamaður. 25. nóvember 2020 19:20
Segja Landhelgisgæsluna hafa sýnt flugvirkjum „mikla vanvirðingu“ Jarðvísindamenn, Vestmannaeyingar, sjómenn, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, sjómenn, vélstjórar og málmtækimenn eru á meðal þeirra sem lýst hafa yfir miklum áhyggjum af yfirstandandi vinnustöðvun flugvirkja hjá Landhelgisgæslu Íslands 24. nóvember 2020 17:41