Fara þurfi varlega næstu vikur svo jólin verði ekki undirlögð samfélagssmiti Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. nóvember 2020 22:00 Úr Smáralind. Vísir/Vilhelm Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Hin nýja rýni var birt í dag en fram hefur komið í fréttum í dag að smitstuðullinn hér á landi sé kominn upp fyrir 1,5. Allt fyrir ofan 1 sé ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir hópi vísindamannanna. Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. Í rýninni segir að hækkun á smitstuðli ætti að að vera samfélaginu viðvörun. „Ef smitstuðull fær að haldast yfir einum er óvissan mjög mikil og hætta miklum vexti til staðar. Þegar greind smit eru fá þá getur ein hópsýking haft þau áhrif að smitstuðull hækkar snögglega en ef tekst að ná utan um slíka sýkingu þá lækkar stuðullinn aftur. Hins vegar hefur ekki teksti að rekja nýgreind smit síðustu daga og óvissan því mikil. Það er allt í boði en árangur veltur á okkur.“ Þá segir einnig að næstu dagar muni skera úr um hvort tekst ná böndum utan um þessi smit þannig smituðullinn leiti aftur niður. „Hækkandi tölur ættu ekki að koma á óvart fyrri hluta desember, á meðan tök nást aftur.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað inn tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir, en núverandi sóttvarnarráðstafanir gilda til 2. desembers. Í niðurlagi rýni vísindamannana segir að ljóst sé að virkni í þjóðfélaginu fari vaxandi, enda jólin á næsta leiti. Hafa þurfi í huga að nýgengi faraldursins sé hátt eða hann í miklum vexti víða í kringum Íslands. Skilaboðin frá vísindamönnunum eru því tiltölulega einföld. „Við þurfum að fara varlega næstu 3 vikur til þess að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Mikilvægt er að samfélagið vari varlega næstu þrjár vikurnar svo að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum, að því að er fram kemur í niðurlagi nýrrar rýni hóps vísindamanna sem stendur að spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins á Íslandi. Hin nýja rýni var birt í dag en fram hefur komið í fréttum í dag að smitstuðullinn hér á landi sé kominn upp fyrir 1,5. Allt fyrir ofan 1 sé ávísun á aðra bylgju að sögn Thors Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, sem fer fyrir hópi vísindamannanna. Ellefu greindust innanlands í gær, allir á höfuðborgarsvæðinu, en aðeins þrír af þeim voru í sóttkví. Fólki í sóttkví fjölgaði um 155, voru 291 í gær en 446 í dag. Í rýninni segir að hækkun á smitstuðli ætti að að vera samfélaginu viðvörun. „Ef smitstuðull fær að haldast yfir einum er óvissan mjög mikil og hætta miklum vexti til staðar. Þegar greind smit eru fá þá getur ein hópsýking haft þau áhrif að smitstuðull hækkar snögglega en ef tekst að ná utan um slíka sýkingu þá lækkar stuðullinn aftur. Hins vegar hefur ekki teksti að rekja nýgreind smit síðustu daga og óvissan því mikil. Það er allt í boði en árangur veltur á okkur.“ Þá segir einnig að næstu dagar muni skera úr um hvort tekst ná böndum utan um þessi smit þannig smituðullinn leiti aftur niður. „Hækkandi tölur ættu ekki að koma á óvart fyrri hluta desember, á meðan tök nást aftur.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagðist á upplýsingafundi almannavarna í morgun hafa skilað inn tillögum til heilbrigðisráðherra um áframhaldandi aðgerðir. Næstu dagar muni þó ráða úrslitum um hvort hægt verði að fara í einhverjar tilslakanir, en núverandi sóttvarnarráðstafanir gilda til 2. desembers. Í niðurlagi rýni vísindamannana segir að ljóst sé að virkni í þjóðfélaginu fari vaxandi, enda jólin á næsta leiti. Hafa þurfi í huga að nýgengi faraldursins sé hátt eða hann í miklum vexti víða í kringum Íslands. Skilaboðin frá vísindamönnunum eru því tiltölulega einföld. „Við þurfum að fara varlega næstu 3 vikur til þess að vikan í kringum jól verði ekki undirlögð af samfélagssmitum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27 Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31 Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Sjá meira
Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft að fara í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. 26. nóvember 2020 20:27
Segir ekkert samræmi í fjöldatakmörkun í verslunum Forstjóri Olís kallar eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskar eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða. 26. nóvember 2020 18:31
Smitstuðullinn yfir einum sem sé ávísun á aðra bylgju Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, óttast mjög jólin og ferðalögum og mannamótum sem þeim fylgja. 26. nóvember 2020 14:40