Innlent

Flugvirkjar buðu þriggja ára samning

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Flugvirkjar að störfum við eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar.
Flugvirkjar að störfum við eina af þyrlum Landhelgisgæslunnar. VÍSIR/VILHELM

Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins.

Samninganefnd Flugvirkjafélag Íslands bauð samninganefnd ríkisins samning með tengingu við aðalkjarasamning félagsins til þriggja ára í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar við íslenska ríkið, samkvæmt upplýsingum frá formanni félagsins.

Eins og kom í kvöld höfnuðu flugvirkjar sáttatillögu ríkissáttasemjari sem fól í sér að núgildandi kjarasamningur flugvirkja yrði framlengdur til 31. desember 2021, til lok næsta árs. Þá hefði ekki verið hróflað við tengingu kjarasamnings flugvirkja Landhelgisgæslunnar við aðalkjarasamning flugvirkja hjá Icelandair í þennan tíma. Þeir hefðu einnig fengið sömu hækkun og samið var um í samningi flugvirkja hjá Icelandair.

Í samskiptum Guðmunds Úlfars Jónssonar, formanns Flugvirkjafélags Íslands, við fréttastofu kemur fram að samninganefnd flugvirkja hafi boðið samninganefnd ríkisins samning með tengingu til þriggja ára. Samninganefnd ríkisins hafi hins vegar hafnað því, og viljað semja til eins árs líkt og fólst í tilboði sáttasemjara.

Segir Guðmundur að flugvirkjar telji ekki boðlegt að semja til svo skamms tíma, rúmlega eins árs samingur kalli á nýjar kjaraviðræðurr innan skamms tíma, með tilheyrandi óvissu. Slíkt sé ekki boðlegt fyrir landsmenn, en viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar er nú skert sökum þess að sinna þarf tveggja viðhaldsvinnu á einu þyrlunni sem tiltæk var.

Segir Guðmundur að ef samið hefði verið til eins árs líkt og sáttatilagan fól í sér geri flugvirkjar ráð fyrir því að samninganefnd ríkisins ætli sér jafn hart að fá tengingu kjarasamings flugvirkja Gæslunnar við aðalkjarasaming félagsins út að ári eins og í þeim viðræðum sem nú eru uppi.

Upp úr slitnaði viðræðunum eftir tíu tíma maraþonfund í dag. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari, segir að ekki sé ástæða til þess að boða til nýs fundar þar sem ekkert bendi til þess að slíkur fundur myndi bera árangur, eins og staðan sé nú í kjaradeilunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×