Virkaði vel að vera ekki kjúklingahaus Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Höfuð Björgvins Páls Gústavssonar er ekki frábrugðið öðrum mannshöfðum. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkmaður í handbolta, ræddi um öndunaræfingar og óvenjuleg skilaboð frá þjálfara sínum í viðtali vegna HM í Egyptalandi í janúar. Björgvin Páll hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin tólf ár eftir að hafa fyrst farið með landsliðinu á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum HM í Egyptalandi kveðst Björgvin einmitt eiga kærustu minningarnar frá Peking, enda vann íslenska liðið til silfurverðlauna. Í svörum Björgvins kemur meðal annars fram að hann tippi á að Norðmaðurinn Sander Sagosen verði markahæstur á HM í Egyptalandi, og að hann telji heimamenn líklegasta til að koma á óvart á mótinu: „Ég elska hvernig þeir spila,“ segir Björgvin. Öndunaræfingarnar hjálpa mikið Hann var beðinn um að nefna óvanalega aðferð sem hann notaði til undirbúnings, sem hefði skilað árangri: „Það óvenjulegasta sem ég geri, nánast á hverjum degi, eru öndunaræfingar. Ég hef hugsað mikið um öndunina, fyrir leiki og æfingar, á æfingum og eftir æfingar. Það er óvenjulegt að æfa öndun sem handboltamaður, en það hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin eftir því sem ég hef lært betur að stjórna önduninni,“ segir Björgvin. "My @HSI_Iceland goalkeeping coach told me not to be a chicken head, that was a fun expression, but I played well in the game so I don't think I was a chicken head"Our exclusive interview with @BjoggiGustavs before #Egypt2021 is here #Egypt2021 pic.twitter.com/lv98snpfey— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) November 24, 2020 Þegar hann er svo rukkaður um sögu af einhverju óvenjulegu sem sagt hefði verið við hann í leikhléi, en virkað vel, svarar Björgvin léttur: „Fyrir þremur árum sagði markmannsþjálfarinn minn, Roland Eradze, mér að vera ekki kjúklingahaus. Mér fannst þetta skondin skilaboð en ég spilaði vel í þessum leik og við unnum, svo að ég held að ég sé ekki kjúklingahaus.“ HM í handbolta fer fram dagana 13.-31. janúar, en því hefur reyndar verið mótmælt að mótið skuli fara fram á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisar. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó og er fyrsti leikurinn við Portúgal fimmtudagskvöldið 14. janúar. HM 2021 í handbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira
Björgvin Páll hefur verið tíður gestur á stórmótum undanfarin tólf ár eftir að hafa fyrst farið með landsliðinu á Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum HM í Egyptalandi kveðst Björgvin einmitt eiga kærustu minningarnar frá Peking, enda vann íslenska liðið til silfurverðlauna. Í svörum Björgvins kemur meðal annars fram að hann tippi á að Norðmaðurinn Sander Sagosen verði markahæstur á HM í Egyptalandi, og að hann telji heimamenn líklegasta til að koma á óvart á mótinu: „Ég elska hvernig þeir spila,“ segir Björgvin. Öndunaræfingarnar hjálpa mikið Hann var beðinn um að nefna óvanalega aðferð sem hann notaði til undirbúnings, sem hefði skilað árangri: „Það óvenjulegasta sem ég geri, nánast á hverjum degi, eru öndunaræfingar. Ég hef hugsað mikið um öndunina, fyrir leiki og æfingar, á æfingum og eftir æfingar. Það er óvenjulegt að æfa öndun sem handboltamaður, en það hefur hjálpað mér mikið í gegnum árin eftir því sem ég hef lært betur að stjórna önduninni,“ segir Björgvin. "My @HSI_Iceland goalkeeping coach told me not to be a chicken head, that was a fun expression, but I played well in the game so I don't think I was a chicken head"Our exclusive interview with @BjoggiGustavs before #Egypt2021 is here #Egypt2021 pic.twitter.com/lv98snpfey— Handball Egypt2021 (@Egypt2021EN) November 24, 2020 Þegar hann er svo rukkaður um sögu af einhverju óvenjulegu sem sagt hefði verið við hann í leikhléi, en virkað vel, svarar Björgvin léttur: „Fyrir þremur árum sagði markmannsþjálfarinn minn, Roland Eradze, mér að vera ekki kjúklingahaus. Mér fannst þetta skondin skilaboð en ég spilaði vel í þessum leik og við unnum, svo að ég held að ég sé ekki kjúklingahaus.“ HM í handbolta fer fram dagana 13.-31. janúar, en því hefur reyndar verið mótmælt að mótið skuli fara fram á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisar. Ísland er í riðli með Portúgal, Alsír og Marokkó og er fyrsti leikurinn við Portúgal fimmtudagskvöldið 14. janúar.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Isak utan vallar en þó í forgrunni Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Fleiri fréttir Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sjá meira