Kim sagður reiður og óskynsamur Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2020 12:53 Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, er sagður vera reiður þessa dagana og hafa tekið óskynsamar ákvarðanir. Hann er sagður undir miklum þrýstingi vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar og versnandi stöðu hagkerfis landsins. Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kom fram í upplýsingum sem leyniþjónusta Suður-Kóreu veitti þingmönnum í dag. Meðal þess sem kom fram á fundinum, samkvæmt þingmönnum sem sóttu fundinn og hafa rætt við fjölmiðla, er að Kim hefur látið taka minnst tvo menn að lífi á undanförnum mánuðum. Einn þeirra var kom að gjaldmiðlaviðskiptum Norður-Kóreu og var víst tekinn af lífi þar sem Kim kenndi honum um versnandi gengi. Hinn er sagður hafa verið landamæravörður og var tekinn af lífi fyrir að fylgja ekki eftir ströngum reglum um sóttvarnir varðandi innflutning. Kim er einnig sagður hafa bannað fiskveiðar og saltvinnslu af ótta við að sjórinn beri kórónuveiruna. Fjölmiðlar hafa ekki getað sannreynt frásagnir þingmanna af fundinum í dag, þar sem erfitt er að gera slíkt varðandi einræðisríkið. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa staðhæft að ekkert Covid-19 smit hafi greinst þar í landi, né komið upp. Það draga sérfræðingar þó verulega í efa. Kóreumenn hafa lagt mikið púður í sóttvarnir á undanförnum mánuðum en faraldur Covid-19 þar í landi gæti haft alvarlegar afleiðingar. Í fyrsta lagi er heilbrigðiskerfi Norður-Kóreu ekki talið upp á marga fiska og þá að miklu leyti vegna skorts á lyfjum og öðrum nauðsynjum. Þá eru almenn heilsa íbúa einræðisríkisins ekki talin mjög góð fyrir. Hagkerfi Norður-Kóreu gengur að miklu leyti á viðskiptum við Kína en Kim lét svo gott sem loka landamærum ríkjanna við upphaf faraldursins. Varað var við því að ef einhverjir færu yfir landamærin í leyfisleysi yrðu þeir skotnir á færi. Þá neituðu yfirvöld í Norður-Kóreu að taka við matvælaaðstoð frá Kína af ótta við að hrísgrjónin bæru veiruna. Washington Post segir að í Suður-Kóreu sé áætlað að viðskipti Norður-Kóreu og Kína hafi dregist saman um 73 prósent á öðrum ársfjórðungi þessa árs, borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Auk landamæralokunarinnar hafa viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir vegna kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunar Norður-Kóreu, komið niður á hagkerfi ríkisins. Í ræðu sem hann hélt í október bað Kim íbúa afsökunar á þeim harðindum sem þau hafa gengið í gegnum. Þingmenn í Suður-Kóreu segja einnig að Kim hafi skipað erindrekum sínum erlendis að ögra ekki Bandaríkjunum. Kóreumenn hafa ekkert tjáð sig um sigur Joe Bidens í forsetakosningunum í upphafi mánaðarins en sérfræðingar óttast að Kim muni hefja eldflaugatilraunir á nýjan leik og jafnvel gera tilraun með kjarnorkuvopn eftir að Biden tekur við völdum í janúar.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40 Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Saka Rússa og Kóreumenn um að reyna að stela gögnum um bóluefni Tölvuþrjótar á vegum yfirvalda í Rússlandi og Norður-Kóreu hafa reynt að stela mikilvægum gögnum frá lyfjafyrirtækjum og öðrum sem koma að mikilvægri þróun bóluefna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Microsoft þar sem fram kemur að flestar árásirnar hafi ekki heppnast. 13. nóvember 2020 15:40
Dularfullir draugabátar og ólöglegar veiðar Hundruðum norðurkóreskra fiskibáta hefur skolað á strendur Japans undanfarin ár. Beinagrindur dáinna sjómanna eru eini farmurinn. 15. september 2020 09:00