Breyting á handarreglu sem hefði mögulega tryggt Íslandi stig í Köben Sindri Sverrisson skrifar 27. nóvember 2020 14:30 Sitt sýnist hverjum um hvort dæma eigi hendi eins og í þessu tilviki, þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að Andy Carroll skallaði boltann í hönd hans. Getty/Newcastle United Útlit er fyrir breytingar á reglunum um það hvenær dæma skuli víti á menn fyrir að handleika knöttinn innan vítateigs í fótbolta. Þetta fullyrðir ESPN í dag. Umtalsverðrar óánægju hefur gætt með núverandi reglur sem segja að ávallt skuli dæma brot ef að handleggur er fyrir ofan öxl þegar bolti fer í hann. Til að mynda var það gagnrýnt þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að boltinn var skallaður í hönd hans í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur mánuðum. Með reglubreytingunni, sem ef af verður tæki gildi á næstu leiktíð, yrði ekki sjálfkrafa dæmt víti í þessu tilviki, samkvæmt frétt ESPN um málið. Hið sama ætti þá við um vítið sem dæmt var á Hörð Björgvin Magnússon í uppbótartíma leiks Danmerkur og Íslands, en Danir skoruðu sigurmarkið í 2-1 sigri úr vítinu. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 IFAB, alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem sér um að semja reglur fótboltans, á eftir að ákveða hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið verður tekið fyrir 16. desember. Samkvæmt heimildum ESPN felur reglubreytingin í sér að ef að hönd eða handleggur er nærri andliti til að verja það, eða ef að um eðlilega hreyfingu handar er að ræða, þá verði ekki lengur skylt að dæma brot, þó að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. THIS JUST IN ON HANDBALL!I'm told the handball law will be tweaked for next season so contact when the arm is above the shoulder will NOT be a mandatory penalty.So, Eric Dier may not be penalised as he was vs. Newcastle. More in Insider Notebook: https://t.co/qn7vTZZ6Uz pic.twitter.com/W12iUHMpeh— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 27, 2020 Vítaspyrnudómum hefur fjölgað gríðarlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð miðað við þá síðustu og sérstaklega þá þarsíðustu. VAR hefur gert dómurum auðveldara fyrir að fara eftir breyttum viðmiðum um hvenær dæma skuli hendi en þær breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum og hafa áhrif á fjölda vítaspyrnudóma. Tímabilið 2018-19 var að meðaltali dæmt víti á 27 leikja fresti, á 19 leikja fresti á síðustu leiktíð, en svo í 9. hverjum leik í vetur. Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Þetta fullyrðir ESPN í dag. Umtalsverðrar óánægju hefur gætt með núverandi reglur sem segja að ávallt skuli dæma brot ef að handleggur er fyrir ofan öxl þegar bolti fer í hann. Til að mynda var það gagnrýnt þegar dæmt var víti á Eric Dier eftir að boltinn var skallaður í hönd hans í leik gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni fyrir tveimur mánuðum. Með reglubreytingunni, sem ef af verður tæki gildi á næstu leiktíð, yrði ekki sjálfkrafa dæmt víti í þessu tilviki, samkvæmt frétt ESPN um málið. Hið sama ætti þá við um vítið sem dæmt var á Hörð Björgvin Magnússon í uppbótartíma leiks Danmerkur og Íslands, en Danir skoruðu sigurmarkið í 2-1 sigri úr vítinu. Klippa: Danmörk - Ísland 2-1 IFAB, alþjóðanefnd knattspyrnusambanda sem sér um að semja reglur fótboltans, á eftir að ákveða hvort breytingarnar verði samþykktar. Málið verður tekið fyrir 16. desember. Samkvæmt heimildum ESPN felur reglubreytingin í sér að ef að hönd eða handleggur er nærri andliti til að verja það, eða ef að um eðlilega hreyfingu handar er að ræða, þá verði ekki lengur skylt að dæma brot, þó að meta þurfi hvert tilvik fyrir sig. THIS JUST IN ON HANDBALL!I'm told the handball law will be tweaked for next season so contact when the arm is above the shoulder will NOT be a mandatory penalty.So, Eric Dier may not be penalised as he was vs. Newcastle. More in Insider Notebook: https://t.co/qn7vTZZ6Uz pic.twitter.com/W12iUHMpeh— Dale Johnson (@DaleJohnsonESPN) November 27, 2020 Vítaspyrnudómum hefur fjölgað gríðarlega í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð miðað við þá síðustu og sérstaklega þá þarsíðustu. VAR hefur gert dómurum auðveldara fyrir að fara eftir breyttum viðmiðum um hvenær dæma skuli hendi en þær breytingar hafa orðið á síðustu tveimur árum og hafa áhrif á fjölda vítaspyrnudóma. Tímabilið 2018-19 var að meðaltali dæmt víti á 27 leikja fresti, á 19 leikja fresti á síðustu leiktíð, en svo í 9. hverjum leik í vetur.
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti Dagskráin í dag: Skytturnar fá drengina frá Mílanó í heimsókn Sport KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira