Uppfletting landamæravarðar í LÖKE fer fyrir Hæstarétt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2020 13:00 Málið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Vísir/Hanna Hæstiréttur hefur veitt landamæraverði áfrýjunarleyfi sem dæmdur var fyrir að brot í opinberu starfi. Þetta kemur fram á vef Hæstaréttar en rétturinn tekur fyrir minnihluta þeirra mála sem dæmd hafa verið í Landsrétti. Þá helst ef málin hafa fordæmisgildi. Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Landamæravörðurinn, 42 ára kona, var sakfelld bæði í Héraðsdómi Reykjaness og svo Landsrétti fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína og ítrekað flett upp upplýsingum um fyrrverandi maka sinn og aðra konu í lögreglukerfinu LÖKE. Refsing hennar var ákveðin 100 þúsund króna sekt. Fram kom í dómi Landsréttar að konan hefði á ákveðnu tímabili ítrekað flett upp málum sem tengdust þeim án þess að uppflettingarnar væru vegna starfs hennar sem landamæravörður. Í niðurstöðukafla dóms Landsréttar sagði: „Ákærða hefur játað að hafa gert fyrirspurnir í lögreglukerfinu um nánar tilgreinda einstaklinga án þess að það hafi tengst starfi hennar. […] Misnotaði hún með því aðstöðu sína sem landamæravörður.“ Þannig hefði konan hallað réttindum fólksins til friðhelgi einkalífs án lögmætrar ástæðu. Ekki skipti máli að hún hefði ekki miðlað upplýsingunum eða nýtt á annan hátt. Landamæravörðurinn telur að uppflettingar hennar í LÖKE falli ekki undir verknaðarlýsingu í 139. grein almennra hegningarlaga, einmitt þar sem þær hafi ekki verið henni né öðrum til ávinnings. Málið hafi fordæmisgildi. Í greininni segir: Hafi opinber starfsmaður, í öðrum tilfellum en lýst er hér að framan, misnotað stöðu sína sér eða öðrum til ávinnings eða til þess að gera nokkuð það, sem hallar réttindum einstakra manna eða hins opinbera, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 2 árum. Ákæruvaldið lagðist ekki gegn áfrýjunarbeiðni landamæravarðarins. Hæstiréttur segir að miðað við gögn málsins verði að líta svo á að úrlausn um beitingu 139. greinar almennra hegningarlaga myndi hafa verulega almenna þýðingu. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira