Fimm ára heimasæta á Hurðarbaki veit allt um rúning Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2020 19:51 Lilja Reynisdóttir, fimm ára heimasæta á Hurðarbaki, sem veit allt um það hvernig rúningur fer fram. Magnús Hlynur Hreiðarsson Rúningur stendur nú yfir víða hjá sauðfjárbændum landsins. Bóndinn á bænum Hurðarbaki í Flóa er um eina mínútu að rýja hverja kind. Sauðfjárbændur landsins hafa í nógu að snúast þessa dagana því margir þeirra nota þennan árstíma til að rýgja kindurnar sínar. Fimm ára heimasæta á bænum Hurðarbaki í Flóa veita nákvæmlega hvað gerist þegar rúningur fer fram. Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir eru bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi og eiga þau fimm börn. Það er nóg að gera í fjárhúsinu við rúning en heimasætan á bænum, sem heitir Lilja og er fimm ára er með það algjörlega á hreinu hvað er gert þá. „Maður tekur vél og tekur eina kind og setur svo á ullina og þá fer ullin af og þá verður bara eitthvað bak og magi eftir. Svo getum við kannski prjónað peysu, teppi eða eitthvað úr ullinni,“ segir Lilja. Í fjárhúsinu eru um 170 ær sem Reynir og Unnsteinn, elsti sonurinn á bænum sjá um að rýja. Nokkrar kindur, sem nýbúið er að rýja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta tekur aðeins á bakið og lappirnar ef maður kann þetta ekki getur þetta verið aðeins erfitt,“ segir Unnsteinn. Reynir er alvanur rúningsmaður en hann er ekki nema rúmlega mínútu að rýja hverja kind. „Þetta er ekkert flókið ef maður kann þetta, þetta er bara æfing, bara að klippa nógu mikið þá verður þetta allt mjög einfalt, það er bara svoleiðis. Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa, sem er ekki nema rétt rúmlega eina mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ærnar eru ótrúlega þægar hjá Reyni þegar hann klippir þær. „Já, þá erum við aftur að tala um það að kunna þetta eða að ná tökum á þessu, þá verða þær þægar, það er bara svoleiðis en að sjálfsögðu eru þær misjafnar.“ Reynir Þór, ásamt börnum fimm á bænum, sem hann á með Fanneyju Ólafsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sauðfjárbændur landsins hafa í nógu að snúast þessa dagana því margir þeirra nota þennan árstíma til að rýgja kindurnar sínar. Fimm ára heimasæta á bænum Hurðarbaki í Flóa veita nákvæmlega hvað gerist þegar rúningur fer fram. Reynir Þór Jónsson og Fanney Ólafsdóttir eru bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi og eiga þau fimm börn. Það er nóg að gera í fjárhúsinu við rúning en heimasætan á bænum, sem heitir Lilja og er fimm ára er með það algjörlega á hreinu hvað er gert þá. „Maður tekur vél og tekur eina kind og setur svo á ullina og þá fer ullin af og þá verður bara eitthvað bak og magi eftir. Svo getum við kannski prjónað peysu, teppi eða eitthvað úr ullinni,“ segir Lilja. Í fjárhúsinu eru um 170 ær sem Reynir og Unnsteinn, elsti sonurinn á bænum sjá um að rýja. Nokkrar kindur, sem nýbúið er að rýja.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta tekur aðeins á bakið og lappirnar ef maður kann þetta ekki getur þetta verið aðeins erfitt,“ segir Unnsteinn. Reynir er alvanur rúningsmaður en hann er ekki nema rúmlega mínútu að rýja hverja kind. „Þetta er ekkert flókið ef maður kann þetta, þetta er bara æfing, bara að klippa nógu mikið þá verður þetta allt mjög einfalt, það er bara svoleiðis. Reynir Þór Jónsson, bóndi á Hurðarbaki í Flóa, sem er ekki nema rétt rúmlega eina mínútu að rýja hverja kind.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og ærnar eru ótrúlega þægar hjá Reyni þegar hann klippir þær. „Já, þá erum við aftur að tala um það að kunna þetta eða að ná tökum á þessu, þá verða þær þægar, það er bara svoleiðis en að sjálfsögðu eru þær misjafnar.“ Reynir Þór, ásamt börnum fimm á bænum, sem hann á með Fanneyju Ólafsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóahreppur Landbúnaður Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira