„Fullt af veiru þarna úti“ og mörg smit órakin Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 23:00 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir stöðuna núna líklegast tengjast samkomum síðustu helgar. Fólk sé byrjað að slaka á í ljósi jákvæðra frétta af bóluefnaþróun og reyni að halda í jólahefðirnar, þrátt fyrir að það sé ekki ráðlegt. „Eins og þetta lítur út núna erum við að sjá vísbendingar um veldisvöxt og okkur sýnist það að það sem við erum að eiga við núna séu afleiðingar helgarinnar. Fólk hafi verið að hittast um helgina og það kristallast núna seinni part vikunnar,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir fólk almennt meina vel. Þetta séu yfirleitt einfaldar samkomur innan fjölskyldna eða vinahópa, en afleiðingarnar geti verið miklar þar sem veiran virðist vera að sækja í sig veðrið. „Við verðum að reyna að forðast allar hópamyndanir eins og hægt er og virða það ef fólk er í sóttkví, leyfa því að klára sína sóttkví. Við þurfum að haga okkur öðruvísi núna. Það er búið að tönnlast á því allt þetta ár að þetta ár verður öðruvísi, og það er öðruvísi.“ Nú þegar hafi fólk þurft að hafa páskana með öðrum hætti en vanalega og stórviðburðir á borð við Þjóðhátíð hafi verið blásnir af. Fólk þurfi að horfast í augu við það að hlutirnir gætu þurft að vera með öðru móti í ár. „Við vorum ekki með Þjóðhátíð, við þurftum næstum því að fresta páskunum og það er ekkert annað með aðventuna eða jólin. Við þurfum bara að stilla okkur í annan gír og sætta okkur við það að hefðirnar okkar, sem eru partur af hátíðleika mjög margra, að við verðum bara að gera þetta öðruvísi.“ „Þetta er ekki búið“ Aðspurður hvort fólk ætti að íhuga að fresta fyrirhuguðum hittingum þessa helgina segir Rögnvaldur að það sé engin spurning. Hann hafi heyrt af fjölskyldum sem ætluðu sér að hittast, undirbúa jólin og steikja laufabrauð en því hafi verið slegið á frest. „Ég hvet alla til þess að hugsa það og hafa aðeins meira úthald. Þetta er ekki búið. Maður skilur alveg að fólk sé tilbúið að hittast og komið með leið af þessu öllu saman, það eru komnar góðar fréttir af bóluefni og tölurnar síðustu vikur hafa verið jákvæðar að því leyti að þetta er að fara niður en þetta er bara ekki búið,“ segir Rögnvaldur. „Það er fullt af veiru þarna úti enn þá og við erum með tilfelli sem við náum ekki að rekja, sem er líka áhyggjuefni. Þetta er ekki búið.“ Hann bendir á að enn sé stór hluti nýsmitaðra utan sóttkvíar. „Næstum helmingur af þeim sem komu í gær voru utan sóttkvíar og það er alltaf mikið áhyggjuefni þegar það er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Eins og þetta lítur út núna erum við að sjá vísbendingar um veldisvöxt og okkur sýnist það að það sem við erum að eiga við núna séu afleiðingar helgarinnar. Fólk hafi verið að hittast um helgina og það kristallast núna seinni part vikunnar,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir fólk almennt meina vel. Þetta séu yfirleitt einfaldar samkomur innan fjölskyldna eða vinahópa, en afleiðingarnar geti verið miklar þar sem veiran virðist vera að sækja í sig veðrið. „Við verðum að reyna að forðast allar hópamyndanir eins og hægt er og virða það ef fólk er í sóttkví, leyfa því að klára sína sóttkví. Við þurfum að haga okkur öðruvísi núna. Það er búið að tönnlast á því allt þetta ár að þetta ár verður öðruvísi, og það er öðruvísi.“ Nú þegar hafi fólk þurft að hafa páskana með öðrum hætti en vanalega og stórviðburðir á borð við Þjóðhátíð hafi verið blásnir af. Fólk þurfi að horfast í augu við það að hlutirnir gætu þurft að vera með öðru móti í ár. „Við vorum ekki með Þjóðhátíð, við þurftum næstum því að fresta páskunum og það er ekkert annað með aðventuna eða jólin. Við þurfum bara að stilla okkur í annan gír og sætta okkur við það að hefðirnar okkar, sem eru partur af hátíðleika mjög margra, að við verðum bara að gera þetta öðruvísi.“ „Þetta er ekki búið“ Aðspurður hvort fólk ætti að íhuga að fresta fyrirhuguðum hittingum þessa helgina segir Rögnvaldur að það sé engin spurning. Hann hafi heyrt af fjölskyldum sem ætluðu sér að hittast, undirbúa jólin og steikja laufabrauð en því hafi verið slegið á frest. „Ég hvet alla til þess að hugsa það og hafa aðeins meira úthald. Þetta er ekki búið. Maður skilur alveg að fólk sé tilbúið að hittast og komið með leið af þessu öllu saman, það eru komnar góðar fréttir af bóluefni og tölurnar síðustu vikur hafa verið jákvæðar að því leyti að þetta er að fara niður en þetta er bara ekki búið,“ segir Rögnvaldur. „Það er fullt af veiru þarna úti enn þá og við erum með tilfelli sem við náum ekki að rekja, sem er líka áhyggjuefni. Þetta er ekki búið.“ Hann bendir á að enn sé stór hluti nýsmitaðra utan sóttkvíar. „Næstum helmingur af þeim sem komu í gær voru utan sóttkvíar og það er alltaf mikið áhyggjuefni þegar það er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27
„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51
Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40