„Fullt af veiru þarna úti“ og mörg smit órakin Sylvía Hall skrifar 27. nóvember 2020 23:00 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir stöðuna núna líklegast tengjast samkomum síðustu helgar. Fólk sé byrjað að slaka á í ljósi jákvæðra frétta af bóluefnaþróun og reyni að halda í jólahefðirnar, þrátt fyrir að það sé ekki ráðlegt. „Eins og þetta lítur út núna erum við að sjá vísbendingar um veldisvöxt og okkur sýnist það að það sem við erum að eiga við núna séu afleiðingar helgarinnar. Fólk hafi verið að hittast um helgina og það kristallast núna seinni part vikunnar,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir fólk almennt meina vel. Þetta séu yfirleitt einfaldar samkomur innan fjölskyldna eða vinahópa, en afleiðingarnar geti verið miklar þar sem veiran virðist vera að sækja í sig veðrið. „Við verðum að reyna að forðast allar hópamyndanir eins og hægt er og virða það ef fólk er í sóttkví, leyfa því að klára sína sóttkví. Við þurfum að haga okkur öðruvísi núna. Það er búið að tönnlast á því allt þetta ár að þetta ár verður öðruvísi, og það er öðruvísi.“ Nú þegar hafi fólk þurft að hafa páskana með öðrum hætti en vanalega og stórviðburðir á borð við Þjóðhátíð hafi verið blásnir af. Fólk þurfi að horfast í augu við það að hlutirnir gætu þurft að vera með öðru móti í ár. „Við vorum ekki með Þjóðhátíð, við þurftum næstum því að fresta páskunum og það er ekkert annað með aðventuna eða jólin. Við þurfum bara að stilla okkur í annan gír og sætta okkur við það að hefðirnar okkar, sem eru partur af hátíðleika mjög margra, að við verðum bara að gera þetta öðruvísi.“ „Þetta er ekki búið“ Aðspurður hvort fólk ætti að íhuga að fresta fyrirhuguðum hittingum þessa helgina segir Rögnvaldur að það sé engin spurning. Hann hafi heyrt af fjölskyldum sem ætluðu sér að hittast, undirbúa jólin og steikja laufabrauð en því hafi verið slegið á frest. „Ég hvet alla til þess að hugsa það og hafa aðeins meira úthald. Þetta er ekki búið. Maður skilur alveg að fólk sé tilbúið að hittast og komið með leið af þessu öllu saman, það eru komnar góðar fréttir af bóluefni og tölurnar síðustu vikur hafa verið jákvæðar að því leyti að þetta er að fara niður en þetta er bara ekki búið,“ segir Rögnvaldur. „Það er fullt af veiru þarna úti enn þá og við erum með tilfelli sem við náum ekki að rekja, sem er líka áhyggjuefni. Þetta er ekki búið.“ Hann bendir á að enn sé stór hluti nýsmitaðra utan sóttkvíar. „Næstum helmingur af þeim sem komu í gær voru utan sóttkvíar og það er alltaf mikið áhyggjuefni þegar það er.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
„Eins og þetta lítur út núna erum við að sjá vísbendingar um veldisvöxt og okkur sýnist það að það sem við erum að eiga við núna séu afleiðingar helgarinnar. Fólk hafi verið að hittast um helgina og það kristallast núna seinni part vikunnar,“ sagði Rögnvaldur í samtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir fólk almennt meina vel. Þetta séu yfirleitt einfaldar samkomur innan fjölskyldna eða vinahópa, en afleiðingarnar geti verið miklar þar sem veiran virðist vera að sækja í sig veðrið. „Við verðum að reyna að forðast allar hópamyndanir eins og hægt er og virða það ef fólk er í sóttkví, leyfa því að klára sína sóttkví. Við þurfum að haga okkur öðruvísi núna. Það er búið að tönnlast á því allt þetta ár að þetta ár verður öðruvísi, og það er öðruvísi.“ Nú þegar hafi fólk þurft að hafa páskana með öðrum hætti en vanalega og stórviðburðir á borð við Þjóðhátíð hafi verið blásnir af. Fólk þurfi að horfast í augu við það að hlutirnir gætu þurft að vera með öðru móti í ár. „Við vorum ekki með Þjóðhátíð, við þurftum næstum því að fresta páskunum og það er ekkert annað með aðventuna eða jólin. Við þurfum bara að stilla okkur í annan gír og sætta okkur við það að hefðirnar okkar, sem eru partur af hátíðleika mjög margra, að við verðum bara að gera þetta öðruvísi.“ „Þetta er ekki búið“ Aðspurður hvort fólk ætti að íhuga að fresta fyrirhuguðum hittingum þessa helgina segir Rögnvaldur að það sé engin spurning. Hann hafi heyrt af fjölskyldum sem ætluðu sér að hittast, undirbúa jólin og steikja laufabrauð en því hafi verið slegið á frest. „Ég hvet alla til þess að hugsa það og hafa aðeins meira úthald. Þetta er ekki búið. Maður skilur alveg að fólk sé tilbúið að hittast og komið með leið af þessu öllu saman, það eru komnar góðar fréttir af bóluefni og tölurnar síðustu vikur hafa verið jákvæðar að því leyti að þetta er að fara niður en þetta er bara ekki búið,“ segir Rögnvaldur. „Það er fullt af veiru þarna úti enn þá og við erum með tilfelli sem við náum ekki að rekja, sem er líka áhyggjuefni. Þetta er ekki búið.“ Hann bendir á að enn sé stór hluti nýsmitaðra utan sóttkvíar. „Næstum helmingur af þeim sem komu í gær voru utan sóttkvíar og það er alltaf mikið áhyggjuefni þegar það er.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Saklaust kaffiboð hjá ömmu sendi nokkra í einangrun Nokkrir hafa þurft í einangrun með kórónuveirusmit eftir kaffiboð innan fjölskyldu um síðustu helgi. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir þetta sýna vel hversu lítið þurfi til að smitum fari fjölgandi. 26. nóvember 2020 20:27
„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51
Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent