Segir leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar einfaldlega ekki tilbúna í átök vetrarins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2020 09:00 Milner fór meiddur af velli í leik Brighton & Hove Albion og Liverpool í gær. Andrew Powell/Getty Images Samkvæmt íslenskum sérfræðingi sem starfar í Katar fengu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar ekki nægilegan tíma til að undirbúa sig fyrir átök tímabilsins. Meiðslalistar liða í ensku úralsdeildarinnar í knattspyrnu lengjast með hverjum deginum. Nær allir þjálfarar – og margir leikmenn – hafa kvartað yfir gríðarlegu álagi um þessar mundir en einkar þétt er spilað vegna kórónufaraldursins. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans sem sýndur er á Síminn Sport, ræddi við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson í gær. Sjá má spjall þeirra í myndbandinu hér neðst í fréttinni. Áhugaverð greining hjá einum okkar færasta sjúkra- og styrktarþjálfara sem var m.a. einkasjúkraþjálfari Joel Embiid. Það er skortur á pre season sem er að stuðla að öllum þessum meiðslum í EPL. Var ekki tími til að undirbúa leikmenn f. þetta álaghttps://t.co/sjt6MnLdjA— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2020 Einar er hluti af Íslendinga nýlendunni í Katar en þar starfar hann á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu. „Það gafst aldrei tækifæri til að undirbúa leikmenn undir þessi átök. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarks ákefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leikmenn spila,“ sagði Einar í viðtalinu við Tómas Þór. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leikmaðurinn er að taka endurtekna spretti. Þjálfun knattspyrnumanna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ bætti Einar við. „Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu og það er búið að auka leikjaálagið til muna. Tækifærin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig,“ sagði Einar að endingu. Samkvæmt vefsíðinni Physio Room sem heldur utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru alls 107 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir komandi leiki síns liðs. Arsenal er þar efst á lista með tíu leikmenn og Manchester United þar á eftir með níu. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Sjá meira
Meiðslalistar liða í ensku úralsdeildarinnar í knattspyrnu lengjast með hverjum deginum. Nær allir þjálfarar – og margir leikmenn – hafa kvartað yfir gríðarlegu álagi um þessar mundir en einkar þétt er spilað vegna kórónufaraldursins. Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans sem sýndur er á Síminn Sport, ræddi við sjúkraþjálfarann Einar Einarsson í gær. Sjá má spjall þeirra í myndbandinu hér neðst í fréttinni. Áhugaverð greining hjá einum okkar færasta sjúkra- og styrktarþjálfara sem var m.a. einkasjúkraþjálfari Joel Embiid. Það er skortur á pre season sem er að stuðla að öllum þessum meiðslum í EPL. Var ekki tími til að undirbúa leikmenn f. þetta álaghttps://t.co/sjt6MnLdjA— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) November 28, 2020 Einar er hluti af Íslendinga nýlendunni í Katar en þar starfar hann á Aspetar íþróttasjúkrahúsinu. „Það gafst aldrei tækifæri til að undirbúa leikmenn undir þessi átök. Það sem skiptir mestu máli er að þjálfa hámarks ákefð. Snýst þannig séð ekki um leikinn sjálfan eða þessar 90 mínútur sem leikmenn spila,“ sagði Einar í viðtalinu við Tómas Þór. „Þetta snýst um hversu marga spretti þú tekur hverja viku fyrir sig og hversu góður leikmaðurinn er að taka endurtekna spretti. Þjálfun knattspyrnumanna milli leikja snýst um þetta að mörgu leyti. Undirbúningstímabilið snýst um að koma leikmönnum á stig svo þeir geti tekið þessi krefjandi hlaup undir lok leikja sem dæmi,“ bætti Einar við. „Það varð ekkert úr undirbúningstímabilinu og það er búið að auka leikjaálagið til muna. Tækifærin til að þjálfa þessa hluti eru þess vegna mun minni núna þar sem tíminn á milli leikja snýst um að jafna sig,“ sagði Einar að endingu. Samkvæmt vefsíðinni Physio Room sem heldur utan um meiðsli leikmanna í ensku úrvalsdeildinni eru alls 107 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir komandi leiki síns liðs. Arsenal er þar efst á lista með tíu leikmenn og Manchester United þar á eftir með níu.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30 Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50 Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hættur hjá BBC eftir 26 ára feril: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Sjá meira
Meistararnir grátt leiknir af VAR þegar Liverpool og Brighton skildu jöfn Englandsmeistarar Liverpool gerðu 1-1 jafntefli gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í dag þar sem VAR stal senunni. 28. nóvember 2020 14:30
Jóhann Berg kom ekki við sögu er Mahrez og City léku sér að Burnley Manchester City valtaði yfir Burnley í öðrum leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Alsíringurinn Riyad Mahrez gerði þrjú er City vann þægilegan 5-0 sigur. 28. nóvember 2020 16:50
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn