Fimm úr nærumhverfi Víðis og eiginkonu hans smituð Sylvía Hall skrifar 28. nóvember 2020 19:44 Víðir Reynisson er í einangrun eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Vísir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er nú á fjórða degi veikinda eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit. Hann segir daginn í dag vera skárri en í gær, en þá voru þau hjónin verulega slöpp. Að minnsta kosti fimm aðrir úr þeirra nærumhverfi hafa greinst með veiruna. Víðir tjáði sig um veikindin á Facebook-síðu sinni í kvöld og fer yfir stöðu mála. Þar tekur hann fram að þau hjónin hafi takmarkað umgengni sína við aðra verulega eftir að faraldurinn hófst, en samt hafi þau smitast. Það sýni hversu smitandi veiran er. „Mánudaginn 23. nóvember fór konan mín að finna fyrir einkennum og fór að sjálfsögðu heim úr vinnu og pantaði tíma í sýnatöku. Það gekk hratt fyrir sig og síðdegis lá niðurstaða um staðfest Covid-19 smit. Smitrakning fór þá strax í gang og var ákveðið að þar sem hún hefði lítil einkenni, en lága CT tölu sem þýddi að hún væri talsvert smitandi, að fara 48 tíma til baka varðandi þá sem þyrftu að fara í sóttkví okkar vegna,“ skrifar Víðir. Uppruni smits eiginkonu hans er enn óþekktur og smitrakning hefur ekki skilað árangri. Hún hafi nær eingöngu verið á skrifstofu þar sem hún vinnur og farið í verslanir, en allir vinnufélagar hennar reyndust neikvæðir eftir sýnatöku. Hér að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Víði eftir að hann greindist með veiruna. Snertifletir dugðu til að smita Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnsskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Hann segir þungbært að þetta sé staðan. „Sjálfur hef ég verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir og því þungbært að þetta sé staðan. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjölmörgu sem eru að berjast við þennan óvætt komum heil út úr þessu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Víðir tjáði sig um veikindin á Facebook-síðu sinni í kvöld og fer yfir stöðu mála. Þar tekur hann fram að þau hjónin hafi takmarkað umgengni sína við aðra verulega eftir að faraldurinn hófst, en samt hafi þau smitast. Það sýni hversu smitandi veiran er. „Mánudaginn 23. nóvember fór konan mín að finna fyrir einkennum og fór að sjálfsögðu heim úr vinnu og pantaði tíma í sýnatöku. Það gekk hratt fyrir sig og síðdegis lá niðurstaða um staðfest Covid-19 smit. Smitrakning fór þá strax í gang og var ákveðið að þar sem hún hefði lítil einkenni, en lága CT tölu sem þýddi að hún væri talsvert smitandi, að fara 48 tíma til baka varðandi þá sem þyrftu að fara í sóttkví okkar vegna,“ skrifar Víðir. Uppruni smits eiginkonu hans er enn óþekktur og smitrakning hefur ekki skilað árangri. Hún hafi nær eingöngu verið á skrifstofu þar sem hún vinnur og farið í verslanir, en allir vinnufélagar hennar reyndust neikvæðir eftir sýnatöku. Hér að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Víði eftir að hann greindist með veiruna. Snertifletir dugðu til að smita Helgina fyrir greiningu voru þau hjónin að mestu heima við, en þó komu nokkrir gestir í heimsókn. Vinafólk þeirra bjó hjá þeim tímabundið vegna þess að þau þurftu til læknis í Reykjavík og kíktu dætur þeirra í kaffi á sunnudeginum ásamt vinkonu þeirra. „Börn okkar, tengdadóttir og barnabarn komu einnig við og um kvöldið komu til okkar vinahjón sem stoppuðu stutt. Í öllum tilfellum var passað upp á fjarlægðir á milli okkar og gesta og reyndum að forðast sameiginlega snertifleti,“ skrifar Víðir, sem segir það ekki hafa dugað til. „Við erum búin að fara vel yfir öll samskiptin og höfum fundið að fjarlægð sem var haldin var um eða yfir 2 metra við alla. Hins vegar er ljóst að við pössuðum ekki upp á alla sameiginlega snertifleti. Vatnsskanna, kaffibollar og glös hafa sennilega verið sameiginlegir snertifletir sem hafa dugað til að smita.“ Hann segir þungbært að þetta sé staðan. „Sjálfur hef ég verið manna duglegastur við að hvetja alla til að passa eigin sóttvarnir og því þungbært að þetta sé staðan. Við getum ekki annað en vonað að við öll, eins og allir þeir fjölmörgu sem eru að berjast við þennan óvætt komum heil út úr þessu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira