Klukkan hvað gætu Íslendingar fagnað EM-sæti? Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2020 08:31 Ísland stendur vel að vígi í baráttunni um sæti á EM og er öruggt um sæti í umspili, komist liðið ekki beint á EM. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gæti mögulega fagnað sæti í lokakeppni EM í kvöld, í fjórða sinn í sögunni. Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland. EM 2021 í Englandi Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Sjá meira
Íslendingar ættu í dag ekki aðeins að halda með okkar konum gegn Ungverjalandi heldur einnig með Danmörku og Serbíu, og vona að Belgía og Sviss geri ekki jafntefli. Með sigri á Ungverjum eru góðar líkur á að Íslendingar geti fagnað EM-sæti, þó ekki í leikslok og hugsanlega ekki fyrr en í febrúar. Jafntefli eða tap í dag þýðir nær örugglega að Ísland fer í umspil. Ísland hefur tryggt sér 2. sæti í sínum undanriðli og nú er bara spurningin hvort að liðið fari í umspil eða beint á EM sem fram fer í Englandi sumarið 2022. Þurfa að treysta á úrslit úr tveimur riðlum af fjórum Leikið er í níu undanriðlum og þrjú lið, með bestan árangur í 2. sæti (í sex liða riðlum telja úrslit gegn neðsta liði ekki með), fara beint á EM. Hin sex liðin sem enda í 2. sæti fara í umspil í apríl. Með sigri í dag er öruggt að Ísland endar með betri stöðu en liðin í 2. sæti í riðlum A, C, D og I. Úrslit í tveimur af þeim fjórum riðlum sem eftir standa þurfa hins vegar að falla með Íslandi. Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar. Svona er staðan í riðlunum sem að skipta Ísland mestu máli, og eins og fyrr segir þurfa úrslitin að falla með Íslandi í tveimur þeirra auk þess að Ísland vinni Ungverjaland, svo að Ísland komist beint á EM: Svíþjóð vann riðil Íslands en íslenska liðið náði í stig gegn Svíum á heimavelli sem gæti reynst afar dýrmætt.vísir/vilhelm H-riðill: Belgía og Sviss mætast í Belgíu. Ef annað liðanna vinnur þá dugar það Íslandi. Ef liðin gera jafntefli endar Belgía í 2. sæti með 19 stig og +28 í markatölu, og þar með fyrir ofan Ísland nema að Ísland vinni tíu marka sigur í dag. G-riðill: Austurríki endar í 2. sæti. Liðið er með einu marki lakari markatölu en Ísland og hefur skorað þremur mörkum færri mörk. Ef Ísland vinnur Ungverjaland þarf Austurríki því að vinna lokaleik sinn gegn Serbíu með að minnsta kosti tveimur mörkum meiri mun, til að enda ofar en Ísland. B-riðill: Ítalía endar í 2. sæti. Ef að Ítalía tapar í Danmörku í dag endar Ísland ofar með sigri á Ungverjalandi. Ef Ítalía vinnur Danmörku og svo heimaleik við Ísrael í febrúar endar Ítalía fyrir ofan Ísland. Ef Ítalía og Danmörk gera jafntefli í dag, og Ísland vinnur Ungverjaland, þarf Ítalía að vinna að lágmarki sjö marka sigur gegn Ísrael í febrúar. E-riðill: Enn of margir leikir eftir til að úrslitin verði ljós í dag, nema að bæði Portúgal mistakist að vinna Albaníu og Finnlandi mistakist að vinna Skotland í dag. Finnland og Portúgal geta bæði enn endað með betri árangur í 2. sæti en Ísland, þó að Ísland vinni Ungverjaland.
Lykilleikirnir fyrir Ísland í dag Íslendingar ættu sérstaklega að fylgjast með þessum fjórum leikjum. Ef Ísland vinnur, og úrslitin falla með Íslandi í tveimur hinna þriggja leikjanna, er EM-sætið í höfn. Það yrði því í fyrsta lagi eftir leik Austurríkis og Serbíu sem hefst hálfsex. 14.30: Ungverjaland – Ísland (Ísland þarf sigur) 16.15: Danmörk – Ítalía (Ísland þarf danskan sigur (Allt opið fram í febrúar með jafntefli og staða Ítalíu frábær með sigri)) 17.30: Austurríki – Serbía (Austurríki má ekki vinna tveimur mörkum stærri sigur en Ísland) 19.00: Belgía – Sviss (Mega ekki gera jafntefli nema að Ísland vinni tíu marka sigur) Ef EM-sætið verður ekki í höfn eftir þessa leiki gætu úrslit í E-riðli skipt máli fyrir Ísland, en þar ráðast málin væntanlega ekki fyrr en í febrúar.
EM 2021 í Englandi Mest lesið Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi Enski boltinn Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Körfubolti „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar Sport Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Körfubolti Fimm íslensk gullverðlaun í hús á fyrsta degi Smáþjóðaleikanna Sport Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Fótbolti Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Handbolti Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“ Nýr sex ára samningur hjá Lamine Yamal Jón Þór dæmdur í leikbann og þjálfari Árbæjar fékk fjóra leiki Bestu kaupin, nýyrði í boltanum og hver verður markakóngur? „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Missti markmannsstöðuna og hætti með landsliðinu Sævar Atli orðinn leikmaður Brann Þróttur geti klárlega landað titlinum: „Mér finnst þetta stórkostlegt lið“ Júlíus meiddur og Tómas tekinn inn í landsliðshópinn Ásakaður um að lemja leikmenn í unglingaliði Roma Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Hreifst af Stíg: „Finnst þarna komið þetta Víkings-element“ Niðurbrotinn Klopp í sjokki Búinn að kaupa hús og lögfræðingarnir lentir í Napoli Þeir bestu (4. sæti): Sigurvegarinn Sótt að Sævari Atla á flugvellinum í Bergen Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Ronaldo segir þessum kafla lokið Greip í hár mótherja og kippti til og frá „Uppleggið hjá Rúnari fannst mér heppnast fullkomlega“ Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Alonso boðar nýja tíma hjá Real Madrid Arnór Ingvi bjargaði stigi með glæsilegu aukaspyrnumarki Sævar Atli sagður á leið í hlýjan faðm Freys Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Maðurinn sem Óskar Hrafn taldi vinna gegn sér rekinn Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Sjá meira