Kvörtun vegna ummæla Þórhildar Sunnu vísað frá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 17:50 Merkin sem lögreglukonan sást bera á umræddri mynd vöktu töluverða umræðu en Þórhildur Sunna fór í framhaldinu fram á að meintir kynþáttafordómar innan lögreglunnar yrðu ræddir í þingnefnd. Eggert Jóhannesson/Vilhelm Gunnarsson Forsætisnefnd Alþingis hefur vísað frá erindi um meint brot Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem varðar ummæli sem hún lét falla á þinginu þann 21. október. Ummæli Þórhildar Sunnu vörðuðu viðbrögð hennar við umfjöllun um þýðingu merkja sem lögreglukona hafði borið við skyldustörf á sáust á ljósmynd sem birtist af henni við frétt mbl.is. Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“ Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Þórhildur Sunna óskaði jafnframt eftir fundi í allsherjar og menntamálanefnd vegna málsins til að ræða meintan rasisma innan lögreglunnar. „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna í umræddri ræðu sinni á þinginu þann 21. október. Fundur um málið fór svo fram í nefndinni þann 11. nóvember. Nafn þess er erindið sendi hefur verið afmáð í afriti af svarbréfi forsætisnefndar við erindinu sem birt er á vef Alþingis og er undirritað af Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ummæli Þórhildar Sunnu sættu töluverðri gagnrýni, einkum af hálfu talsmanna lögreglustéttarinnar. Meðal þeirra sem fordæmdu ummælin var Arinbjörn Snorrason, formaður Lögreglufélags Reykjavíkur. Í samtali við mbl.is 22. október sagði Arinbjörn til að mynda að honum þætti tilefni til að forsætisnefnd tæki málið upp við siðanefnd Alþingis en heimildir fréttastofu herma að sá sem kvartaði hafi verið lögreglukonan sem bar umrædd merki á þeirri mynd sem birst hafði af henni í fjölmiðlum. Erindið var afgreitt á fundi forsætisnefndar á þriðjudaginn í síðustu viku en niðurstaða nefndarinnar var sú að erindið uppfyllti ekki skilyrði fyrir því að vera tekin til athugunar á grundvelli siðareglna alþingismanna. Í svarbréfinu sem birt er á vef Alþingis í dag eru færð rök fyrir því hvers vegna erindi lögreglukonunnar er vísað frá, þar sem meðal annars er vísað til þess að þingmenn „njóti ríkrar verndar til þátttöku í opinni og frjálsri stjórnmálaumræðu í lýðræðisþjóðfélagi,“ líkt og það er orðað í bréfinu. „Telji almennur borgari að forseti hafi ekki gætt þess að þingmenn gæti góðrar reglu í máli sem hann varðar verður að hafa í huga að athafnir eða athafnaleysi forseta við stjórn þingfunda sæta ekki endurskoðun,“ segir í bréfinu. „Ágreiningur um slíkt verður því ekki borinn undir forsætisnefnd eða eftir atvikum leitað álits siðanefndar á honum. Í ljósi þess er það niðurstaða forsætisnefndar að skilyrði brestur til þess að nefndin taki erindi þitt til athugunar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn. Er þá einnig horft til þeirrar ríku verndar sem tjáningarfrelsi þingmanna nýtur samkvæmt stjórnarskrá og Mannréttindasáttmála Evrópu.“
Alþingi Lögreglan Kynþáttafordómar Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira