Leikmannahópur Newcastle eins og hann leggur sig kominn í sóttkví Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 07:30 Allir sem koma að aðalliði Newcastle United eru nú í einangrun. Daniel Leal Olivas/Getty Images Allir leikmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United eru nú komnir í sóttkví eftir alltof margar jákvæðar niðurstöður úr síðustu Covid-skimun félagsins. Gæti farið svo að leik liðsins gegn Aston Villa á föstudaginn verði frestað. The Guardian greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Allir leikmenn og starfslið ensku úrvalsdeildarinnar eru skimaðir fyrir Covid-19 reglulega til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Í síðustu skimun Newcastle reyndust fjórir leikmenn sem og einn starfsmaður með veiruna. Því var ákveðið að aflýsa æfingum og loka æfingasvæðinu. Allir sem koma að aðalliði félagsins eru því í einangrun að svo stöddu. Fari svo að Newcastle sæki um að fresta leiknum á föstudaginn væri það fyrsta frestun ensku úrvalsdeildarinnar á leik vegna kórónufaraldursins. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, var án þeirra Isaac Hayden, Emil Krafth, Jamal Lascelles, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace um liðna helgi. Hvort fleiri leikmenn bætist við þennan lista á eftir að koma í ljós en það er öruggt að Bruce fengi varla nægan tíma á æfingasvæðinu til að undirbúa lið sitt fyrir komandi leik gegn Villa. Newcastle's entire squad in Covid-19 self-isolation after 'significant' outbreak. By Louise Taylor #NUFC https://t.co/Ar3zZVyAzN— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 Enska úrvalsdeildin setti þau skilyrði að svo lengi sem lið hefðu 14 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð, þá gætu þau ekki sótt um frestun. Talið er að Bruce muni samt reyna að fresta leiknum þar sem hann telur skort á undirbúningi geta leitt til enn frekari meiðslahættu leikmanna, sem hefur nú þegar verið mikið í umræðunni. Newcastle United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig að loknum tíu umferðum. Er það einu stigi meira en Arsenal og einu stigi minna en Manchester City. Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu seint í gærkvöldi. Allir leikmenn og starfslið ensku úrvalsdeildarinnar eru skimaðir fyrir Covid-19 reglulega til að koma í veg fyrir útbreiðslu smita. Í síðustu skimun Newcastle reyndust fjórir leikmenn sem og einn starfsmaður með veiruna. Því var ákveðið að aflýsa æfingum og loka æfingasvæðinu. Allir sem koma að aðalliði félagsins eru því í einangrun að svo stöddu. Fari svo að Newcastle sæki um að fresta leiknum á föstudaginn væri það fyrsta frestun ensku úrvalsdeildarinnar á leik vegna kórónufaraldursins. Steve Bruce, þjálfari Newcastle, var án þeirra Isaac Hayden, Emil Krafth, Jamal Lascelles, Andy Carroll og Allan Saint-Maximin í 2-0 sigri liðsins á Crystal Palace um liðna helgi. Hvort fleiri leikmenn bætist við þennan lista á eftir að koma í ljós en það er öruggt að Bruce fengi varla nægan tíma á æfingasvæðinu til að undirbúa lið sitt fyrir komandi leik gegn Villa. Newcastle's entire squad in Covid-19 self-isolation after 'significant' outbreak. By Louise Taylor #NUFC https://t.co/Ar3zZVyAzN— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 Enska úrvalsdeildin setti þau skilyrði að svo lengi sem lið hefðu 14 leikfæra leikmenn, þar af einn markvörð, þá gætu þau ekki sótt um frestun. Talið er að Bruce muni samt reyna að fresta leiknum þar sem hann telur skort á undirbúningi geta leitt til enn frekari meiðslahættu leikmanna, sem hefur nú þegar verið mikið í umræðunni. Newcastle United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 14 stig að loknum tíu umferðum. Er það einu stigi meira en Arsenal og einu stigi minna en Manchester City.
Fótbolti Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira