Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 07:03 Mikið tjón varð í höfninni á Flateyri í snjóflóðunum í janúar. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira