Tugir húsa á Flateyri á nýju hættusvæði vegna snjóflóða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2020 07:03 Mikið tjón varð í höfninni á Flateyri í snjóflóðunum í janúar. Vísir/Egill Veðurstofa Íslands hefur gert nýtt hættumat vegna snjóflóða fyrir Flateyri. Með nýja hættumatinu hefur hættusvæðið verið útfært og eru nú á þriðja tug húsa komin inn á hættusvæði C, efsta hættustig, og um sjötíu hús eru komin á ítrasta rýmingarstig. Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Frá þessu er greint á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Þar segir jafnframt að C-svæði fari 250 metrum lengra inn á höfnina og inn á land sunnan og vestan við hana. Tvö stór snjóflóð féllu á Flateyri í janúar síðastliðnum og fóru yfir varnargarða sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið kom úr Innra-Bæjargili og fór á íbúðarhús. Ung stúlka grófst undir í flóðinu en var bjargað á lífi. Hitt flóðið kom úr Skollahvilft og fór út í höfnina við bæinn með tilheyrandi tjóni fyrir atvinnulíf í bænum þar sem fjöldi báta gjöreyðilagðist. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar frá árinu 2004 voru engin hús á hættusvæði C eftir að varnargarðarnir voru reistir fyrir ofan bæinn. Hins vegar var fjöldi húsa á og langt inni á hættusvæði C áður en garðarnir voru reistir. Í greinargerð með hættumatinu frá árinu 2004 segir að Skollahvilft og Innra-Bæjargil séu „að líkindum hættulegustu snjóflóðafarvegir ofan þéttbýlis á Íslandi.“ Ekki kemur fram í frétt Fréttablaðsins hvaða hús um ræðir nákvæmlega eða hvaða áhrif breytingar á hættumatina hafa á íbúa á Flateyri, til dæmis hvað varðar búsetu og atvinnulíf, en rætt er við Tómas Jóhannesson, fagstjóra og sérfræðing í ofanflóðamálum hjá Veðurstofunni, í frétt blaðsins. Hann segir að taka þurfi tillit til þess í ríkisviðbúnaði að virkin séu hvergi fullkomlega örugg. „Þegar aðstæður eru mjög slæmar er möguleiki á að grípa þurfi til rýmingar til að tryggja öryggi,“ segir Tómas. Þá hafi áhrifin af flóðunum í janúar, sem voru þekkt fyrir, verið öflugri en gert var ráð fyrir. Segir Tómas að það þurfi að finna leiðir til þess að komast hjá því að flóð endi í höfninni. Tómas tekur þannig undir með hafnarstjóra Ísafjarðar sem benti á það í nýlegri skýrslu að varnargarðarnir fyrir ofan bæinn hefðu beint flóðinu inn í höfnina. Slíkt væri óviðunandi fyrir atvinnulíf á Flateyri. Í frétt Fréttablaðsins segir einnig að í ljósi þess að það hafi flætt yfir garðana á Flateyri og inn í byggð sé nú Veðurstofan að vinna hættumat fyrir fimm sambærilega varnargarða, það er á Ísafirði, Bíldudal, Siglufirði, Ólafsfirði og Neskaupstað. „Það er gert ráð fyrir ákveðinni hættu á yfirflæði og að snjódýpt verði meiri en stoðvirki eru hönnuð fyrir. Það er undantekningarlaust hættusvæði undir öllum þessum varnarvirkjum og ákveðin áhætta í byggðinni þar undir,“ segir Tómas. „Flóðin á Flateyri sýndu okkur að hættan er meiri en við gerðum ráð fyrir.“ Fréttablaðið ræðir einnig við Hafstein Pálsson, verkfræðing hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem segir að vinna við endurbætur á varnargörðunum á Flateyri sé hafin. Kostnaðurinn liggi þó ekki fyrir og þá liggur ekki heldur fyrir hvort garðarnir á hinum fimm fyrrnefndu stöðunum verði breytt eða þeir styrktir með einhverjum hætti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fara 2,7 milljarðar í Ofanflóðasjóð á næsta ári sem er aukning um 1,6 milljarða. Fjármagnið á að nýta bæði í að byggja og bæta varnargarða og til uppkaupa á íbúðarhúsnæði á hættusvæðum.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Almannavarnir Ísafjarðarbær Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira