Alexandra: Viljinn hjá okkur er bara rosalega mikill að komast þangað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2020 12:00 Alexandra Jóhannsdóttir spilaði frábærlega með Blikum í sumar þegar liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Skjámynd/Twitter/@footballiceland Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sig inn á sitt fjórða Evrópumót í röð með sigri á Ungverjum í dag en það eru nokkrar ungar í liðinu sem væru þá að komast á sitt fyrsta EM. Alexandra Jóhannsdóttir er búin að vinna sér fast sæti inn á miðju íslenska landsliðsins og hún var tekin í viðtal fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum í dag. „Ég held að við séum allar rosalega spenntar fyrir því að fá að spila svona úrslitaleik því það eru bara langskemmtilegustu leikirnir. Mér finnst stemmningin í hópnum vera góðir og allir spenntir að fara spila,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir í viðtali við starfsmann KSÍ á æfingu íslenska liðsins. Íslenski hópurinn er í sinni búbblu í Búdapest eftir að hafa byrjað landsliðsverkefnið í nágrannalandinu Slóvakíu. ,,Við þurfum að byrja leikinn almennilega."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/yzrX8JOIBA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2020 Íslenska liðið átti ekki góðan fyrri hálfleik í Slóvakíu og var 1-0 undir í hálfleik. Stelpurnar fóru í gang í þeim seinni og skoruðu þá þrjú mörk. „Við þurfum að byrja leikinn almennilega. Það þýðir ekkert að byrja hann þegar það eru 45 mínútur búnar. Við þurfum bara að byrja frá fyrstu mínútu og klára níutíu plús,“ sagði Alexandra. Íslensku stelpurnar gætu tryggt sér sæti á Evrópumótinu með sigri á Ungverjum. „Við vitum allar að því. Við förum bara með það markmið í leikinn að ná þremur stigum og vonandi gengur það bara,“ sagði Alexandra. Íslenska liðið hefur komist á þrjú síðustu Evrópumót en það eru kynslóðaskipti í liðinu núna. „Það yrði bara geggjað að koma á EM. Við eru margar hérna sem eru komnar nýjar inn og þetta yrði þá fyrsta stóra verkefnið hjá okkur. Ég held að viljinn hjá flestum sé bara rosalega mikill að komast þangað,“ sagði Alexandra en það má sjá viðtalið í brotum hér fyrir ofan og neðan. ,,Ég held að viljinn hjá flestum sé bara rosalega mikill að komast þangað."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/PIP84oYoUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2020 EM 2021 í Englandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira
Alexandra Jóhannsdóttir er búin að vinna sér fast sæti inn á miðju íslenska landsliðsins og hún var tekin í viðtal fyrir leikinn mikilvæga á móti Ungverjum í dag. „Ég held að við séum allar rosalega spenntar fyrir því að fá að spila svona úrslitaleik því það eru bara langskemmtilegustu leikirnir. Mér finnst stemmningin í hópnum vera góðir og allir spenntir að fara spila,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir í viðtali við starfsmann KSÍ á æfingu íslenska liðsins. Íslenski hópurinn er í sinni búbblu í Búdapest eftir að hafa byrjað landsliðsverkefnið í nágrannalandinu Slóvakíu. ,,Við þurfum að byrja leikinn almennilega."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/yzrX8JOIBA— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2020 Íslenska liðið átti ekki góðan fyrri hálfleik í Slóvakíu og var 1-0 undir í hálfleik. Stelpurnar fóru í gang í þeim seinni og skoruðu þá þrjú mörk. „Við þurfum að byrja leikinn almennilega. Það þýðir ekkert að byrja hann þegar það eru 45 mínútur búnar. Við þurfum bara að byrja frá fyrstu mínútu og klára níutíu plús,“ sagði Alexandra. Íslensku stelpurnar gætu tryggt sér sæti á Evrópumótinu með sigri á Ungverjum. „Við vitum allar að því. Við förum bara með það markmið í leikinn að ná þremur stigum og vonandi gengur það bara,“ sagði Alexandra. Íslenska liðið hefur komist á þrjú síðustu Evrópumót en það eru kynslóðaskipti í liðinu núna. „Það yrði bara geggjað að koma á EM. Við eru margar hérna sem eru komnar nýjar inn og þetta yrði þá fyrsta stóra verkefnið hjá okkur. Ég held að viljinn hjá flestum sé bara rosalega mikill að komast þangað,“ sagði Alexandra en það má sjá viðtalið í brotum hér fyrir ofan og neðan. ,,Ég held að viljinn hjá flestum sé bara rosalega mikill að komast þangað."#LeiðinTilEnglands #dottir pic.twitter.com/PIP84oYoUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 1, 2020
EM 2021 í Englandi Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Sjá meira