Brexit mun hafa mikil áhrif á leikmannakaup enskra knattspyrnuliða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 09:00 Eftir að Bretland segir sig úr Evrópusambandinu mun það reynast félögum erfðara að kaupa leikmenn erlendis frá. Marc Atkins/Getty Images Það var vitað að brotthvarf Bretlandseyja úr Evrópusambandinu gæti haft mikil áhrif á ensk knattspyrnufélög. Munu félög ekki geta keypt leikmenn undir 18 ára aldri og þá verður atvinnuleyfiskerfi leikmanna byggt á stigakerfi. Enska knattspyrnusambandið birti tilkynningu þess efnis í gærkvöld ásamt ensku úrvalsdeildinni og EFL (samtök félaga í neðri deildum á Englandi). Munu nýjar reglur taka gildi þegar Bretland fer endanlega úr Evrópusambandinu þann 31. desember næstkomandi. The Guardian greindi frá. Í nýrri reglugerð segir að ensk knattspyrnulið megi ekki kaupa leikmenn undir 18 ára en það er eitthvað sem hefur tíðkast undanfarin ár. Ensk félög hafa grætt á því að geta boðið leikmönnum undir 18 ára mun betri samninga en lið í öðrum löndum. Var það til að mynda ástæðan fyrir því að Arsenal nældi í Cesc Fabregas á sínum tíma og Manchester United landaði Gerard Pique. Þá mega lið aðeins kaupa þrjá leikmenn undir 21 árs aldri í hverjum félagaskiptaglugga og ekki fleiri en sex á hverju tímabili fyrir sig. Er þetta ætlað til þess að ensk félög einbeiti sér að því að búa til eigin leikmenn frekar en að versla þá alltaf erlendis frá. Nú mun sama regluverk gilda um atvinnuleyfi allra leikmanna sem keyptir verða erlendis frá. Hér áður fyrr þurftu eikmenn utan Evrópusambandsins að fá ákveðið mörg stig í stigakerfi enska sambandsins til að fá atvinnuleyfi. Voru stigin byggð á fjölda landsleikja, úr hvaða deild þeir koma, hvernig liðinu sem þeir koma frá hefur gengið og þar fram eftir götunum. Talið er að leikmenn þurfi að fá allavega 15 stig til að eiga rétt á atvinnuleyfi. Í frétt The Guardian er þó ekki gefið upp nákvæmlega hvernig stigagjöfin verður. Work permits for EU players and no Under-18 signings in post-Brexit regulations. Story by @ed_aarons https://t.co/sCW9BPFW51— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 „Enska úrvalsdeildin hefur unnið með enska knattspyrnusambandinu og komist að samkomulagi sem sér til þess að Brexit mun ekki hafa slæm áhrif á árangur ensku úrvalsdeildarinnar né möguleika enskra landsliða í framtíðinni,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, um breytingarnar. Fótbolti Enski boltinn Brexit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira
Enska knattspyrnusambandið birti tilkynningu þess efnis í gærkvöld ásamt ensku úrvalsdeildinni og EFL (samtök félaga í neðri deildum á Englandi). Munu nýjar reglur taka gildi þegar Bretland fer endanlega úr Evrópusambandinu þann 31. desember næstkomandi. The Guardian greindi frá. Í nýrri reglugerð segir að ensk knattspyrnulið megi ekki kaupa leikmenn undir 18 ára en það er eitthvað sem hefur tíðkast undanfarin ár. Ensk félög hafa grætt á því að geta boðið leikmönnum undir 18 ára mun betri samninga en lið í öðrum löndum. Var það til að mynda ástæðan fyrir því að Arsenal nældi í Cesc Fabregas á sínum tíma og Manchester United landaði Gerard Pique. Þá mega lið aðeins kaupa þrjá leikmenn undir 21 árs aldri í hverjum félagaskiptaglugga og ekki fleiri en sex á hverju tímabili fyrir sig. Er þetta ætlað til þess að ensk félög einbeiti sér að því að búa til eigin leikmenn frekar en að versla þá alltaf erlendis frá. Nú mun sama regluverk gilda um atvinnuleyfi allra leikmanna sem keyptir verða erlendis frá. Hér áður fyrr þurftu eikmenn utan Evrópusambandsins að fá ákveðið mörg stig í stigakerfi enska sambandsins til að fá atvinnuleyfi. Voru stigin byggð á fjölda landsleikja, úr hvaða deild þeir koma, hvernig liðinu sem þeir koma frá hefur gengið og þar fram eftir götunum. Talið er að leikmenn þurfi að fá allavega 15 stig til að eiga rétt á atvinnuleyfi. Í frétt The Guardian er þó ekki gefið upp nákvæmlega hvernig stigagjöfin verður. Work permits for EU players and no Under-18 signings in post-Brexit regulations. Story by @ed_aarons https://t.co/sCW9BPFW51— Guardian sport (@guardian_sport) December 1, 2020 „Enska úrvalsdeildin hefur unnið með enska knattspyrnusambandinu og komist að samkomulagi sem sér til þess að Brexit mun ekki hafa slæm áhrif á árangur ensku úrvalsdeildarinnar né möguleika enskra landsliða í framtíðinni,“ sagði Richard Masters, framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, um breytingarnar.
Fótbolti Enski boltinn Brexit Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Sjá meira