Fyrsti þrífrestaði leikur NFL deildarinnar á loksins að fara fram í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 16:00 JuJu Smith-Schuster og félagar í Pittsburgh Steelers spila loksins í kvöld sex dögum seinna en þeir áttu upphaflega að spila við Baltimore Ravens. Getty/ David Rosenblum Útsending frá leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens á Stöð 2 Sport 4 í kvöld mun vera með aðeins öðrum hætti en vanalega. Sjónvarpshléin endalausu verða klippt út í kvöld. Það hefur gengið illa að koma á leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens í NFL-deildinni en fjórða tilraunin verður í kvöld og leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Pittsburgh Steelers hefur unnið alla tíu leiki sína á tímabilinu og er eina taplausa lið NFL deildarinnar. Þetta er besta byrjun Steelers í sögunni en þeir hafa þurft að bíða lengi eftir ellefta leiknum sínum. Baltimore Ravens hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi á þessu tímabili þrátt fyrir miklar væntingar fyrir leiktíðina. Nú síðast hefur liðið verið að berjast við mikið hópsmit innan leikmannahópsins. Guess what day it is! Guess. What. Day. It. Is.@CamHeyward | #HereWeGo | @GEICO pic.twitter.com/79F6EVt8NO— Pittsburgh Steelers (@steelers) December 2, 2020 Kórónuveirusmitin hjá bæði leikmönnum og starfsfólki hafa séð til þess að loka þurfti æfingasvæði Baltimore Ravens í marga daga. NFL er nánast tilbúið að gera hvað sem er til að aflýsa ekki leiknum. Af þeim sökum hefur NFL-deildin þurft að fresta þessum leik þrisvar en hann átti upphaflega að fara fram að kvöldi Þakkargjörðardagsins. Baltimore Ravens hefur tapað tveimur leikjum í röð en er með samtals sex sigra í tíu leikjum. Liðið þarf nauðsynlega á fleiri sigrum ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Það er ekki algengt að NFL-leikur fari fram á miðvikudegi og hvað þá klukkan 15.40 að staðartíma en það er verið að kveikja á jólatrénu hjá Rockefeller Center í 88. sinn í kvöld og NBC sjónvarpsstöðin er að sýna báða viðburði. From @GMFB: The #Ravens took off last night just after learning of another playing testing positive for COVID-19, though the reserve was not deemed a risk to his teammates. The game vs the #Steelers is on if tests come back negative today. pic.twitter.com/zOPYUe4P4f— Ian Rapoport (@RapSheet) December 2, 2020 Útsendingin á Stöð 2 Sport verður því með aðeins öðruvísi hætti að þessu sinni. Hún mun hefjast klukkan 22.00 að íslenskum tíma á Stöð 2 Sport 4 eða 80 mínútum eftir að leikurinn byrjar. Það verður því hægt að horfa á Meistaradeildina og skipta síðan yfir á NFL. Með þessu verður hægt að klippa út öll sjónvarpshléin sem eru í NFL leikjunum og horfa þess í stað á leikinn samfellt án þessara miklu hléa. Þeir sem vilja sjá leikinn í þráðbeinni geta hins vegar horft á hann í gegn Game Pass en sú útsending hefst klukkan 20.40. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Það hefur gengið illa að koma á leik Pittsburgh Steelers og Baltimore Ravens í NFL-deildinni en fjórða tilraunin verður í kvöld og leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport. Pittsburgh Steelers hefur unnið alla tíu leiki sína á tímabilinu og er eina taplausa lið NFL deildarinnar. Þetta er besta byrjun Steelers í sögunni en þeir hafa þurft að bíða lengi eftir ellefta leiknum sínum. Baltimore Ravens hefur aftur á móti verið allt annað en sannfærandi á þessu tímabili þrátt fyrir miklar væntingar fyrir leiktíðina. Nú síðast hefur liðið verið að berjast við mikið hópsmit innan leikmannahópsins. Guess what day it is! Guess. What. Day. It. Is.@CamHeyward | #HereWeGo | @GEICO pic.twitter.com/79F6EVt8NO— Pittsburgh Steelers (@steelers) December 2, 2020 Kórónuveirusmitin hjá bæði leikmönnum og starfsfólki hafa séð til þess að loka þurfti æfingasvæði Baltimore Ravens í marga daga. NFL er nánast tilbúið að gera hvað sem er til að aflýsa ekki leiknum. Af þeim sökum hefur NFL-deildin þurft að fresta þessum leik þrisvar en hann átti upphaflega að fara fram að kvöldi Þakkargjörðardagsins. Baltimore Ravens hefur tapað tveimur leikjum í röð en er með samtals sex sigra í tíu leikjum. Liðið þarf nauðsynlega á fleiri sigrum ætli liðið sér inn í úrslitakeppnina. Það er ekki algengt að NFL-leikur fari fram á miðvikudegi og hvað þá klukkan 15.40 að staðartíma en það er verið að kveikja á jólatrénu hjá Rockefeller Center í 88. sinn í kvöld og NBC sjónvarpsstöðin er að sýna báða viðburði. From @GMFB: The #Ravens took off last night just after learning of another playing testing positive for COVID-19, though the reserve was not deemed a risk to his teammates. The game vs the #Steelers is on if tests come back negative today. pic.twitter.com/zOPYUe4P4f— Ian Rapoport (@RapSheet) December 2, 2020 Útsendingin á Stöð 2 Sport verður því með aðeins öðruvísi hætti að þessu sinni. Hún mun hefjast klukkan 22.00 að íslenskum tíma á Stöð 2 Sport 4 eða 80 mínútum eftir að leikurinn byrjar. Það verður því hægt að horfa á Meistaradeildina og skipta síðan yfir á NFL. Með þessu verður hægt að klippa út öll sjónvarpshléin sem eru í NFL leikjunum og horfa þess í stað á leikinn samfellt án þessara miklu hléa. Þeir sem vilja sjá leikinn í þráðbeinni geta hins vegar horft á hann í gegn Game Pass en sú útsending hefst klukkan 20.40. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira