Anna Aurora bakvörður ætlar í mál við íslenska ríkið og fleiri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 14:57 Hópsýking kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík og var staðan grafalvarleg um tíma. Starfsfólk fór í sóttkví og voru bakverðir sendir til starfa. Þeirra á meðal Anna Aurora. Vísir/Vilhelm Anna Aurora Waage Óskarsdóttir ætlar að stefna íslenska ríkinu vegna handtöku hennar á Vestfjörðum í apríl þar sem hún var grunuð um að villa á sér heimildir sem bakvörður á Hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þá ætlar hún að stefna fjölmiðlum og einstaklingum sömuleiðis. Lögmaður hennar segir mikla vinnu framundan að hreinsa mannorð skjólstæðings síns. Greint var frá því 10. apríl að kona úr bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefði verið handtekin. Sú hafði starfað í nokkra daga á hjúkrunarheimilinu en hún hafði skráð sig í bakvarðasveit sem sjúkraliði. Gylfi Ólafsson, forstjóri HVE, sagði að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu um leið og það kom upp. Málið kom upp á viðkvæmum tíma enda hafði verið óskað eftir bakvörðum til starfa í Bolungarvík eftir að hópsýking kom upp á Bergi. Færð í fangageymslur á Ísafirði „Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ var haft eftir Gylfa í tilkynningu. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði og var tekið úr henni sýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Allir úr bakvarðasveitinni fóru sömuleiðis í sýnatöku en enginn greindist smitaður af Covid-19. Konan var nafngreind í nokkrum fjölmiðlum og ýmsar ásakanir komu fram. Presti var meðal annars sagt upp störfum hjá Þjóðkirkjunni eftir að hann greindi frá samskiptum sínum við Önnu Auroru. Biskup sagði hann hafa brotið trúnað við sóknarbarn. Í yfirlýsingu frá Jóni Bjarna Kristjánssyni, lögmanni Önnu Auroru í dag, segir að Anna hafi eins og margir svarað kalli sóttvarnayfirvalda og gefið kost á sér í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. Umfjöllun um Önnu hafi verið afar óvægin eftir að hún var handtekin og athugasemdir netverja ekki síður. Jón Bjarni segist hafa ráðið henni frá því að svara fjölmiðlum sem hafi sótt að henni. „Í einu yfirlýsingu Önnu, sem var gefin í apríl, lýsti hún fullvissu sinni að rannsókn lögreglu yrði til að hreinsa hana af ávirðingum þessum. Henni þykir miður að fjölmiðlar hafi ekki svarað kalli hennar þá að gæta stillingar í umfjöllun sinni þar til mál væri að fullu rannsakað,“ segir Jón Bjarni. Meðferð fjölmiðla hafi haft í för með sér algeran mannorðsmissi fyrir Önnu. Niðurlægjandi og meiðandi handtaka Þá vísar Jón Bjarni í brot úr erindi héraðssaksóknara þar sem segir: „Eins og rakið er hér að framan liggur fyrir að kærða tilgreindi í umsókn sinni um starf á Bergi að hún væri sjúkraliðanemi og í fyrirliggjandi ráðningarsamningi kærðu er starf kærðu tilgreint sem aðhlynning. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem gerir það líklegt að kærða hafi blekkt þá sem réðu hana til starfa og sagt þeim að hún væri menntuð sem hjúkrunarfræðingur eða að hún væri með aðra sambærilega menntun.“ Anna hafi nú loks verið hreinsuð af öllum sakáburði frá því á vormánuðum. „Nú tekur við hjá henni að endurheimta mannorð sitt og æru. Þá liggur fyrir að mikil vinna er fram undan við að sækja bætur og ómerkja rangindi og ærumeiðingar sem fjölmiðlar og netverjar hafa viðhaft um hana. Þá mun hún jafnframt höfða mál á hendur íslenska ríkinu fyrir handtöku hennar sem var algjörlega tilefnislaus og fór fram á óþarflega niðurlægjandi og meiðandi hátt.“ Bolungarvík Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. 2. desember 2020 13:05 Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Greint var frá því 10. apríl að kona úr bakvarðarsveit Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefði verið handtekin. Sú hafði starfað í nokkra daga á hjúkrunarheimilinu en hún hafði skráð sig í bakvarðasveit sem sjúkraliði. Gylfi Ólafsson, forstjóri HVE, sagði að málið hefði verið tilkynnt til lögreglu um leið og það kom upp. Málið kom upp á viðkvæmum tíma enda hafði verið óskað eftir bakvörðum til starfa í Bolungarvík eftir að hópsýking kom upp á Bergi. Færð í fangageymslur á Ísafirði „Þetta er auðvitað hörmulegt atvik. Okkur fannst við vera að ná vopnum okkar en svo kemur þetta ofan í allt sem á undan er gengið. Skjölum um menntun og starfsreynslu var safnað þegar bakvarðasveitin var sett saman, en við höfum því miður ástæðu til að halda að hún hafi framvísað fölsuðum gögnum,“ var haft eftir Gylfa í tilkynningu. Konan var færð í fangageymslur á Ísafirði og var tekið úr henni sýni vegna mögulegs Covid-19 smits. Allir úr bakvarðasveitinni fóru sömuleiðis í sýnatöku en enginn greindist smitaður af Covid-19. Konan var nafngreind í nokkrum fjölmiðlum og ýmsar ásakanir komu fram. Presti var meðal annars sagt upp störfum hjá Þjóðkirkjunni eftir að hann greindi frá samskiptum sínum við Önnu Auroru. Biskup sagði hann hafa brotið trúnað við sóknarbarn. Í yfirlýsingu frá Jóni Bjarna Kristjánssyni, lögmanni Önnu Auroru í dag, segir að Anna hafi eins og margir svarað kalli sóttvarnayfirvalda og gefið kost á sér í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. Umfjöllun um Önnu hafi verið afar óvægin eftir að hún var handtekin og athugasemdir netverja ekki síður. Jón Bjarni segist hafa ráðið henni frá því að svara fjölmiðlum sem hafi sótt að henni. „Í einu yfirlýsingu Önnu, sem var gefin í apríl, lýsti hún fullvissu sinni að rannsókn lögreglu yrði til að hreinsa hana af ávirðingum þessum. Henni þykir miður að fjölmiðlar hafi ekki svarað kalli hennar þá að gæta stillingar í umfjöllun sinni þar til mál væri að fullu rannsakað,“ segir Jón Bjarni. Meðferð fjölmiðla hafi haft í för með sér algeran mannorðsmissi fyrir Önnu. Niðurlægjandi og meiðandi handtaka Þá vísar Jón Bjarni í brot úr erindi héraðssaksóknara þar sem segir: „Eins og rakið er hér að framan liggur fyrir að kærða tilgreindi í umsókn sinni um starf á Bergi að hún væri sjúkraliðanemi og í fyrirliggjandi ráðningarsamningi kærðu er starf kærðu tilgreint sem aðhlynning. Ekkert hefur komið fram við rannsókn málsins sem gerir það líklegt að kærða hafi blekkt þá sem réðu hana til starfa og sagt þeim að hún væri menntuð sem hjúkrunarfræðingur eða að hún væri með aðra sambærilega menntun.“ Anna hafi nú loks verið hreinsuð af öllum sakáburði frá því á vormánuðum. „Nú tekur við hjá henni að endurheimta mannorð sitt og æru. Þá liggur fyrir að mikil vinna er fram undan við að sækja bætur og ómerkja rangindi og ærumeiðingar sem fjölmiðlar og netverjar hafa viðhaft um hana. Þá mun hún jafnframt höfða mál á hendur íslenska ríkinu fyrir handtöku hennar sem var algjörlega tilefnislaus og fór fram á óþarflega niðurlægjandi og meiðandi hátt.“
Bolungarvík Lögreglumál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. 2. desember 2020 13:05 Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53 „Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23 Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Sjá meira
Bakvörðurinn á Bergi verður ekki ákærður Kona sem var grunuð um að hafa villt á sér heimildir sem bakvörður á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins verður ekki ákærð. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari við Vísi. 2. desember 2020 13:05
Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53
„Algjört áfall“ að frétta af því að bakvörðurinn væri grunaður um svik Agnes Veronika Hauksdóttir segir það hafa verið mikið áfall að heyra af því að kona úr bakvarðasveitinni væri grunuð um skjalafals og lyfjastuld. 11. apríl 2020 21:23