Vilja að beðist verði afsökunar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. desember 2020 15:15 Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Þrettán þingmenn tveggja flokka hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi lýsi því yfir að rangt hafi verið að samþykkja málshöfðun gegn fjórum ráðherrum í september 2010 vegna starfa þeirra í ríkisstjórn Íslands fyrir efnahagshrunið. Auk þess eigi ráðherrarnir skilið afsökunarbeiðni. Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var eini ráðherrann sem var ákærður og færður fyrir landsdóm. Þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra voru ekki ákærð. Sambærileg þingsályktunartillaga hefur tvívegis áður verið lögð fram. Þingflokkur Miðflokksins stendur að baki tillögunni auk fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Í tillögu segir að lagt sé til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun á hendur ráðherrum vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis, að ranglega hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu um tillöguna og að rangt hafi verið að samþykkja hana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar sem lögð var fram í dag.Vísir/Vilhelm Enn fremur er lagt til að Alþingi álykti að þeir fyrrverandi ráðherrar sem upphaflega þingsályktunartillagan beindist gegn, og sá ráðherra sem loks var ákveðið að höfða mál gegn, verðskuldi afsökunarbeiðni frá hlutaðeigandi aðilum. Í tillögunni segir að niðurstaða Landsdóms sýni að ekki hafi verið tilefni til ákæru og að atkvæðagreiðsla um málshöfðun hafi farið eftir pólitískum línum. „Mikilvægt er að árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi,“ segir í greinargerð. Þá segir að lýðræðislegu stjórnarfari landsins standi ógn af því að reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot. Alþingi Hrunið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra var eini ráðherrann sem var ákærður og færður fyrir landsdóm. Þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi utanríkisráðherra, Björgvin G. Sigurðsson fyrrverandi viðskiptaráðherra og Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra voru ekki ákærð. Sambærileg þingsályktunartillaga hefur tvívegis áður verið lögð fram. Þingflokkur Miðflokksins stendur að baki tillögunni auk fjögurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Í tillögu segir að lagt sé til að Alþingi álykti að rangt hafi verið að leggja til málshöfðun á hendur ráðherrum vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis, að ranglega hafi verið staðið að atkvæðagreiðslu um tillöguna og að rangt hafi verið að samþykkja hana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar sem lögð var fram í dag.Vísir/Vilhelm Enn fremur er lagt til að Alþingi álykti að þeir fyrrverandi ráðherrar sem upphaflega þingsályktunartillagan beindist gegn, og sá ráðherra sem loks var ákveðið að höfða mál gegn, verðskuldi afsökunarbeiðni frá hlutaðeigandi aðilum. Í tillögunni segir að niðurstaða Landsdóms sýni að ekki hafi verið tilefni til ákæru og að atkvæðagreiðsla um málshöfðun hafi farið eftir pólitískum línum. „Mikilvægt er að árétta að dómsvaldi megi aldrei beita í pólitískum tilgangi,“ segir í greinargerð. Þá segir að lýðræðislegu stjórnarfari landsins standi ógn af því að reynt sé að fá starfandi eða fyrrverandi stjórnmálamenn dæmda til fangelsisvistar vegna pólitískra aðgerða eða aðgerðaleysis án þess að um hafi verið að ræða ásetning um brot.
Alþingi Hrunið Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira