Séra Skírnir stefnir Agnesi og þjóðkirkjunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2020 16:48 Allt stefnir í að biskup og Séra Skírnir takist á fyrir dómstólum. Vísir Fyrrverandi héraðsprestur á Suðurlandi hefur stefnt biskupi Íslands og þjóðkirkjunni og fer fram á tæplega tíu milljónir króna í miska- og skaðabætur. Hann telur þau bera ábyrgð á skaða sem hann hafi hlotið vegna færslu í embætti árið 2015, í kjölfar kvörtunar hans vegna eineltis, og svo brottrekstri úr kirkjunni fyrr á árinu. Mannlíf greindi frá þessu í gær .Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Héraðssaksóknari hefur ákveðið að ákæra ekki konuna og segist hún ætla í skaðabótamál við ríkið vegna handtökunnar. Sömuleiðis ætli hún að stefna fjölmiðlum og netverjum vegna umfjöllunar og orða um málið. Biskup sagði um trúnaðarbrot að ræða Séra Skírnir sagði í viðtali við Vísi, eftir að konan hafði verið handtekin, að hún hefði beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan hefði kært hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Skírnir sagðist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hefði íhugað að láta lögreglu vita en látið það ógert. Hann hefði þó talað við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og upplýsti hann um hver væri þar á ferð. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ sagði Agnes. Var ráðningarsambandi þjóðkirkjunnar við Skírni rift. Iðraðist brots síns Séra Skírnir óskaði í framhaldi eftir því að fá að snúa aftur til starfa. „Ég iðrast þess að hafa brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum þarna um kvöldið, nú um daginn. Þetta var fljótfærni og gert í framhaldi af meinlausri fyrirspurn, ég las ekki yfir próförk fréttarinnar sem svo birtist og ég áttaði mig um seinan á að þetta væri alvarlegt mál,“ sagði í kröfubréfi Skírnis til biskups. „Fyrrnefnt brot mitt er tengt þessum kringumstæðum, og kannski flaut úr bikar mínum í símtalinu við blaðakonuna, þetta var ekki fyrir fram ákveðið brot,“ skrifaði Skírnir enn fremur. Biskup stóð við sitt en Skírnir var á launum hjá þjóðkirkjunni út skipunartíma sinn sem lauk í gær. Biskup og kirkjan beri sameiginlega ábyrgð Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna Skírnis í málaferlunum við Agnesi biskup og Þjóðkirkjuna. Hann segir að honum virðist sem svo gott sem öll lög og allar þær reglur sem Þjóðkirkjunni og biskup hafi borið að fylgja við meðferð mála séra Skírnis hafi verið brotin. „Þetta mál er höfðað gegn Þjóðkirkjunni og biskupi persónulega þar sem þau bera sameiginlega ábyrgð á því tjóni sem Skírnir telur sig hafa orðið fyrir. Annars vegar hefur hann orðið fyrir tekjumissi vegna þessara aðgerða allra. Hins vegar telur hann að framganga biskups og kirkjunnar gagnvart honum hafi verið með þeim hætti að hann eigi rétt til miskabóta úr þeirra hendi,“ segir Sigurður Kári við Mannlíf. Þjóðkirkjan Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Mannlíf greindi frá þessu í gær .Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Héraðssaksóknari hefur ákveðið að ákæra ekki konuna og segist hún ætla í skaðabótamál við ríkið vegna handtökunnar. Sömuleiðis ætli hún að stefna fjölmiðlum og netverjum vegna umfjöllunar og orða um málið. Biskup sagði um trúnaðarbrot að ræða Séra Skírnir sagði í viðtali við Vísi, eftir að konan hafði verið handtekin, að hún hefði beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Konan hefði kært hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Skírnir sagðist hafa vitað af henni í bakvarðasveitinni eftir að sýnt var frá þyrlu Landhelgisgæslunnar flytja bakverði vestur í Bolungarvík. Hann hefði íhugað að láta lögreglu vita en látið það ógert. Hann hefði þó talað við Gylfa Ólafsson, forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og upplýsti hann um hver væri þar á ferð. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sagði í kjölfarið að það blasti við sér að um trúnaðarbrot væri að ræða. „Prestar búa yfir þagnarskyldu og þarna er verið að rjúfa hana að mínum skilningi,“ sagði Agnes. Var ráðningarsambandi þjóðkirkjunnar við Skírni rift. Iðraðist brots síns Séra Skírnir óskaði í framhaldi eftir því að fá að snúa aftur til starfa. „Ég iðrast þess að hafa brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum þarna um kvöldið, nú um daginn. Þetta var fljótfærni og gert í framhaldi af meinlausri fyrirspurn, ég las ekki yfir próförk fréttarinnar sem svo birtist og ég áttaði mig um seinan á að þetta væri alvarlegt mál,“ sagði í kröfubréfi Skírnis til biskups. „Fyrrnefnt brot mitt er tengt þessum kringumstæðum, og kannski flaut úr bikar mínum í símtalinu við blaðakonuna, þetta var ekki fyrir fram ákveðið brot,“ skrifaði Skírnir enn fremur. Biskup stóð við sitt en Skírnir var á launum hjá þjóðkirkjunni út skipunartíma sinn sem lauk í gær. Biskup og kirkjan beri sameiginlega ábyrgð Sigurður Kári Kristjánsson gætir hagsmuna Skírnis í málaferlunum við Agnesi biskup og Þjóðkirkjuna. Hann segir að honum virðist sem svo gott sem öll lög og allar þær reglur sem Þjóðkirkjunni og biskup hafi borið að fylgja við meðferð mála séra Skírnis hafi verið brotin. „Þetta mál er höfðað gegn Þjóðkirkjunni og biskupi persónulega þar sem þau bera sameiginlega ábyrgð á því tjóni sem Skírnir telur sig hafa orðið fyrir. Annars vegar hefur hann orðið fyrir tekjumissi vegna þessara aðgerða allra. Hins vegar telur hann að framganga biskups og kirkjunnar gagnvart honum hafi verið með þeim hætti að hann eigi rétt til miskabóta úr þeirra hendi,“ segir Sigurður Kári við Mannlíf.
Þjóðkirkjan Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira