Fótbolti

Fleiri til rannsóknar vegna andláts Maradona

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitilsins árið 1986.
Diego Maradona leiddi Argentínu til heimsmeistaratitilsins árið 1986. Getty/Jean-Yves Ruszniewski

Fleiri eru nú til rannsóknar í tengslum við andlát knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona, sem lést af völdum hjartaáfalls í nóvember sl.

Lögregluyfirvöld rannsaka dauðsfallið sem mögulegt manndráp af gáleysi en engin ákæra hefur verið gefin út enn sem komið er.

Í gær gerðu yfirvöld húsleit hjá Augustina Cosachov, geðlækni Maradona, en áður hafði verið framkvæmd húsleit hjá Leopoldo Luque, einkalækni knattspyrnumannsins. 

Luque gerði aðgerð á Maradona vegna blóðtappa í heila 3. nóvember sl. en Maradona var útskrifaður 11. nóvember og lést 25. nóvember.

CNN hefur eftir lögmanni Cosachov að húsleitirnar komi ekki á óvart og séu alvanalegar við rannsókn dauðsfalla. Lögmaðurinn sagði við argentíska miðla að geðlæknirinn væri mjög öruggur með þá læknisfræðilegu meðferð sem hún hefði veitt Maradona.

Knattspyrnustjarnan glímdi við vímuefnafíkn og -misnotkun og fór ekki alltaf að læknisráði, að sögn Luque, sem taldi til sig vina hans.


Tengdar fréttir

Agu­ero miður sín eftir and­lát Mara­dona

Sergio Aguero, framherji Man. City, er enn miður sín eftir andlát Diego Maradona fyrr í vikunni. Þetta staðfesti Pep Guardiola, stjóri liðsins, á blaðamannafundi fyrir leik helgarinnar.

Krefst rannsóknar á láti Maradona

Matias Morla, lögmaður og vinur Diegos Maradona, lýsir þeirri heilbrigðisþjónustu sem Maradona naut sem glæpsamlegri vitleysu og krefst þess að lát hans verði rannsakað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×