Obama treystir Fauci og segist myndu láta sjónvarpa bólusetningu sinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2020 23:33 Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, sendi nýverið frá sér bókina A Promised Land en um er að ræða fyrra bindið af tveimur um árin í Hvíta húsinu. epa/Dennis Brack Barack Obama, fyrrum Bandaríkjaforseti, segist hiklaust munu láta bólusetja sig ef Anthony Fauci, æðsti sóttvarnasérfræðingurinn vestanhafs, segir það óhætt. Obama sagðist jafnvel myndu láta taka bólusetninguna upp og sjónvarpa henni til að sýna það traust sem hann ber til ráðlegginga vísindamanna. Ummælin lét forsetinn fyrrverandi falla í viðtali við The Joe Madison Show á Sirius XM en það var tekið upp í dag og verður birt á morgun. „Fólk eins og Anthony Fauci, sem ég þekki og hef unnið með; ég treysti því fullkomlega,“ sagði Obama. „Þannig að ef Anthony Fauci segir mér að bóluefnið sé öruggt og geti gert þig ónæman fyrir Covid, þá mun ég hiklaust þiggja bólusetningu.“ Let’s all do our part this Thanksgiving to keep people safe and healthy. Celebrate virtually, if you can. Wear a mask. And as always, listen to the experts. The choices you make could save lives.— Barack Obama (@BarackObama) November 25, 2020 Biðlar sérstaklega til svartra „Ég lofa þér því að þegar það verður aðgengilegt fólki sem er í minni áhættu þá mun ég láta bólusetja mig,“ hélt Obama áfram. „Ég gæti endað á því að fá bóluefnið í sjónvarpinu eða á því að láta taka bólusetninguna upp, til að sýna fólki að ég treysti þessum vísindum.“ Obama sagðist meðvitaður um efasemdir svartra gagnvart bóluefnunum, sérstaklega í ljósi sögu læknavísindanna vestanhafs og vísaði m.a. til þess þegar rannsakendur á vegum hins opinbera fylgdust með fátækum, svörtum mönnum í 40 ár án þess að upplýsa þá um að þeir væru með sárasótt. Hann hvatti svarta hins vegar til að þiggja bólusetningu ef sérfræðingar segðu bóluefnin örugg og minnti á að smit og dauðsföll af völdum Covid-19 væru tíðari meðal minnihlutahópa. Fleiri en 13 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með sjúkdóminn og 272 þúsund látist. Politico greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Barack Obama Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Obama sagðist jafnvel myndu láta taka bólusetninguna upp og sjónvarpa henni til að sýna það traust sem hann ber til ráðlegginga vísindamanna. Ummælin lét forsetinn fyrrverandi falla í viðtali við The Joe Madison Show á Sirius XM en það var tekið upp í dag og verður birt á morgun. „Fólk eins og Anthony Fauci, sem ég þekki og hef unnið með; ég treysti því fullkomlega,“ sagði Obama. „Þannig að ef Anthony Fauci segir mér að bóluefnið sé öruggt og geti gert þig ónæman fyrir Covid, þá mun ég hiklaust þiggja bólusetningu.“ Let’s all do our part this Thanksgiving to keep people safe and healthy. Celebrate virtually, if you can. Wear a mask. And as always, listen to the experts. The choices you make could save lives.— Barack Obama (@BarackObama) November 25, 2020 Biðlar sérstaklega til svartra „Ég lofa þér því að þegar það verður aðgengilegt fólki sem er í minni áhættu þá mun ég láta bólusetja mig,“ hélt Obama áfram. „Ég gæti endað á því að fá bóluefnið í sjónvarpinu eða á því að láta taka bólusetninguna upp, til að sýna fólki að ég treysti þessum vísindum.“ Obama sagðist meðvitaður um efasemdir svartra gagnvart bóluefnunum, sérstaklega í ljósi sögu læknavísindanna vestanhafs og vísaði m.a. til þess þegar rannsakendur á vegum hins opinbera fylgdust með fátækum, svörtum mönnum í 40 ár án þess að upplýsa þá um að þeir væru með sárasótt. Hann hvatti svarta hins vegar til að þiggja bólusetningu ef sérfræðingar segðu bóluefnin örugg og minnti á að smit og dauðsföll af völdum Covid-19 væru tíðari meðal minnihlutahópa. Fleiri en 13 milljónir Bandaríkjamanna hafa greinst með sjúkdóminn og 272 þúsund látist. Politico greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Lyf Heilbrigðismál Barack Obama Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira