Forstjóri CDC spáir erfiðasta vetrinum í lýðheilsusögu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2020 06:16 Robert Redfield var ómyrkur í máli þegar hann fór yfir þróun Covid-19 faraldursins í Bandaríkjunum. epa/Chris Kleponis Robert Redfield, forstjóri bandarísku sóttvarnastofnunarinnar (CDC), varar við því að veturinn gæti orðið sá erfiðasti í lýðheilsusögu Bandaríkjanna. Spáir hann því að dauðsföll vestanhafs af völdum Covid-19 gætu náð 450 þúsundum í febrúar. „Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira
„Sannleikurinn er sá að desember, janúar og febrúar verða erfiðir,“ sagði Redfield þegar hann ávarpaði Chamber of Commerce Foundation. „Ég held raunar að þeir verði erfiðasti tíminn í lýðheilsusögu þjóðarinnar.“ Redfield sagði stöðu faraldurins þá að dagleg dauðsföll teldu 1.500 til 2.500 og að fjöldi látinna gæti farið úr 272 þúsund nú í 450 þúsund í febrúarbyrjun. Hann sagði þessa þróun mála þó ekki óhjákvæmilega. „Við erum ekki varnalaus. Sannleikurinn er sá að það er hægt að draga úr skaðanum. En það dugir ekki ef bara helmingur okkar gerir það sem gera þarf. Og líklega ekki ef þrír fjórðu gera það.“ Tími deilna um gildi grímunotkunar er liðinn Í erindi sínu vísaði Redfield í skýrslu CDC um handahófsathuganir sem leiddu í ljós að í sýslum þar sem grímuskyldu var komið á fækkaði nýjum tilfellum um 6%, á meðan tilfellum fjölgaði um 100% annars staðar. Þá gagnrýndi hann misvísandi skilaboð frá Donald Trump Bandaríkjaforseta og Scott Atlas, fyrrum ráðgjafa forsetans í málefnum er varða Covid-19, en báðir gerðu lítið úr þeim sem notuðu grímur og drógu mikilvægi þeirra í efa. Redfield sagði upplýsingaóreiðu af þessu tagi vandamál þegar kæmi að aðgerðum til að draga úr útbreiðslu SARS-CoV-2. „Þegar þú vilt fá alla um borð þá verður þú að senda skýr, sameiginleg og ákveðin skilaboð,“ sagði hann. „Það að við vorum enn að deila um gildi grímunotkunar í sumar var vandamál.“ Redfield sagði tíma deilna um mikilvægi grímanna liðinn og sagði þær ekki síst mikilvægar til að verja fólk eldra en 40 ára fyrir einstaklingum undir 40 ára, sem væru minna líklegir til að sýna dæmigerð einkenni Covid-19. Sóttvarnayfirvöld ítrekuðu í dag að fólk ætti að forðast að ferðast yfir hátíðirnar. „Það besta sem Bandaríkjamenn geta gert yfir hátíðirnar er að vera heima og forðast ferðalög,“ sagði Henry Walke, sem hefur yfirumsjón með daglegum aðgerðum CDC vegna Covid-19. New York Times sagði frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Innlent Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Erlent Alvarlegt bílslys við Þrastarlund og þrír fluttir með þyrlunni Innlent Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Sjá meira