Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. desember 2020 11:31 Togarinn Baldvin Njálsson var smíðaður á Spáni árið 1990 og fagnar því 30 ára afmæli sínu í ár. Nesfiskur Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans. RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira