Búa til bætiefni fyrir búfé úr salti frá fiskvinnslum Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2020 21:51 Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson eiga fyrirtækið Kalksalt ehf. á Flateyri. Egill Aðalsteinsson Lítið fjölskyldufyrirtæki á Vestfjörðum endurnýtir salt frá fiskvinnslum og býr til saltsteina fyrir búfé. Eigendurnir segja fyrirtækið á fljúgandi siglingu því bændur vilji íslenska vöru. Í skemmu við höfnina á Flateyri voru þau Sæbjörg Freyja Gísladóttir og maður hennar Eyvindur Atli Ásvaldsson að búa sendingu til kaupenda. Varan er endurunnið salt. „Salt frá fiskvinnslum, meðal annars Odda frá Patreksfirði. Við erum að endurnýta salt sem annars væri hent, sem er búið að nota í fisk, og steypa úr því saltbætifötur fyrir skepnur,“ segir Sæbjörg Freyja, forstjóri Kalksalts, í fréttum Stöðvar 2. Eyvindur búinn að hlaða jeppann af bætiefnafötum sem eru á leið til bænda.Egill Aðalsteinsson Þau blanda svo í saltið allskyns bætiefnum, eins og vítamínum, kalkþörungum, melassa og hvítlauk. „Þetta er fyrir sauðfé, nautgripi og hesta. Og einstaka geitur hafa fengið þetta líka,“ segir Eyvindur Atli, sem er kokkur á Hótel Ísafirði að aðalstarfi, en kallar sig þrælinn í þessu verkefni. Þau keyptu fyrirtækið í fyrra og keppa við innflutta saltsteina. Sæbjörg sýnir kalksaltsteina sem búið er að blanda með melassa.Egill Aðalsteinsson „Allar aðrar bætiefnafötur og saltsteinar eru innflutt. Þessvegna er fyrirtækið okkar bara á fljúgandi siglingu núna. Af því að bændur – og allir – við viljum versla bara íslenska vöru,“ segir Sæbjörg. Meira í frétt Stöðvar 2: Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Í skemmu við höfnina á Flateyri voru þau Sæbjörg Freyja Gísladóttir og maður hennar Eyvindur Atli Ásvaldsson að búa sendingu til kaupenda. Varan er endurunnið salt. „Salt frá fiskvinnslum, meðal annars Odda frá Patreksfirði. Við erum að endurnýta salt sem annars væri hent, sem er búið að nota í fisk, og steypa úr því saltbætifötur fyrir skepnur,“ segir Sæbjörg Freyja, forstjóri Kalksalts, í fréttum Stöðvar 2. Eyvindur búinn að hlaða jeppann af bætiefnafötum sem eru á leið til bænda.Egill Aðalsteinsson Þau blanda svo í saltið allskyns bætiefnum, eins og vítamínum, kalkþörungum, melassa og hvítlauk. „Þetta er fyrir sauðfé, nautgripi og hesta. Og einstaka geitur hafa fengið þetta líka,“ segir Eyvindur Atli, sem er kokkur á Hótel Ísafirði að aðalstarfi, en kallar sig þrælinn í þessu verkefni. Þau keyptu fyrirtækið í fyrra og keppa við innflutta saltsteina. Sæbjörg sýnir kalksaltsteina sem búið er að blanda með melassa.Egill Aðalsteinsson „Allar aðrar bætiefnafötur og saltsteinar eru innflutt. Þessvegna er fyrirtækið okkar bara á fljúgandi siglingu núna. Af því að bændur – og allir – við viljum versla bara íslenska vöru,“ segir Sæbjörg. Meira í frétt Stöðvar 2:
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46 Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46 Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Sjá meira
Efla atvinnulíf á Flateyri með vinnslu sæbjúgna Iðnaðarmenn standsetja þessa dagana sæbjúgnavinnslu á Flateyri sem ætlað er að verða stærsta fyrirtæki byggðarinnar. Vinnslan á að hefjast um miðjan desember og vonast er til að með henni skapist á þriðja tug nýrra starfa. 26. nóvember 2020 22:46
Önfirski orkubóndinn segir að það þurfi lítið að smala Tveir bændur úr Önundarfirði, sem áður stunduðu sauðfjárrækt, kúabúskap og loðdýrarækt, eru alfarið orðnir raforkubændur. Þeir eru búnir að reisa þrjár smávirkjanir fyrir vestan og segjast lítið þurfa að smala. 2. desember 2020 22:46