Vandræði við bóluefnaframleiðslu Pfizer Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 22:07 Framleiðsla við bóluefni Pfizer og BioNTech hefur frestast vegna skorts á hráefnum í efnið. Aðeins helmingi þeirra skammta sem dreifa átti fyrir árslok verður dreift. Getty/Tayfun Coskun Lyfjaframleiðandinn Pfizer gerir ráð fyrir því að geta aðeins dreift helmingi þeirra Covid-19 bóluefnaskammta sem dreifa átti fyrir lok þessa árs. Að sögn framleiðandans er það vegna vandamála sem upp hafa komið við framleiðslu hráefna, sem nauðsynleg eru bóluefninu. Pfizer gerir þó ráð fyrir því að dreifa meira en milljarði skammta árið 2021. Pfizer og þýska lyfjafyrirtækið BioNTech, sem framleiðir bóluefnið með Pfizer, vonuðust til þess að geta dreift 100 milljón bóluefnaskömmtum fyrir árslok en miðað við nýjustu vendingar munu það aðeins verða 50 milljón skammtar. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal. Bresk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í gær að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech og verður það þar með fyrsta ríkið á Vesturlöndum til að hefja dreifingu efnisins. Bretland hefur pantað 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, sem mun nýtast í að bólusetja 20 milljón manns, en tvo skammta þarf til bólusetningar. Yfirvöld á Bretlandi lýstu því yfir í nóvembermánuði að þau stefndu á að fá allt að 10 milljón bóluefnaskammta á þessu ári, en nú er talið að fjórar eða fimm milljónir skammta berist til Bretlands fyrir árslok. Hófu aukna framleiðslu hráefna fyrr en vanalega Bóluefni Pfizer og BioNTech er einnig í skoðun hjá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, og gert er ráð fyrir því að leyfi fyrir notkun efnisins verði gefið út um miðjan mánuðinn og að dreifing hefjist fyrir árslok. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er einnig með bóluefni frá Cambridge háskóla og Moderna í skoðun og gæti dreifing á því hafist fyrir jól. Pfizer kaupir hráefni í bóluefnið frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu en erfitt hefur reynst að auka framleiðslu á efnunum undanfarinn mánuð. Aukin framleiðsla hráefnanna hófst áður en leyfi fékkst fyrir notkun bóluefnisins, en undir venjulegum kringumstæðum myndu lyfjafyrirtæki bíða með það þar til efnið hefur fengið leyfi. Bandaríkjastjórn hefur pantað 100 milljón skammta af bóluefni Pfizer, en hefur svigrúm til að panta 500 milljón skammta til viðbótar. Ríkisstjórn Íslands hefur einnig skrifað undir samning við Pfizer um kaup á 85 þúsund skömmtum af efninu. Þá hefur Evrópusambandið pantað 200 milljón skammta af bóluefninu með svigrúm fyrir aukalegum 100 milljón skömmtum. Japan hefur pantað 120 milljón bóluefnaskammta og ríki í Suður-Ameríku og í Kyrrahafinu hafa einnig lagt inn stórar pantanir fyrir efninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Pfizer gerir þó ráð fyrir því að dreifa meira en milljarði skammta árið 2021. Pfizer og þýska lyfjafyrirtækið BioNTech, sem framleiðir bóluefnið með Pfizer, vonuðust til þess að geta dreift 100 milljón bóluefnaskömmtum fyrir árslok en miðað við nýjustu vendingar munu það aðeins verða 50 milljón skammtar. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal. Bresk heilbrigðisyfirvöld ákváðu í gær að heimila notkun bóluefnisins frá Pfizer og BioNTech og verður það þar með fyrsta ríkið á Vesturlöndum til að hefja dreifingu efnisins. Bretland hefur pantað 40 milljón skammta af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech, sem mun nýtast í að bólusetja 20 milljón manns, en tvo skammta þarf til bólusetningar. Yfirvöld á Bretlandi lýstu því yfir í nóvembermánuði að þau stefndu á að fá allt að 10 milljón bóluefnaskammta á þessu ári, en nú er talið að fjórar eða fimm milljónir skammta berist til Bretlands fyrir árslok. Hófu aukna framleiðslu hráefna fyrr en vanalega Bóluefni Pfizer og BioNTech er einnig í skoðun hjá lyfjaeftirliti Bandaríkjanna, og gert er ráð fyrir því að leyfi fyrir notkun efnisins verði gefið út um miðjan mánuðinn og að dreifing hefjist fyrir árslok. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna er einnig með bóluefni frá Cambridge háskóla og Moderna í skoðun og gæti dreifing á því hafist fyrir jól. Pfizer kaupir hráefni í bóluefnið frá fyrirtækjum í Bandaríkjunum og Evrópu en erfitt hefur reynst að auka framleiðslu á efnunum undanfarinn mánuð. Aukin framleiðsla hráefnanna hófst áður en leyfi fékkst fyrir notkun bóluefnisins, en undir venjulegum kringumstæðum myndu lyfjafyrirtæki bíða með það þar til efnið hefur fengið leyfi. Bandaríkjastjórn hefur pantað 100 milljón skammta af bóluefni Pfizer, en hefur svigrúm til að panta 500 milljón skammta til viðbótar. Ríkisstjórn Íslands hefur einnig skrifað undir samning við Pfizer um kaup á 85 þúsund skömmtum af efninu. Þá hefur Evrópusambandið pantað 200 milljón skammta af bóluefninu með svigrúm fyrir aukalegum 100 milljón skömmtum. Japan hefur pantað 120 milljón bóluefnaskammta og ríki í Suður-Ameríku og í Kyrrahafinu hafa einnig lagt inn stórar pantanir fyrir efninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lyf Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56 Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59 Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Bólusetningar hefjist á fyrstu vikum næsta árs Heilbrigðisráðherra segir að bólusetningar við kórónuveirunni hefjist á fyrstu vikum næsta árs. Hjarðónæmi við veirunni geti orðið að veruleika strax á fyrsta ársfjórðungi. 3. desember 2020 17:56
Ríkið kaupir bóluefni af Pfizer fyrir 85 þúsund manns Skrifað verður undir samning Íslands við framleiðanda bóluefnis Pfizer í næstu viku um kaup á bóluefni sem dugar fyrir 85.000 einstaklinga. Vonir standa til að Pfizer fái skilyrt markaðsleyfi frá Lyfjastofnun Evrópu 29. desember þegar fjallað verður um hvort stofnunin geti mælt með því að lyfið verði tekið í notkun. 3. desember 2020 11:59
Segir ótímabært að gera ráð fyrir því að bólusetning hefjist fljótlega eftir áramót Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hvetur til raunhæfrar bjartsýni varðandi það hvenær bólusetning gegn Covid-19 hér á landi. Hann segir ótímabært að nánast gera ráð fyrir því að bólusetning geti hafist fljótlega eftir áramót og ekki sé hægt að ganga út frá því sem vísu. 3. desember 2020 11:40