Hló þegar hann var spurður hvort það væri mikilvægt að Trump mætti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2020 12:46 Biden sagðist hafa mestar áhyggjur af því hvernig það liti út gagnvart heimsbyggðinni ef Trump mætti ekki þegar hann sver embættiseiðinn. Anthony Fauci verður meðal helstu ráðgjafa nýs Bandaríkjaforseta og mun jafnframt áfram sinna hlutverki sínu sem helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna. Þetta var meðal þess sem kom fram í viðtali CNN við Joe Biden og Kamölu Harris í gær. Biden sagði enn fremur að hann myndi biðla til bandarísku þjóðarinnar um að bera grímu fyrstu 100 dagana eftir að hann tekur við forsetaembættinu. „Bara 100 dagar með grímu, ekki að eilífu. Eitt hundrað dagar. Og þá tel ég að við sjáum verulega fækkun,“ sagði hann. Covid-19 faraldurinn fer nú eins og eldur um sinu vestanhafs og Biden segist gera ráð fyrir að veiran verði hans helsta viðfangsefni fyrsta árið í Hvíta húsinu. Hann vinnur að því að skipa teymi sérfræðinga til að ráðleggja sér hvað þetta varðar og þá hyggst hann gefa út fyrirskipun um grímunotkum þar sem hann hefur vald til að koma henni á, t.d. í opinberum byggingum og flugvélum og rútum sem fara milli ríkja. Hyggst láta sjónvarpa bólusetningu sinni Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hafa þegar sagt að þeir muni láta bólusetja sig fyrir framan myndavélar þegar að því kemur og í viðtalinu við CNN sagðist Biden munu gera það sömuleiðis. „Mér finnst forverar mínir hafa sett fordæmi með því að segja: Þegar það liggur fyrir að [bólefnið] er öruggt þá, að sjálfsögðu, látum við bólusetja okkur og það er mikilvægt að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar.“ Biden, sem hefur átt gott samstarf við marga repúblikana í öldungadeildinni, sagðist skilja af hverju þeir hefðu setið á sér með að koma opinberlega fram og óska sér til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum. Margir hefðu þó haft samband á bakvið tjöldin. Trump að ákveða hvort hann mætir Biden hló þegar hann var spurður að því hvort það væri mikilvægt að fráfarandi forseti væri viðstaddur athöfnina þegar hann sver embættiseiðinn. Það væri Trump að ákveða hvað hann gerði og það skipti sig engu máli persónulega. Það „er mikilvægt að því leyti að við sýnum fram á endalok þessarar ringulreiðar sem hann hefur skapað; að það eigi sér stað friðsamleg valdaskipti þar sem mótherjarnir standa, takast í hendur og halda áfram,“ sagði Biden. Hann hefði fyrst og fremst áhyggjur af því hvaða skilaboð Bandaríkin væru að senda til heimsbyggðarinnar. Íranir megi ekki verða kjarnorkuveldi Um utanríkismál sagði nýkjörinn forseti erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif morðið á íranska kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh myndi hafa. Bandarísk yfirvöld telja að Ísrael hafi staðið að baki morðinu. Biden sagði eitt á hreinu: Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn en ljóst væri að Bandaríkjamenn gætu ekki farið þessa vegferð einir. „Þess vegna verðum við að vera hluti stærri hóps, sem tekur ekki bara á Íran heldur Rússlandi, Kína og mörgum öðrum málum.“ Ítarlega umfjöllun og myndskeið má finna á vef CNN. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Biden sagði enn fremur að hann myndi biðla til bandarísku þjóðarinnar um að bera grímu fyrstu 100 dagana eftir að hann tekur við forsetaembættinu. „Bara 100 dagar með grímu, ekki að eilífu. Eitt hundrað dagar. Og þá tel ég að við sjáum verulega fækkun,“ sagði hann. Covid-19 faraldurinn fer nú eins og eldur um sinu vestanhafs og Biden segist gera ráð fyrir að veiran verði hans helsta viðfangsefni fyrsta árið í Hvíta húsinu. Hann vinnur að því að skipa teymi sérfræðinga til að ráðleggja sér hvað þetta varðar og þá hyggst hann gefa út fyrirskipun um grímunotkum þar sem hann hefur vald til að koma henni á, t.d. í opinberum byggingum og flugvélum og rútum sem fara milli ríkja. Hyggst láta sjónvarpa bólusetningu sinni Bill Clinton, George W. Bush og Barack Obama hafa þegar sagt að þeir muni láta bólusetja sig fyrir framan myndavélar þegar að því kemur og í viðtalinu við CNN sagðist Biden munu gera það sömuleiðis. „Mér finnst forverar mínir hafa sett fordæmi með því að segja: Þegar það liggur fyrir að [bólefnið] er öruggt þá, að sjálfsögðu, látum við bólusetja okkur og það er mikilvægt að koma því til skila til bandarísku þjóðarinnar.“ Biden, sem hefur átt gott samstarf við marga repúblikana í öldungadeildinni, sagðist skilja af hverju þeir hefðu setið á sér með að koma opinberlega fram og óska sér til hamingju með sigurinn í forsetakosningunum. Margir hefðu þó haft samband á bakvið tjöldin. Trump að ákveða hvort hann mætir Biden hló þegar hann var spurður að því hvort það væri mikilvægt að fráfarandi forseti væri viðstaddur athöfnina þegar hann sver embættiseiðinn. Það væri Trump að ákveða hvað hann gerði og það skipti sig engu máli persónulega. Það „er mikilvægt að því leyti að við sýnum fram á endalok þessarar ringulreiðar sem hann hefur skapað; að það eigi sér stað friðsamleg valdaskipti þar sem mótherjarnir standa, takast í hendur og halda áfram,“ sagði Biden. Hann hefði fyrst og fremst áhyggjur af því hvaða skilaboð Bandaríkin væru að senda til heimsbyggðarinnar. Íranir megi ekki verða kjarnorkuveldi Um utanríkismál sagði nýkjörinn forseti erfitt að spá fyrir um hvaða áhrif morðið á íranska kjarnorkuvísindamanninum Mohsen Fakhrizadeh myndi hafa. Bandarísk yfirvöld telja að Ísrael hafi staðið að baki morðinu. Biden sagði eitt á hreinu: Íranir mættu ekki eignast kjarnorkuvopn en ljóst væri að Bandaríkjamenn gætu ekki farið þessa vegferð einir. „Þess vegna verðum við að vera hluti stærri hóps, sem tekur ekki bara á Íran heldur Rússlandi, Kína og mörgum öðrum málum.“ Ítarlega umfjöllun og myndskeið má finna á vef CNN.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira