Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Bjarni Halldór Janusson skrifar 4. desember 2020 13:31 Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs. Málið hefur einkum vakið athygli nú vegna þeirra aðstæða sem ríkja, en bent hefur verið á nauðsyn slíkrar þjónustu til að koma til móts við þann vanda sem margir glíma við vegna veirufaraldursins sem gengur yfir. Oft var þörf en nú er nauðsyn Í síðasta pistli var aðeins snert á þeim félagslegu afleiðingum sem veirufaraldurinn hefur haft í för með sér. Margir segjast glíma við kvíða og depurð vegna ástandsins, sem niðursveiflan í hagkerfinu stigmagnar enn frekar. Fregnir af smitum og dauðsföllum hafa vitanlega mikil áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, einkum fyrir þá sem syrgja ástvini og eiga um sárt að binda vegna fráfalls ástvina. Þar að auki eru félagslegar afleiðingar kreppu vel þekktar og ekki óalgengt að sjálfsvígum fjölgi á tímum sem þessum. Félagsleg einangrun fólks gerir skammdegisþunglyndið enn verra og því óhætt að segja að margir hefðu gagn af geðheilbrigðisaðstoð á viðráðanlegu verði. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra sem þekkist í heiminum, sér í lagi meðal ungs fólks og ekki síst meðal ungra karlmanna. Á Íslandi falla um og yfir 40 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári, eða 11-13 manns fyrir hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þá segja um 10% ungmenna á Íslandi að þau hafi einhvern tímann gert tilraun til sjálfsvígs. Þessi lýsing miðast raunar við þau gögn sem lágu fyrir áður en veirufaraldurinn hóf að valda ómetanlegum skaða í samfélaginu. Því er líklegt að þörfin hafi sjaldan verið meiri en einmitt núna. Mikilvægt er að bjóða öllum sjúklingum viðeigandi aðstoð vegna sálrænna veikinda sinna. Fyrst og fremst til að fyrirbyggja hið allra versta og draga úr sjálfsvígstíðni, en einnig til að tryggja aukin lífsgæði þeirra sem glíma við sálræn veikindi. Til að bregðast við sársaukafullum áföllum lífsins og hverfulleika tilverunnar er mikilvægt að sérhver einstaklingur geti leitað sér viðeigandi aðstoðar til að koma í veg fyrir að vanlíðan og depurð verði að alvarlegu þunglyndi, að áhyggjur verði að óhóflegum kvíða, og svo framvegis. Hérlendis mælist um fimmti hver kvenmaður á aldrinum 18-25 ára með þunglyndiseinkenni og sjálfsvíg er algengasta dánarorsök karlmanna í þeim aldurshópi. Svo virðist sem fjöldi fólks neiti sér um sálfræðiþjónustu af fjárhagsástæðum, en um 33% fólks telur sig ekki eiga efni á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta virðist sérstaklega eiga við um yngri aldurshópa. Oftast þarf einstaklingur með kvíða og þunglyndi að gera ráð fyrir að minnsta kosti 10-15 meðferðartímum hjá sálfræðingi. Algengast þykir að greiða hátt í 15.000 krónur fyrir hvern meðferðartíma og samkvæmt því yrðu bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar um 150.000 – 225.000 krónur. Fyrsta skref yfirvalda væri því að tryggja fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu eða annars konar sérfræðiþjónustu sem getur fyrirbyggt það að tímabundin sálarangist verði að alvarlegum geðsjúkdóm. Mikilvægt er þó að hafa í huga ólíka orsakaþætti sem liggja að baki sálrænna veikinda, enda um fjölþættan vanda að ræða, þar sem veikindi af andlegum toga eru oftar en ekki flókin samsetning ólíkra kvilla og mjög mismunandi milli einstaklinga. Raunar væri réttast af okkur að horfa til sálrænna veikinda með sambærilegum hætti og við horfum til flókinna líffræðilegra sjúkdóma. Enga töfralausn er þar að finna og því þarf að veita sérhæfða þjónustu sem tekur mið af ólíkum aðstæðum og erfðaþáttum hverju sinni. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Á síðustu misserum hefur átt sér stað tímabær og þörf vitundarvakning í samfélaginu um geðheilbrigðismál. Frekari stuðningur yfirvalda og samfélagsins alls hlýtur að vera rökrétt framhald í þessum málaflokki. Mikilvægt er að almenningur hafi aðgang að eins fullnægjandi þjónustu og unnt er að veita hverju sinni og í því skyni verður að nýta kosti allra úrræða. Sagt er að besti mælikvarðinn á ágæti samfélags sé hvernig það hlúir að hinum bágstöddu. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði. Höfundur er stjórnmálaheimspekingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs. Málið hefur einkum vakið athygli nú vegna þeirra aðstæða sem ríkja, en bent hefur verið á nauðsyn slíkrar þjónustu til að koma til móts við þann vanda sem margir glíma við vegna veirufaraldursins sem gengur yfir. Oft var þörf en nú er nauðsyn Í síðasta pistli var aðeins snert á þeim félagslegu afleiðingum sem veirufaraldurinn hefur haft í för með sér. Margir segjast glíma við kvíða og depurð vegna ástandsins, sem niðursveiflan í hagkerfinu stigmagnar enn frekar. Fregnir af smitum og dauðsföllum hafa vitanlega mikil áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, einkum fyrir þá sem syrgja ástvini og eiga um sárt að binda vegna fráfalls ástvina. Þar að auki eru félagslegar afleiðingar kreppu vel þekktar og ekki óalgengt að sjálfsvígum fjölgi á tímum sem þessum. Félagsleg einangrun fólks gerir skammdegisþunglyndið enn verra og því óhætt að segja að margir hefðu gagn af geðheilbrigðisaðstoð á viðráðanlegu verði. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra sem þekkist í heiminum, sér í lagi meðal ungs fólks og ekki síst meðal ungra karlmanna. Á Íslandi falla um og yfir 40 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári, eða 11-13 manns fyrir hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þá segja um 10% ungmenna á Íslandi að þau hafi einhvern tímann gert tilraun til sjálfsvígs. Þessi lýsing miðast raunar við þau gögn sem lágu fyrir áður en veirufaraldurinn hóf að valda ómetanlegum skaða í samfélaginu. Því er líklegt að þörfin hafi sjaldan verið meiri en einmitt núna. Mikilvægt er að bjóða öllum sjúklingum viðeigandi aðstoð vegna sálrænna veikinda sinna. Fyrst og fremst til að fyrirbyggja hið allra versta og draga úr sjálfsvígstíðni, en einnig til að tryggja aukin lífsgæði þeirra sem glíma við sálræn veikindi. Til að bregðast við sársaukafullum áföllum lífsins og hverfulleika tilverunnar er mikilvægt að sérhver einstaklingur geti leitað sér viðeigandi aðstoðar til að koma í veg fyrir að vanlíðan og depurð verði að alvarlegu þunglyndi, að áhyggjur verði að óhóflegum kvíða, og svo framvegis. Hérlendis mælist um fimmti hver kvenmaður á aldrinum 18-25 ára með þunglyndiseinkenni og sjálfsvíg er algengasta dánarorsök karlmanna í þeim aldurshópi. Svo virðist sem fjöldi fólks neiti sér um sálfræðiþjónustu af fjárhagsástæðum, en um 33% fólks telur sig ekki eiga efni á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta virðist sérstaklega eiga við um yngri aldurshópa. Oftast þarf einstaklingur með kvíða og þunglyndi að gera ráð fyrir að minnsta kosti 10-15 meðferðartímum hjá sálfræðingi. Algengast þykir að greiða hátt í 15.000 krónur fyrir hvern meðferðartíma og samkvæmt því yrðu bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar um 150.000 – 225.000 krónur. Fyrsta skref yfirvalda væri því að tryggja fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu eða annars konar sérfræðiþjónustu sem getur fyrirbyggt það að tímabundin sálarangist verði að alvarlegum geðsjúkdóm. Mikilvægt er þó að hafa í huga ólíka orsakaþætti sem liggja að baki sálrænna veikinda, enda um fjölþættan vanda að ræða, þar sem veikindi af andlegum toga eru oftar en ekki flókin samsetning ólíkra kvilla og mjög mismunandi milli einstaklinga. Raunar væri réttast af okkur að horfa til sálrænna veikinda með sambærilegum hætti og við horfum til flókinna líffræðilegra sjúkdóma. Enga töfralausn er þar að finna og því þarf að veita sérhæfða þjónustu sem tekur mið af ólíkum aðstæðum og erfðaþáttum hverju sinni. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Á síðustu misserum hefur átt sér stað tímabær og þörf vitundarvakning í samfélaginu um geðheilbrigðismál. Frekari stuðningur yfirvalda og samfélagsins alls hlýtur að vera rökrétt framhald í þessum málaflokki. Mikilvægt er að almenningur hafi aðgang að eins fullnægjandi þjónustu og unnt er að veita hverju sinni og í því skyni verður að nýta kosti allra úrræða. Sagt er að besti mælikvarðinn á ágæti samfélags sé hvernig það hlúir að hinum bágstöddu. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði. Höfundur er stjórnmálaheimspekingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun