Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2020 14:00 Þættirnir Jólaboð með Evu eru sýndir á Stöð 2 öll sunnudagskvöld fram að jólum. Stöð 2 Í fyrsta þætti af Jólaboð með Evu, fengu áhorfendur að fylgjast með Evu Laufey baka rjómaostatoppa sem ættu að slá í gegn yfir hátíðarnar. Hér fyrir neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum en uppskriftina má líka finna neðar í fréttinni. Næsti þáttur af Jólaboð með Evu er á dagskrá á morgun, sunnudag klukkan 19:05 á Stöð 2. Klippa: Jólaboð með Evu - Rjómaostatoppar Uppskrift - Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði 220 g smjör 200 g hreinn rjómaostur 225 g púðursykur 225 g sykur 2 egg 2 tsk vanillusykur 600 g hveiti ½ tsk salt 3 tsk kanill 1 tsk lyftiduft 4 msk mjólk 100 g hvítt súkkulaði Til að rúlla deiginu í: 100 g sykur 2 tsk kanill Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjöri, rjómaosti og sykri saman þar til blandan verður kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið þurrefnin saman við deigið og hrærið vel. Hellið mjólkinni út í deigið í nokkrum skömmtum. Kælið deigið í 30 mínútur eða lengur. Mótið litlar kúlur með teskeiðum, rúllið upp úr kanilsykri og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 180°C (blástur) í 13 – 15 mínútur. Bræðið hvítt súkkulaði og hellið yfir kökurnar í lokin. Uppskriftir Smákökur Jól Eva Laufey Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Næsti þáttur af Jólaboð með Evu er á dagskrá á morgun, sunnudag klukkan 19:05 á Stöð 2. Klippa: Jólaboð með Evu - Rjómaostatoppar Uppskrift - Rjómaostatoppar með hvítu súkkulaði 220 g smjör 200 g hreinn rjómaostur 225 g púðursykur 225 g sykur 2 egg 2 tsk vanillusykur 600 g hveiti ½ tsk salt 3 tsk kanill 1 tsk lyftiduft 4 msk mjólk 100 g hvítt súkkulaði Til að rúlla deiginu í: 100 g sykur 2 tsk kanill Aðferð: Hitið ofninn í 180°C. Hrærið smjöri, rjómaosti og sykri saman þar til blandan verður kremkennd. Bætið eggjum út í, einu í einu og hrærið vel á milli. Setjið þurrefnin saman við deigið og hrærið vel. Hellið mjólkinni út í deigið í nokkrum skömmtum. Kælið deigið í 30 mínútur eða lengur. Mótið litlar kúlur með teskeiðum, rúllið upp úr kanilsykri og leggið á pappírsklædda ofnplötu. Bakið við 180°C (blástur) í 13 – 15 mínútur. Bræðið hvítt súkkulaði og hellið yfir kökurnar í lokin.
Uppskriftir Smákökur Jól Eva Laufey Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira