Tegnell biðst afsökunar á „óheppilegum“ ummælum um innflytjendur og Covid Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2020 23:15 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svíþjóðar. Claudio Bresciani/EPA Anders Tegnell sóttvarnalæknir Svíþjóðar baðst í dag afsökunar á orðum sínum um innflytjendur og tengsl þeirra við dreifingu kórónuveirunnar Í Svíþjóð. Tegnell segir orðalagið, sem hann notaði í sjónvarpsþætti á SVT í gærkvöldi, hafa verið „óheppilegt“. Tegnell var gestur umræðuþáttarins Aktuellt á SVT í gær og ræddi þar háa dánartíðni af völdum veirunnar í Svíþjóð miðað við hin Norðurlöndin. Þar sagði hann að Noregur og Finnland væru óvenjuleg á evrópskan mælikvarða í þessu samhengi. Ríkin séu tiltölulega fámenn og þar sé nokkuð dreifbýlt. Þá sagði Tegnell að í Noregi og Finnlandi væru „litlir hópar innflytjenda“ en innflytjendur hefðu verið „mjög virkir“ í mörgum löndum. Margir hafa skilið þessi ummæli á þann veg að Tegnell hefði ýjað að því að innflytjendur bæru mikla ábyrgð á dreifingu veirunnar í Svíþjóð og öðrum Evrópulöndum, hvar slíkir samfélagshópar eru fjölmennari en í Finnlandi og Noregi. Att personer med utländsk bakgrund i vårt samhälle drabbats hårdare av covid-19 bör inte tolkas som att vi hade haft väsentligt lägre smitta utan dessa personer, som t.ex ofta har yrken där distansarbete är svårt. Anpassade insatser i de områden/yrken som drabbas värst behövs.— Tove Fall (@FallTove) December 4, 2020 Tegnell segir í samtali við Aftonbladet í dag að orðalagið hafi verið „óheppilegt“. Það hefði ekki verið ætlunin að halda því fram að innflytjendur beri uppi dreifingu veirunnar. „Ég hef ætíð haldið því skýrt fram að sú sé ekki raunin. Þvert á móti er þetta hópur sem hefur átt undir högg að sækja af völdum sýkingarinnar,“ segir Tegnell. Í því samhengi nefnir hann að í Svíþjóð búi fleiri af erlendum uppruna en í nágrannalöndunum. Því miður sé það svo að veiran hafi komið verr niður á þessum hópi en Svíum sem ekki eiga rætur að rekja til útlanda. Sænsk yfirvöld hafa legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þau gripu til vægari sóttvarnaaðgerða en flest önnur Evrópuríki. Tala látinna í Svíþjóð er nú rúmlega sjö þúsund manns, mun hærri miðað við höfðatölu en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er þó nokkru lægra hlutfall en í stóru Evrópulöndunum þar sem ástandið hefur verið verst. Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. 26. nóvember 2020 16:16 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Tegnell var gestur umræðuþáttarins Aktuellt á SVT í gær og ræddi þar háa dánartíðni af völdum veirunnar í Svíþjóð miðað við hin Norðurlöndin. Þar sagði hann að Noregur og Finnland væru óvenjuleg á evrópskan mælikvarða í þessu samhengi. Ríkin séu tiltölulega fámenn og þar sé nokkuð dreifbýlt. Þá sagði Tegnell að í Noregi og Finnlandi væru „litlir hópar innflytjenda“ en innflytjendur hefðu verið „mjög virkir“ í mörgum löndum. Margir hafa skilið þessi ummæli á þann veg að Tegnell hefði ýjað að því að innflytjendur bæru mikla ábyrgð á dreifingu veirunnar í Svíþjóð og öðrum Evrópulöndum, hvar slíkir samfélagshópar eru fjölmennari en í Finnlandi og Noregi. Att personer med utländsk bakgrund i vårt samhälle drabbats hårdare av covid-19 bör inte tolkas som att vi hade haft väsentligt lägre smitta utan dessa personer, som t.ex ofta har yrken där distansarbete är svårt. Anpassade insatser i de områden/yrken som drabbas värst behövs.— Tove Fall (@FallTove) December 4, 2020 Tegnell segir í samtali við Aftonbladet í dag að orðalagið hafi verið „óheppilegt“. Það hefði ekki verið ætlunin að halda því fram að innflytjendur beri uppi dreifingu veirunnar. „Ég hef ætíð haldið því skýrt fram að sú sé ekki raunin. Þvert á móti er þetta hópur sem hefur átt undir högg að sækja af völdum sýkingarinnar,“ segir Tegnell. Í því samhengi nefnir hann að í Svíþjóð búi fleiri af erlendum uppruna en í nágrannalöndunum. Því miður sé það svo að veiran hafi komið verr niður á þessum hópi en Svíum sem ekki eiga rætur að rekja til útlanda. Sænsk yfirvöld hafa legið undir gagnrýni fyrir viðbrögð sín við faraldrinum. Þau gripu til vægari sóttvarnaaðgerða en flest önnur Evrópuríki. Tala látinna í Svíþjóð er nú rúmlega sjö þúsund manns, mun hærri miðað við höfðatölu en í nágrannalöndunum Noregi, Danmörku og Finnlandi. Það er þó nokkru lægra hlutfall en í stóru Evrópulöndunum þar sem ástandið hefur verið verst.
Svíþjóð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. 26. nóvember 2020 16:16 Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Svíar búast við hámarki bylgjunnar í desember Sóttvarnayfirvöld í Svíþjóð segjast búast við því að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú geisar þar nái hámarki sínu um miðjan desember. Þróun faraldursins velti þó á því að almenningur fylgi sóttvarnatilmælum. 26. nóvember 2020 16:16
Svíar takmarka samkomur við átta manns Sænsk stjórnvöld hafa boðað að frá og með 24. nóvember næstkomandi munu samkomutakmarkanir í landinu miða við átta manns. Að undanförnu hefur verið miðað við fimmtíu. 16. nóvember 2020 13:48
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“