Lífið

Hvítvínskonan var gestur á neyðarfundi almannavarna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hvítvínskonan á fundi almannavarna.
Hvítvínskonan á fundi almannavarna.

Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur í þættinum Föstudagskvöldi með Gumma Ben og Sóla á Stöð 2 í gærkvöldi. Hjálmar nýtur mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum auk þess sem hann treður reglulega upp í veislum í hlutverki hvítvínskonunnar svokölluðu.

Í þættinum í gærkvöld var sýnt atriði þar sem títtnefnd hvítvínskona var sérstakur gestur á neyðarfundi almannavarna. Þar voru Gummi Ben og Sóli Hólm í hlutverki kunnuglegra fulltrúa auk hvítvínskonunnar sem fór yfir mál sem hún taldi mikilvægt að ræða.

Atriðið má sjá hér að neðan.

Hvítvínskonan er þekkt fyrir að fá fólk til að skella upp úr, eins og í þessu atriði hér að neðan.

Og svo hitti hún einu sinni Gísla Einars, þ.e. Sóla Hólm í hlutverki sjónvarpsmannsins geðþekka.

Einhverjir muna svo eflaust eftir því þegar hvítvínskonan var að deita Sverri Bergmann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×