Þetta segir Sigfús Bjarni Sigfússon, forstjóri Hertz, í samtali við Morgunblaðið.
Sigfús Bjarni segir að sökum ástandsins á markaði vegna heimsfaraldursins hafi fyrirtækið neyðst til að segja upp svo gott sem öllum í september, en að nú sé mikil bjartsýni á markaðnum.
Hafi fréttir um bóluefni haft jákvæð áhrif, þó hann segi enn óljóst hvenær ferðamenn muni aftur láta sjá sig hér á landi.
Sigfús Bjarni sagði í samtali við Vísi í lok september að síðustu sumur, ef frá er talið síðastliðið sumar, hafi starfsmenn fyrirtækisins verið milli 130 og 140. Í haust hafi þeir verið um helmingur af þeim fjölda og hafi þeim svo nær öllum verið sagt upp.