Trump-liðar reyna að troða sem flestum málum í gegn fyrir embættistöku Bidens Samúel Karl Ólason skrifar 7. desember 2020 12:56 Donald Trump fór til Georgíu um helgina þar sem hann tók þátt í kosningabaráttu vegna aukakosninga um tvö öldungadeildarþingsæti. Trump notaði tækifærið til að staðhæfa að kosningasvindl hefði kostað hann sigur í kosningunum. AP/Evan Vucci Ráðgjafar Donald Trumps, forseta, og starfsmenn Hvíta hússins segja hann virðast þungan á brún og að hann hafi engan áhuga á vinnunni. Það er þrátt fyrir að faraldur nýju kórónuveirunnar hafi náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum. Undanfarna daga hefur hvert metið, hvort sem það snýr að fjölda látinna, smitaðra eða innlagna á sjúkrahús, verið slegið á fætur öðru, og að Bandaríkin gangi nú í gegnum umtalsverða efnahagsörðugleika vegna faraldursins. Um helgina sagði New York Times frá því að að á undangenginni viku hefði Trump tíst eða endurtíst ásökunum um kosningasvik 145 sinnum. Hann hefði fjórum sinnum minnst á faraldur nýju kórónuveirunnar og þá eingöngu til að segja að hann hefði haft rétt fyrir sér um faraldurinn og sérfræðingar hefðu rangt fyrir sér. Trump er sagður hafa látið þurrka nánast allt af dagskrá sinni sem ekki snýr að ásökunum hans um kosningasvik og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember. Þá er hann sagður einblína á það að verðlauna vini sína og refsa þeim sem hann telur óvini sína. Óvinum forsetans virðist fara hratt fjölgandi og eru þar ríkisstjórar Repúblikanaflokksins, Fox News og hans eigin dómsmálaráðherra. Sjá einnig: Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Starfsmenn Hvíta hússins virðast þó ekki hafa misst móðinn. Vinna að fjölmörgum langvarandi verkefnum Embættismenn Trumps, ráðherrar og aðrir sem koma að ríkisrekstrinum vinnan nú hörðum höndum að því að festa stefnumál hans og þeirra í sessi. Þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að fráfarandi forseti forðist það að gera slíkar breytingar á tímabilinu milli kosninga og embættistöku næsta forseta. Margar af þeim aðgerðum sem Trump-liðar vinna að munu binda hendur Joe Bidens, sem tekur við stjórn Bandaríkjanna þann 20. janúar. Í samantekt Washington Post kemur meðal annars fram að í síðustu viku hafi borgarpróf Bandaríkjanna verið gert lengra og erfiðara, til að gera innflytjendum enn erfiðara að setjast að í Bandaríkjunum og þar að auki skipaði Hvíta húsið ellefu aðila í viðskiptaráð varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvíta húsið vinnur einnig að því að koma á reglum sem myndu gera Biden erfiðara að bæta umhverfisverndarreglur. Meðal þess sem stendur einnig til að gera á næstu sex vikum er að reyna að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska. Að fækka hermönnum í Afganistan. Að gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Unnið er að því að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og ríkisstjórn Trumps vinnur einnig að refsiaðgerðum gegn ráðamönnum í Kína og Íran. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur lagt sérstaklega mikla áherslu á aðgerðir gegn Kína og Íran. Biden hefur sagt að hann sé tilbúinn til viðræðna við yfirvöld í Íran og jafnvel til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða. Pompeo sagði í raun í viðtali í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði að hann ætlaði sér að gera Biden erfiðara um vik við að draga úr spennu á milli Írans og Bandaríkjanna. Hann sagðist bera þá skyldu að verja hag Bandaríkjanna og það myndi hann gera fram að síðustu mínútu. Þá vinna Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings að því að staðfesta eins marga dómara og þeir geta. Það er liður í markvissri áætlun Repúblikana sem snýr að því að skipa íhaldsmenn í æviráðnar stöður. Í frétt CNN segir að aldrei áður hafi jafn mörgum alríkisreglum verið komið á á lokaári ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Það sé þrátt fyrir að ekki sé búið að telja reglur sem búið er að koma á eftir 1. nóvember eða verið er að vinna að og reyna að koma á fyrir embættistöku Bidens. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Undanfarna daga hefur hvert metið, hvort sem það snýr að fjölda látinna, smitaðra eða innlagna á sjúkrahús, verið slegið á fætur öðru, og að Bandaríkin gangi nú í gegnum umtalsverða efnahagsörðugleika vegna faraldursins. Um helgina sagði New York Times frá því að að á undangenginni viku hefði Trump tíst eða endurtíst ásökunum um kosningasvik 145 sinnum. Hann hefði fjórum sinnum minnst á faraldur nýju kórónuveirunnar og þá eingöngu til að segja að hann hefði haft rétt fyrir sér um faraldurinn og sérfræðingar hefðu rangt fyrir sér. Trump er sagður hafa látið þurrka nánast allt af dagskrá sinni sem ekki snýr að ásökunum hans um kosningasvik og viðleitni hans til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna í nóvember. Þá er hann sagður einblína á það að verðlauna vini sína og refsa þeim sem hann telur óvini sína. Óvinum forsetans virðist fara hratt fjölgandi og eru þar ríkisstjórar Repúblikanaflokksins, Fox News og hans eigin dómsmálaráðherra. Sjá einnig: Vill í hart gegn Fox með stofnun eigin miðils Starfsmenn Hvíta hússins virðast þó ekki hafa misst móðinn. Vinna að fjölmörgum langvarandi verkefnum Embættismenn Trumps, ráðherrar og aðrir sem koma að ríkisrekstrinum vinnan nú hörðum höndum að því að festa stefnumál hans og þeirra í sessi. Þrátt fyrir að hefð sé fyrir því að fráfarandi forseti forðist það að gera slíkar breytingar á tímabilinu milli kosninga og embættistöku næsta forseta. Margar af þeim aðgerðum sem Trump-liðar vinna að munu binda hendur Joe Bidens, sem tekur við stjórn Bandaríkjanna þann 20. janúar. Í samantekt Washington Post kemur meðal annars fram að í síðustu viku hafi borgarpróf Bandaríkjanna verið gert lengra og erfiðara, til að gera innflytjendum enn erfiðara að setjast að í Bandaríkjunum og þar að auki skipaði Hvíta húsið ellefu aðila í viðskiptaráð varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Hvíta húsið vinnur einnig að því að koma á reglum sem myndu gera Biden erfiðara að bæta umhverfisverndarreglur. Meðal þess sem stendur einnig til að gera á næstu sex vikum er að reyna að selja leyfi til olíuvinnslu á verndarsvæði í Alaska. Að fækka hermönnum í Afganistan. Að gera auðveldara að reka opinbera starfsmenn. Unnið er að því að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og ríkisstjórn Trumps vinnur einnig að refsiaðgerðum gegn ráðamönnum í Kína og Íran. Mike Pompeo, utanríkisráðherra, hefur lagt sérstaklega mikla áherslu á aðgerðir gegn Kína og Íran. Biden hefur sagt að hann sé tilbúinn til viðræðna við yfirvöld í Íran og jafnvel til að endurvekja kjarnorkusamkomulagið svokallaða. Pompeo sagði í raun í viðtali í Sádi-Arabíu í síðasta mánuði að hann ætlaði sér að gera Biden erfiðara um vik við að draga úr spennu á milli Írans og Bandaríkjanna. Hann sagðist bera þá skyldu að verja hag Bandaríkjanna og það myndi hann gera fram að síðustu mínútu. Þá vinna Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings að því að staðfesta eins marga dómara og þeir geta. Það er liður í markvissri áætlun Repúblikana sem snýr að því að skipa íhaldsmenn í æviráðnar stöður. Í frétt CNN segir að aldrei áður hafi jafn mörgum alríkisreglum verið komið á á lokaári ríkisstjórnar í Bandaríkjunum. Það sé þrátt fyrir að ekki sé búið að telja reglur sem búið er að koma á eftir 1. nóvember eða verið er að vinna að og reyna að koma á fyrir embættistöku Bidens.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira