IKEA-vörulistinn heyrir nú sögunni til Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2020 13:19 Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951. IKEA Eftir sjötíu ára sögu heyrir útgáfa IKEA-vörulistans – IKEA-bæklingsins – nú sögunni til. Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems. Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra. Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili. Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum. Einungis á rafrænu formi Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða. Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var. Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum. IKEA Tímamót Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Frá þessu er greint á heimasíðu IKEA. „Þetta er mjög rökrétt, en einnig mjög tilkynningaþrungin ákvörðun,“ segir Konrad Grüss, forstjóri Inter IKEA Systems. Í tilkynningu frá IKEA segir að ákvörðunin um að hætta útgáfunni megi rekja til breyttra neytendavenja og breyttrar fjölmiðlanotkunar almennings. Þá sé það stefna félagsins að verða sífellt stafrænna og aðgengilegra. Þá segir að þó gefin verði út sérstök, prentuð viðhafnarútgáfa IKEA-vörulistans á næsta ári sem er hugsuð sem virðingarvottur við fyrri vörulista IKEA. Sú útgáfa verði þó einungis aðgengileg í verslunum IKEA og ekki dreift á heimili. Árið 2016 var sett met þegar IKEA-vörulistinn var gefinn út í 200 milljónum eintaka, á alls 32 tungumálum, í 69 útgáfum og á fimmtíu mörkuðum. Einungis á rafrænu formi Í sumarlok tilkynnti IKEA á Íslandi að vörulistinn yrði einungis gefinn út á rafrænu formi að þessu sinni og að fyrir því væru ýmsar ástæður. Þá sagði að í ljós yrði að koma hvort að um breytingu til framtíðar væri að ræða. Sé litið til tilkynningar IKEA í morgun má nú ljóst vera að svo var. Fyrsti IKEA-bækingurinn kom út árið 1951 og var það Ingvar Kamprad sjálfur sem setti hann saman. Á forsíðu fyrsta bæklingsins var að finna MK hægindastólinn með brúnu áklæði. Sá vörulisti var 68 síður að lengd og var gefinn út í 285 þúsund eintökum.
IKEA Tímamót Neytendur Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira