Hvernig mælum við kaupmátt? Stefán Sveinbjörnsson skrifar 8. desember 2020 09:01 Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Neytendur Verðlag Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa birst greinar þar sem fjallað er um hækkun launa og kaupmáttaraukningu undanfarinna ára. Því hefur meðal annars verið haldið fram að kaupmáttur hafi aukist um 30% á tímabilinu 2007 – 2019. Í þessum greiningum er stuðst við launavísitölu Hagstofunnar og svokallaða vísitölu kaupmáttar launa sem er lítið annað en launavísitalan leiðrétt fyrir verðlagsbreytingum. Vísitala kaupmáttar launa mælir því eingöngu breytingu tímakaups í samanburði við verðlag sem getur gefið villandi mynd af þróun kaupmáttar heimilanna. Launavísitalan sem grunnur að mælingu á kaupmætti Kaupmáttur launa ætti að lýsa því hvað einstaklingur getur keypt mikið fyrir laun og aðrar tekjur sem hann fær greitt hvern mánuð. Ef starfshlutfall breytist, t.d. vegna hagræðingaraðgerða, hefur það áhrif á heildarlaun viðkomandi, hið sama á við um yfirvinnu. Þá hefur breyting á tekjuskatti einstaklinga einnig áhrif á hversu mikið launamaður fær útborgað. Mikilvægt er að taka tillit til þessara þátta ef markmið greiningarinnar er að varpa ljósi á stöðu heimila hvað kaupmátt varðar og þróun hans yfir tíma. Vísitala kaupmáttar launa sem Hagstofan birtir tekur ekki tillit til neinna þessara þátta. Vísitalan er einungis tímakaup reglulegra launa (ekki tekið tillit til yfirvinnu) leiðrétt fyrir breytingu á verðlagi. Það þýðir að ef launamaður fer í minna starfshlutfall eða missir yfirvinnu mun vísitalan ekki taka neinum breytingum. Einnig héldist vísitalan óbreytt þó tekjuskattur yrði settur í 100%. Dæmi: Launamaður er með útborguð laun á mánuði 325 þús. inn í því eru 10 yfirvinnutímar. Grunnlaun hans hækka um 2,5% en hann missir alla yfirvinnu þannig að útborguð laun hans verða eftir þá breytingu 306 þús. Samkvæmt mælingu kaupmáttarvísitölu Hagstofunnar hefur kaupmáttur hans aukist um 2,5% miðað við að engar breytingar verða á verðlagi. En raunin hjá þessum einstaklingi er að hann hefur orðið fyrir 5,8% kaupmáttarskerðingu. Kaupmáttarvísitala VR tekur tillit til þessara þátta, þ.e. starfshlutfalls, yfirvinnu og annarra tekjuskattsskyldra tekna, og fangar því mun betur breytingu á kaupmætti sem launamenn finna fyrir. Vísitala VR tekur einnig tillit til skattkerfisbreytinga. Grafið sýnir samanburð á kaupmáttarvísitölu VR og vísitölu kaupmáttar launa sem Hagstofa Íslands reiknar. Þarna má sjá að töluverðu munar á vísitölunum en vísitala Hagstofunnar sýnir að kaupmáttur launa sé 31% meiri en í janúar 2007 á meðan vísitala VR sýnir að kaupmáttur launa sé 10% meiri. Hvorug vísitalan fangar þó fyllilega þann raunverulega kaupmátt sem heimilin finna fyrir. Réttast væri að nota það sem kallast kaupmáttur ráðstöfunartekna en þar er tekið tillit til fleiri þátta sem hafa áhrif á kaupmátt einstaklinga. Þar er m.a. tekið tillit til atvinnutekna og annarra tekna auk bóta sem viðkomandi einstaklingur fær. Þá er einnig tekið tillit til allra skatta sem heimilin greiða. Þau gögn fást úr skattframtölum og birtast einungis einu sinni á ári og eru sýnd á grafinu að neðan. Miðað við þessar upplýsingar var kaupmáttur um 4% hærri árið 2019 samanborið við 2007. Það er því af og frá að kaupmáttur hafi verið tugprósentum hærri 2019 en hann var þegar best lét í íslensku efnahagslífi fyrir hrun 2008. Miðað við stöðuna í íslensku efnahagslífi um þessar mundir er líklegt að kaupmáttur ráðstöfunartekna muni dragast saman milli 2019 og 2020. Það er villandi mælikvarði að mæla kaupmátt eingöngu eftir tímakaupi. Venjuleg heimili mæla kaupmátt eftir því hverjar tekjurnar eru í hverjum mánuði og hvert verðlag er á vörum og þjónustu sem það kaupir. Því er réttari mælikvarði á kaupmátt hverjar tekjur eru samkvæmt skattframtölum leiðréttar fyrir verðlagsbreytingum frekar en að mæla kaupmátt tímakaups. Höfundur er framkvæmdastjóri VR.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun