Sport

Æfingabanni aflétt í efstu deildum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson flýgur inn af línunni í leiknum gegn Haukum.
Kári Kristján Kristjánsson flýgur inn af línunni í leiknum gegn Haukum. vísir/vilhelm

Íþróttafólk í efstu deildum fékk góðar fréttir eftir ríkisstjórnarfund í dag.

Æfingabann á Íslandi, sem hefur verið í gildi síðan í byrjun október, hefur nú verið aflétt fyrir það íþróttafólk sem leikur í efstu deildum. Þetta staðfesti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra í dag.

Íþróttaæfingar fullorðinna innan ÍSÍ heimilar í efstu deild, fá leyfi, með og án snertingar.

Tillögur Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, um næstu aðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins voru ræddar á ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Eftir fundinn staðfesti heilbrigðisráðherra að æfingabanni hefur nú verið aflétt. Reglurnar sem voru tilkynntar í dag gilda frá og með fimmtudeginum 10. desember.

Íslenskt íþróttafólk, þ.e. fullorðnir og unglingar, hefur hvorki mátt æfa né keppa í tvo mánuði. Íþróttir barna voru þó leyfðar í síðasta mánuði.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×