Fastur í Tókýó: „Legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 8. desember 2020 13:31 Víkingur er einn besti píanóleikari landsins @vikingurolafsson Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari er sem stendur staddur í Japan á tónleikaferðalagi og verður hann fastur þar einn yfir jólin. Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið. Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Hann ræddi við þá Heimi Karlsson og Gulla Helga í Bítinu á Bylgjunni í gær. „Ég var með rosalega þéttan túr sem lýkur á Þorláksmessu og ætlaði síðan í miðnæturflug til Evrópu og var skipulagt fyrir um tveimur árum. Svo átti ég flug frá Evrópu með Icelandair og átti að lenda klukkan tvö á aðfangadag og það var svona fallegur jólaljómi yfir þessu,“ segir Víkingur sem staddur er í Japan. Hann segir að á dögunum hafi verið tilkynnt að öllum flugum hefði verið aflýst á aðfangadag. „Ekki bara Icelandair, heldur það flýgur ekkert flugfélag til landsins og aðfangadag og ekki heldur á jóladag. Ég gat ekki aflýst þessum tónleikum því það var búið að selja þá upp og ég væri skaðabótaskyldur. Þannig að ég er bara í þeirri stöðu að vera einn í Tókýó á jólunum. Ég var að horfa á Lost in Translation þar sem að Bill Murray er í mínum sporum og eftir að hafa horft á það lítur þetta betur út og gæti bara orðið ævintýralega skemmtilegt.“ Víkingur segist ætla fá sér gott sushi á aðfangadagskvöld. „Ég var farinn að velta fyrir mér að reyna koma mér í cargo vél og sitja í kuldanum, mig langaði bara að komast heim til sonar míns og konunnar minnar en ég er bara að verða eins og Trump og er hægt og bítandi að sætta mig við þetta.“ Hann segir að þetta sé vissulega fyrsta heims vandamál og hann sé ánægður að vera yfirleitt með atvinnu og geta komið fram á tónleikum. Hann segir að þetta verði Skype-jólin. „Nema klukkan sex á aðfangadag er klukkan þrjú um nótt í Tókýó. Ég legg mig bara og vakna klukkan þrjú og tek jólin með Íslandi.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið.
Japan Jól Menning Tónlist Víkingur Heiðar Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira