Mælingar fjarvinnu í Covid: Afköst aukast en ekki vöðvabólga Rakel Sveinsdóttir skrifar 9. desember 2020 07:01 Tómas Bjarnason. Vísir/Vilhelm „Eitt af því sem að við héldum að myndi gerast núna í nóvember, væri að vöðvabólga og bakverkir myndu aukast, þar sem fólk væri í meira mæli að vinna heima og sumir hugsanlega ekki við kjöraðstæður. En við erum hvorki að sjá aukningu á bakverkjum eða vöðvabólgu frá því í apríl,“ segir Tómas Bjarnason sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar Gallup. Tómas segir að almennt séu litlar breytingar á niðurstöðum könnunar nú í samanburði við í október. „Áhugavert er þó að sjá að samtals hefur þeim fjölgað um 13% sem segja að „félagsleg einangrun“ sé „mikil áskorun“ frá því í júní. Þeim fjölgaði um 5% milli júní og október og svo um 8% milli október og nóvember“ segir Tómas. Í dag og á morgun rýnir Atvinnulífið á Vísi í fjarvinnu miðað við stöðuna nú í lok árs. Nýjar tölur frá Gallup eru birtar í dag en á morgun verður fjallað um hvaða breytingar fjarvinna hefur kallað á í starfi stjórnenda. Áskoranir, afköst og áhugi helst í hendur „Stundum sjáum við bara hluti sem eru mjög lógískir, en það getur verið gott að sjá þetta svona skýrt í gögnunum: Ef fólk finnur fyrir miklum áskorunum í fjarvinnu, þá er áhugi þeirra á fjarvinnu minni. Þá helst einnig í hendur að ef fólk finnur fyrir miklum áskorunum í fjarvinnu, finnst því einnig að afköst þeirra séu verri í fjarvinnu en á vinnustaðnum,“ segir Tómas og bætir við Og þeir sem telja afköst sín verri en á vinnustaðnum hafa líka mikið minni áhuga á að halda áfram að vinna fjarvinnu en þeir sem telja afköst sín betri eða svipuð og á vinnustaðnum.“ Afköst aukast með fjölda daga í fjarvinnu „Þá er áhugavert að sjá sama mynstur í gögnunum núna og í júní; að eftir því sem dögum í fjarvinnu fjölgar, því meiri segir fólk að afköstin séu i fjarvinnu: Ríflega fjórðungur þeirra sem unnu 6-10 daga í fjarvinnu á síðustu tíu dögum, telur afköst sín betri en á vinnustaðnum, en hlutfallið er helmingi lægra hjá þeim sem unnu færri en 6 daga á síðustu tíu dögum,“ segir Tómas og bætir við: Við höldum að þarna geti verið tvennt á ferðinni. Ein skýring er að þeir sem vinna meiri fjarvinnu séu í störfum sem henta betur í fjarvinnu en hinir sem vinna færri daga. Önnur skýring er að þeir sem vinna meiri fjarvinnu séu betur undirbúnir og betur studdir af vinnustaðnum en hinir.“ Þróun í Covid Hér má sjá niðurstöður úr mælingum Gallup frá því í apríl síðastliðinum. Nýjasta könnun Gallup var gerð dagana 19.-30. nóvember og var send á 1185 manns á landinu öllu á aldrinum 25-64 ára. Svarhlutfall var 53%. Svipað hlutfall vinnur fjarvinnu og álíka marga daga Í nóvember sögðust 39% svarenda hafa unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima á síðustu tíu dögum. Þetta eru svipaðar tölur og í október og apríl, en mun hærri tölur en við mældum i júní. Meðalfjöldi fjarvinnudaga sem fólk vann á síðustu tíu dögum hefur einnig lítið breyst frá því í október, segir Tómas Áhugi á fjarvinnu stendur í stað milli mánaða „Breytingar á áhuga á að vinna fjarvinnu eru innan skekkjumarka, þó hlutfallið sem sýni áhuga lækki milli mælinga. Ríflega tveir af fimm höfðu mikinn áhuga á að halda áfram að vinna fjarvinnu heima núna í nóvember, en nærri helmingur svarenda hafði mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu i október, en þetta er breyting innan skekkjumarka, eins og áður sagði,“ sagði Tómas. Besta blandan: Tveir til þrír dagar í viku? „Langflestir þeirra sem hafa mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu, sjá fyrir sér að vinna tvo til þrjá daga í viku heima. Stuðningur við það vex, ef eitthvað er, milli mælinga. Færri hafa áhuga á að vinna fjarvinnu alla eða nær alla vikuna og það er enn skýrara í niðurstöðum núna í nóvember en í október,“ segir Tómas og bætir við að mikilvægt sé að halda góðu sambandi við vinnustaðinn af mörgum ástæðum. Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gallup: Fleiri árekstrar einkalífs og vinnu í fjarvinnu Nýjar tölur um fjarvinnu gefa vísbendingar um að mögulega séu auknar áskoranir í fjarvinnunni núna í október í samanburði við í sumar. Í dag birtir Atvinnulífið október tölur Gallup um fjarvinnu. 21. október 2020 07:01 Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00 Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00 Sumir fagna fjarvinnu á meðan öðrum líður illa Gallup mælir áhuga og upplifun fólks á fjarvinnu. Hér fer Sóley Kristjánsdóttir hjá Gallup yfir helstu atriði sem fólk upplifir sem kosti eða galla fjarvinnu. 16. september 2020 14:00 Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Tómas segir að almennt séu litlar breytingar á niðurstöðum könnunar nú í samanburði við í október. „Áhugavert er þó að sjá að samtals hefur þeim fjölgað um 13% sem segja að „félagsleg einangrun“ sé „mikil áskorun“ frá því í júní. Þeim fjölgaði um 5% milli júní og október og svo um 8% milli október og nóvember“ segir Tómas. Í dag og á morgun rýnir Atvinnulífið á Vísi í fjarvinnu miðað við stöðuna nú í lok árs. Nýjar tölur frá Gallup eru birtar í dag en á morgun verður fjallað um hvaða breytingar fjarvinna hefur kallað á í starfi stjórnenda. Áskoranir, afköst og áhugi helst í hendur „Stundum sjáum við bara hluti sem eru mjög lógískir, en það getur verið gott að sjá þetta svona skýrt í gögnunum: Ef fólk finnur fyrir miklum áskorunum í fjarvinnu, þá er áhugi þeirra á fjarvinnu minni. Þá helst einnig í hendur að ef fólk finnur fyrir miklum áskorunum í fjarvinnu, finnst því einnig að afköst þeirra séu verri í fjarvinnu en á vinnustaðnum,“ segir Tómas og bætir við Og þeir sem telja afköst sín verri en á vinnustaðnum hafa líka mikið minni áhuga á að halda áfram að vinna fjarvinnu en þeir sem telja afköst sín betri eða svipuð og á vinnustaðnum.“ Afköst aukast með fjölda daga í fjarvinnu „Þá er áhugavert að sjá sama mynstur í gögnunum núna og í júní; að eftir því sem dögum í fjarvinnu fjölgar, því meiri segir fólk að afköstin séu i fjarvinnu: Ríflega fjórðungur þeirra sem unnu 6-10 daga í fjarvinnu á síðustu tíu dögum, telur afköst sín betri en á vinnustaðnum, en hlutfallið er helmingi lægra hjá þeim sem unnu færri en 6 daga á síðustu tíu dögum,“ segir Tómas og bætir við: Við höldum að þarna geti verið tvennt á ferðinni. Ein skýring er að þeir sem vinna meiri fjarvinnu séu í störfum sem henta betur í fjarvinnu en hinir sem vinna færri daga. Önnur skýring er að þeir sem vinna meiri fjarvinnu séu betur undirbúnir og betur studdir af vinnustaðnum en hinir.“ Þróun í Covid Hér má sjá niðurstöður úr mælingum Gallup frá því í apríl síðastliðinum. Nýjasta könnun Gallup var gerð dagana 19.-30. nóvember og var send á 1185 manns á landinu öllu á aldrinum 25-64 ára. Svarhlutfall var 53%. Svipað hlutfall vinnur fjarvinnu og álíka marga daga Í nóvember sögðust 39% svarenda hafa unnið einn eða fleiri daga í fjarvinnu heima á síðustu tíu dögum. Þetta eru svipaðar tölur og í október og apríl, en mun hærri tölur en við mældum i júní. Meðalfjöldi fjarvinnudaga sem fólk vann á síðustu tíu dögum hefur einnig lítið breyst frá því í október, segir Tómas Áhugi á fjarvinnu stendur í stað milli mánaða „Breytingar á áhuga á að vinna fjarvinnu eru innan skekkjumarka, þó hlutfallið sem sýni áhuga lækki milli mælinga. Ríflega tveir af fimm höfðu mikinn áhuga á að halda áfram að vinna fjarvinnu heima núna í nóvember, en nærri helmingur svarenda hafði mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu i október, en þetta er breyting innan skekkjumarka, eins og áður sagði,“ sagði Tómas. Besta blandan: Tveir til þrír dagar í viku? „Langflestir þeirra sem hafa mikinn áhuga á að vinna fjarvinnu, sjá fyrir sér að vinna tvo til þrjá daga í viku heima. Stuðningur við það vex, ef eitthvað er, milli mælinga. Færri hafa áhuga á að vinna fjarvinnu alla eða nær alla vikuna og það er enn skýrara í niðurstöðum núna í nóvember en í október,“ segir Tómas og bætir við að mikilvægt sé að halda góðu sambandi við vinnustaðinn af mörgum ástæðum.
Fjarvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnun Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gallup: Fleiri árekstrar einkalífs og vinnu í fjarvinnu Nýjar tölur um fjarvinnu gefa vísbendingar um að mögulega séu auknar áskoranir í fjarvinnunni núna í október í samanburði við í sumar. Í dag birtir Atvinnulífið október tölur Gallup um fjarvinnu. 21. október 2020 07:01 Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00 Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00 Sumir fagna fjarvinnu á meðan öðrum líður illa Gallup mælir áhuga og upplifun fólks á fjarvinnu. Hér fer Sóley Kristjánsdóttir hjá Gallup yfir helstu atriði sem fólk upplifir sem kosti eða galla fjarvinnu. 16. september 2020 14:00 Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Gallup: Fleiri árekstrar einkalífs og vinnu í fjarvinnu Nýjar tölur um fjarvinnu gefa vísbendingar um að mögulega séu auknar áskoranir í fjarvinnunni núna í október í samanburði við í sumar. Í dag birtir Atvinnulífið október tölur Gallup um fjarvinnu. 21. október 2020 07:01
Konur miklu áhugasamari um fjarvinnu en karlar Niðurstöður Gallup sýna að flestir vilja halda áfram að vinna í fjarvinnu að hluta til. 16. september 2020 09:00
Endalok skrifstofurýma Dagar skrifstofurýma eru senn taldir og skipuleggja þarf miðborgir upp á nýtt. Þá þarf að endurútfæra öll vinnuréttindi þar sem fjarvinna er komin til að vera. 17. september 2020 09:00
Sumir fagna fjarvinnu á meðan öðrum líður illa Gallup mælir áhuga og upplifun fólks á fjarvinnu. Hér fer Sóley Kristjánsdóttir hjá Gallup yfir helstu atriði sem fólk upplifir sem kosti eða galla fjarvinnu. 16. september 2020 14:00
Gantast á Teams og nýir ráðningasamningar með fjarvinnu Það er ekki mögulegt fyrir allt starfsfólk að vinna í fjarvinnu en þar sem hún er möguleg hefur tæknin skipt sköpum. Þannig hefur félagslegi hlutinn þurft að færa sig yfir á Teams og Facebook þar sem reynt er að skapa jákvæða stemningu í stað þess félagsskapar sem fólk er vant að sækja á vinnustaði sína. 22. október 2020 07:01