Margir vonuðust eflaust eftir 20 manna fjöldamörkum Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. desember 2020 13:01 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir utan Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir að margir hefðu eflaust viljað að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð í tuttugu manns með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Faraldurinn sé hins vegar á viðkvæmum stað og stíga þurfi varfærin skref. Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Samkomubann verður áfram miðað við tíu manns til 12. janúar. Áfram gildir tveggja metra regla en heimilt verður að opna sundlaugar. Helstu breytingar á sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag má finna hér. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því að lokinni kynningu á nýjum sóttvarnareglum í dag hvort hún teldi ekki að tíu manna samkomubann yrðu umdeilt. Heldurðu ekki að margir hefðu viljað sjá fjöldamörk hækkuð upp í 20? „Jú, ég hugsa það, að margir hefðu viljað sjá það,“ sagði Svandís. „En þarna erum við í raun og veru að tala um þær samkomur sem eru á vegum einkaaðila eða á vegum okkar sjálfra. Þannig að við verðum að passa okkur að hafa búbbluna okkar ekki stærri en þetta.“ Þá benti Svandís á að gert yrði ráð fyrir umtalsverðum tilslökunum í verslun en öllum verslunum verður heimilt að taka við fimm viðskiptavinum á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns í einu. „Sem skiptir mjög miklu máli á þessum árstíma og við treystum þeim sem reka verslanir til þess að tryggja sóttvarnir, fjarlægð og sprittun þar. Það sama gildir um önnur atriði sem ég er búin að fara yfir.“ Einnig yrði veitingastöðum heimilt að taka við allt að fimmtán viðskiptavinum í einu. „Og með því að vera með heimild til að hafa opið til 10, þó að ekki sé tekið við nýjum gestum eftir klukkan níu, þá gætu veitingastaðirnir tekið í raun og veru tvö holl í gegn hjá sér. Það er atvinnurekstur sem líka þarf, og hefur, borið mikla ábyrgð á að tryggja fjarlægð og sóttvarnir,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50