Króatía vann nauman eins marks sigur á Serbíu í C-riðli í kvöld, lokatölur 25-24. Króatía fer því áfram með fullt hús stiga að lokinni riðlakeppninni. Svarfjallaland vann einnig nauman eins marks sigur á Slóveníu í hreinum úrslitaleik um sæti í milliriðli, lokatölur 26-25.
Leikur Króatíu og Serbíu var gífurlega spennandi frá fyrstu mínútu. Var staðan jöfn 14-14 í hálfleik en í þeim síðari reyndust Króatar ögn sterkari. Vann liðið eins marks sigur, 25-24 og endar því C-riðil með fullt hús stiga.
WATCH: Ana Debelic steals the ball in the dying seconds and ensures @HRStwitt take their third #ehfeuro2020 win #ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/REsfYmtfSj
— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020
Dora Krisnik var markahæst í liði Króatíu með sex mörk en Katarina Krpez-Slezak var markahæst með fimm mörk í liði Serbíu.
Serbía er sem stendur í 3. sæti með tvö stig en Ungverjaland og Holland mætast síðar í kvöld.
Svartafjallaland og Slóvenía mættust í hreinum úrslitaleik um sæti milliriðli. Liðin mættust í lokaleik A-riðils og fór það svo að Svartfellingar höfðu á endanum betur. Góð byrjun tryggði liðinu sigur en Svartfjallaland leiddi með sex mörkum í hálfleik, staðan þá 15-9. Slóvenía klóraði í bakkann í síðari hálfleik en það dugði á endanum ekki til, lokatölur 26-25.
Congratulations to @jokarad4, the @grundfos Player of the Match tonight for @rukometnisavez ! She was their top scorer with 9 goals#ehfeuro2020 #handballispassion pic.twitter.com/iCFnnbshuN
— EHF EURO (@EHFEURO) December 8, 2020
Svartfjallaland kemst þar í milliriðil – án stiga – á meðan Slóvenía heldur heim á leið.