Kári „skíthræddur“ um eina bylgju í viðbót áður en bóluefni kemur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. desember 2020 20:26 Kári segir nýju aðgerðirnar prýðilegar. Hann segir þó að sjálfur hefði hann haldið þeim óbreyttum að sinni. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að sér lítist prýðilega á þær sóttvarnaaðgerðir sem kynntar voru í dag og koma til með að gilda til 12. janúar næstkomandi. Hann segir þó að hann hefði viljað halda aðgerðum óbreyttum og kveðst hræddur um að ein bylgja kórónuveirufaraldursins til viðbótar muni ríða yfir áður en bólusetning hefst hér á landi. Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í kvöld, þar sem Kári var til viðtals. Þar sagði hann að aðgerðirnar væru, að hans mati, „þokkaleg vörn“ gegn þeirri hættu sem faraldurinn væri. „Ég hefði kosið að það hefði ekki neinu verið létt, vegna þess að okkar reynsla af þessari veiru er sú að í hvert sinn sem við förum að draga í land, þegar kemur að aðgerðum, þá blossar upp ný bylgja,“ sagði Kári. Hann sagði þá að nú þegar líða tæki að jólum hefði fólk þá tilhneigingu að koma saman. Hann teldi að fólk myndi að minnsta kosti fara „út að ystu mörkum“ reglunnar um að ekki fleiri en tíu mættu koma saman, og benti einnig á að um jólin kæmi fólk oft heim til Íslands frá útlöndum. „Þannig að mér finnst við vera að bjóða hættunni heim með því að opna sundlaugar, með því að auka opnunartíma veitingastaða og svo framvegis og framvegis. Ég er skíthræddur um að við eigum fyrir höndum eina bylgju í viðbót áður en bóluefnið kemur til sögunnar.“ „Þetta er ekkert að ganga býsna vel“ Kári segist efins um þau skilaboð sem send eru út með breytingum á sóttvarnareglum. „Skilaboðin sem eru send út, með því að segja „Nú ætlum við aðeins að létta á þessum aðgerðum,“ eru þau að þetta sé nú bara að ganga býsna vel. En ég hef fréttir fyrir þetta fólk, þetta er ekkert að ganga býsna vel,“ sagði Kári og benti á að enn greindist fólk með kórónuveiruna hér á landi sem væri ekki í sóttkví við greiningu. „Það sem meira er, er að það er alltaf slangur af veiru að berast yfir landamærin, þrátt fyrir þessar einstaklega góðu aðgerðir sem hefur verið komið á þar,“ sagði Kári og ítrekaði að hann hefði viljað að beðið hefði verið með að slaka á aðgerðum. „Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi“ Kári sagðist þá ekki skilja hvers vegna sundlaugar hafi verið opnaðar, og spurði hvaðan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fengi þá vitneskju að veiran smitaðist ekki á milli manna í sundi. „Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar fær hann þetta,“ sagði Kári. Kári sagði þá að hlutverk Þórólfs væri ekki að finna milliveg á milli sjónarmiða þeirra sem vilji aflétta takmörkunum, og þeirra sem vilji halda í aðgerðir eða jafnvel herða þær. „Hann er sóttvarnalæknir. Hann á að vera sá maður sem hannar þær sóttvarnir sem eru bestar, síðan er það ríkisstjórnarinnar og annarra að ákveða hvers konar áhættu þeir vilja taka. Það er ekki Þórólfs að ákveða það,“ sagði Kári. Hann bætti þá við að hann teldi Þórólf hafa sinnt sínu starfi vel, og að gagnrýnin sem Kári setti fram á nýjustu aðgerðir væri minniháttar. Hann kvaðst aðallega hafa áhyggjur af því að fólk langaði mikið í betri tíma, og tilslakanir grundvölluðust af því. Telur að hægt verði að fagna þegar bóluefnið kemur „Ég get lofað þér því að það frelsi sem við tökum okkur núna, kemur til með að breytast í meiri höft þegar kemur fram í lok þessa mánaðar og byrjun næsta mánaðar,“ sagði Kári. Hann kvaðst eins telja að harðar aðgerðir þyrftu að vera í gildi uns bóluefnið frá Pfizer, sem hann segir rannsóknir sýna fram á að sé gott, kemur. „Þetta virðist vera alveg einstakt bóluefni, þannig að þegar það kemur, þá held ég að við getum haldið partí,“ sagði Kári. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. 8. desember 2020 13:32 Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. 7. desember 2020 19:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Þetta kom fram í Kastljósi á RÚV í kvöld, þar sem Kári var til viðtals. Þar sagði hann að aðgerðirnar væru, að hans mati, „þokkaleg vörn“ gegn þeirri hættu sem faraldurinn væri. „Ég hefði kosið að það hefði ekki neinu verið létt, vegna þess að okkar reynsla af þessari veiru er sú að í hvert sinn sem við förum að draga í land, þegar kemur að aðgerðum, þá blossar upp ný bylgja,“ sagði Kári. Hann sagði þá að nú þegar líða tæki að jólum hefði fólk þá tilhneigingu að koma saman. Hann teldi að fólk myndi að minnsta kosti fara „út að ystu mörkum“ reglunnar um að ekki fleiri en tíu mættu koma saman, og benti einnig á að um jólin kæmi fólk oft heim til Íslands frá útlöndum. „Þannig að mér finnst við vera að bjóða hættunni heim með því að opna sundlaugar, með því að auka opnunartíma veitingastaða og svo framvegis og framvegis. Ég er skíthræddur um að við eigum fyrir höndum eina bylgju í viðbót áður en bóluefnið kemur til sögunnar.“ „Þetta er ekkert að ganga býsna vel“ Kári segist efins um þau skilaboð sem send eru út með breytingum á sóttvarnareglum. „Skilaboðin sem eru send út, með því að segja „Nú ætlum við aðeins að létta á þessum aðgerðum,“ eru þau að þetta sé nú bara að ganga býsna vel. En ég hef fréttir fyrir þetta fólk, þetta er ekkert að ganga býsna vel,“ sagði Kári og benti á að enn greindist fólk með kórónuveiruna hér á landi sem væri ekki í sóttkví við greiningu. „Það sem meira er, er að það er alltaf slangur af veiru að berast yfir landamærin, þrátt fyrir þessar einstaklega góðu aðgerðir sem hefur verið komið á þar,“ sagði Kári og ítrekaði að hann hefði viljað að beðið hefði verið með að slaka á aðgerðum. „Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi“ Kári sagðist þá ekki skilja hvers vegna sundlaugar hafi verið opnaðar, og spurði hvaðan Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fengi þá vitneskju að veiran smitaðist ekki á milli manna í sundi. „Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar fær hann þetta,“ sagði Kári. Kári sagði þá að hlutverk Þórólfs væri ekki að finna milliveg á milli sjónarmiða þeirra sem vilji aflétta takmörkunum, og þeirra sem vilji halda í aðgerðir eða jafnvel herða þær. „Hann er sóttvarnalæknir. Hann á að vera sá maður sem hannar þær sóttvarnir sem eru bestar, síðan er það ríkisstjórnarinnar og annarra að ákveða hvers konar áhættu þeir vilja taka. Það er ekki Þórólfs að ákveða það,“ sagði Kári. Hann bætti þá við að hann teldi Þórólf hafa sinnt sínu starfi vel, og að gagnrýnin sem Kári setti fram á nýjustu aðgerðir væri minniháttar. Hann kvaðst aðallega hafa áhyggjur af því að fólk langaði mikið í betri tíma, og tilslakanir grundvölluðust af því. Telur að hægt verði að fagna þegar bóluefnið kemur „Ég get lofað þér því að það frelsi sem við tökum okkur núna, kemur til með að breytast í meiri höft þegar kemur fram í lok þessa mánaðar og byrjun næsta mánaðar,“ sagði Kári. Hann kvaðst eins telja að harðar aðgerðir þyrftu að vera í gildi uns bóluefnið frá Pfizer, sem hann segir rannsóknir sýna fram á að sé gott, kemur. „Þetta virðist vera alveg einstakt bóluefni, þannig að þegar það kemur, þá held ég að við getum haldið partí,“ sagði Kári.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. 8. desember 2020 13:32 Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05 Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50 Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. 7. desember 2020 19:30 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Svandís gerði nokkrar breytingar á tillögunum í samráði við Þórólf Heilbrigðisráðherra gerði nokkrar breytingar á tillögum sóttvarnalæknis um sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á fimmtudag. Breytingarnar voru gerðar í samráði við þann síðarnefnda í gærkvöldi, að sögn ráðherra. 8. desember 2020 13:32
Ekki skynsamlegt að beita mishörðum aðgerðum eftir landsvæðum að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki skynsamlegt að beita mismunandi sóttvarnaraðgerðum á mismunandi landsvæðum á þessu stigi kórónuveirufaraldursins. 8. desember 2020 13:05
Áfram tíu manna samkomubann en sundlaugar opnaðar Samkomubann mun áfram miðast við tíu manns til 12. janúar með nýjum sóttvarnareglum sem taka gildi á fimmtudag. Allar verslanir munu þó geta tekið við fimm manns á hverja tíu fermetra, mest hundrað manns, og þá verða sundlaugar opnaðar. 8. desember 2020 11:50
Allt að 250 þúsund Íslendingar þurfa bólusetningu Tvö hundruð og tuttugu til tvö hundruð og fimmtíu þúsund Íslendingar þurfa að fara í bólusetningu gegn kórónuveirunni til að bæla faraldurinn niður að mati sóttvarnalæknis. Hann segir engan verða skyldaðan til að fara í bólusetningu þó lykilatriði sé að sem flestir mæti. 7. desember 2020 19:30
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“