Klopp: Ungu strákarnir björguðu tímabilinu fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 07:30 Jürgen Klopp faðmar Curtis Jones sem er einn af ungu strákunum sem hafa gert góða hluti með Liverpool í vetur. Getty/Peter Powell Jürgen Klopp talaði vel um ungu leikmenn Liverpool liðsins á blaðamannafundi fyrir leik Liverpool í Meistaradeildinni í kvöld. Liverpool er komið áfram í Meistaradeildinni og þessir ungu leikmenn fá væntanlega að vera í sviðsljósinu í leiknum við FC Midtjylland. Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira
Það hefur reynt mikið á breiddina í Liverpool á þessari leiktíð en hefur verið mikið um meiðsli og veikindi innan liðsins. Lykilmenn hafa dottið út hver á fætur öðrum og sumir meiðst alvarlega. Liverpool liðið er engu að síður í fínum málum, með jafnmörg stig og topplið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og búið að vinna riðil sinn í Meistaradeildinni fyrir lokaumferðina. Staðan gæti hafa verið mun verri eftir öll áföllin og Jürgen Klopp talaði um það á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Við misstum toppleikmenn í meiðsli en auðvitað opnast dyr þegar aðrar lokast. Þú þarft engu að síður á réttu mönnunum að halda svo þeir nýti tækifærið. Það gerðu þessu strákar,“ sagði Jürgen Klopp. Jürgen Klopp believes academy products have saved Liverpool's season. By @AHunterGuardian https://t.co/1PzIio7Zmj— Guardian sport (@guardian_sport) December 8, 2020 „Það er sérstakt sem Rhys Williams hefur gert í Meistaradeildinni. Það var líka mjög sérstakt það sem Neco gerði þegar hann spilaði í ensku úrvalsdeildinni. Neco er búinn að spila tvo mjög góða leiki í röð og sérstaklega þann síðasta. Curtis hefur spilað eins og hann hafi verið með okkur í tíu ár. Caoimhin var alltaf efnilegur og nú hefur hann tækifæri til að sýna hæfileika sína á stóra sviðinu,“ sagði Klopp. Jürgen Klopp er á því að innkoma og frammistaða strákanna úr Liverpool akademíunni hafi hreinlega bjargað tímabilinu fyrir Liverpool þegar liðið lenti í áfalli nánast á hverjum degi um tíma. „Við hefðum verið týndir án þeirra. Sem betur fer gekk þetta upp. Mikilvægasti hlutinn við þetta er að þeir voru tilbúnir fyrir þetta. Það er stærsta ástæðan. Vitor [Matos] og Pepijn Lijnders þekktu þessa stráka mjög vel og þeir voru vel undirbúnir. Þess vegna höfum við notaða þá eins og við höfum gert,“ sagði Klopp. Liverpool þarf ekki á úrslitum að halda í kvöld og ungir framtíðarmenn eins og varnarmaðurinn Billy Koumetio gætu því fengið að spreyta sig. „Þetta er í fyrsta sinn sem við þurfum ekki úrslitum að halda í lokaleik riðlakeppni Meistaradeildarinnar og við þurfum að hugsa um heildarmyndina. Við erum samt Liverpool og við viljum vinna leikinn. Að komast í fimmtán stig er önnur ástæða [Félagsmetið er 14 stig] og við munum reyna allt. Við getum engu að síður ekki litið framhjá því að við þurfum að spila sex leiki á næstu 22 dögum. Sumir af mínum mönnum hafa líka þegar spilað sjö leiki á síðustu 22 dögum,“ sagði Jürgen Klopp. Leikur Real Madrid og Borussia Mönchengladbach verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19.50. Aðrir leikir í beinni í kvöld verða Midtjylland-Liverpool (Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 17.45), Manchester City-Marseille (Stöð 2 Sport 3 frá klukkan 19.50) og Salzburg-Atletico Madrid (Stöð 2 Sport 5 frá klukkan 19.50). Meistaradeildarmörkin hefjast klukkan 19.30 á Stöð 2 Sport 2 en þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins á sama tíma. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Guardiola framlengir við Man. City Klopp vildi fá Antony í stað Salah Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Sjá meira