„Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2020 09:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var til viðtals í Brennslunni á FM957 í morgun. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ósköp eðlilegt að það skapist umræða í samfélaginu um sóttvarnaaðgerðir, hvort sem verið sé að herða á þeim eða slaka, og að það heyrist gagnrýnisraddir. Hins vegar það sé svo að í öllum þessum aðgerðum felist mismunun og í raun sé ekki hægt að vera í aðgerðum án þess að vera með mismunandi hluti í gangi á mismunandi stöðum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, kynnti nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem taka gildi á miðnætti í kvöld. Í þeim felst meðal annars að sundlaugar fá að opna, íþróttaæfingar fullorðinna með og án snertingar verða heimilar í efstu deild og sviðslistir fá að hefjast að nýju með takmörkunum. Nokkuð hefur borið á gagnrýni eftir að aðgerðirnar voru kynntar í gær, meðal annars frá eigendum líkamsræktarstöðva og íþróttafélögum en hjá sumum félögum er það til dæmis þannig að karlarnir mega æfa en ekki konurnar, því karlarnir spila í efstu deild en konurnar í neðri deild. Sagði óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva Þá sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í Kastljósi í gær að það væri óskiljanlegt að leyfa opnun sundlauga en ekki líkamsræktarstöðva. „Til dæmis að hleypa 350 manns á sama tíma í Laugardalslaugina, ég skil ekki hvað að baki því býr. Hvaðan fá menn þá vitneskju að þessi veira berist ekki á milli manna í sundi? Það hlýtur einhver að hafa vitjað sóttvarnalæknis í draumi og sagt honum þetta, því hvergi annars staðar færa hann þetta.“ sagði Kári. Í Brennslunni í morgun vísaði Þórólfur í rakningargögn almannavarna og landlæknis í þessu samhengi. „Við höfum bæði séð það í rakningargögnunum hjá okkur að einn af stóru stöðunum sem er rótin að þessari bylgju sem við erum að eiga við núna, það eru nokkrir staðir, það eru krár, það er þessi hnefaleikastöð í Kópavogi og svo eru það líkamsræktarstöðvar. Það er nú bara þannig, þannig að þetta er bara ekki rétt sem fólk er að halda fram. Það eru mjög fá smit rakin til sundlauga hér og ef við skoðum bæði tilmæli Sóttvarnastofnunar Evrópu og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar hvernig þau flokka áhættustaðina niður þá eru líkamsræktarstöðvar þar í efsta flokki og sundlaugarnar langt þar fyrir neðan,“ sagði Þórólfur og bætti við að þá dræpi klórinn í vatninu veiruna, hún gæti ekki lifað í sundlaugarvatninu. Hægt að sækja um undanþágu til ráðuneytisins vegna íþróttaæfinga Varðandi það hvort ekki væri um mismunun að ræða þar sem karlalið FH mættu til dæmis byrja að æfa en ekki kvennalið tók Þórólfur undir það. „Jú, allt er mismunun sem er verið að gera. Allar þessar aðgerðir fela í sér mismunun og við verðum að horfast í augu við það. Það er ekki hægt að vera með aðgerðir í gangi sem hefta útbreiðslu veirunnar án þess að vera með einhvers konar mismunandi á einhverjum stað í gangi, annað er eiginlega bara ómögulegt. Það er bara mjög erfitt í útfærslu hvernig við ætlum að gera það. Hins vegar er það þannig að það hefur komið mikil gagnrýni á þetta, og líka að neðri deildir gætu ekki verið með, og þá geta menn bara sótt um undanþágu til ráðuneytisins, menn þurfa bara að skoða það,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Brennslan Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira