Eigendur Finnsku búðarinnar þurfa að greiða þrotabúinu milljónir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2020 11:00 Finnsku búðinni í Kringlunni var lokað í janúar 2019. Reitir Eigendur Finnsku búðarinnar sem rekin var í Kringlunni voru í gær dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða þrotabúi búðarinnar um tíu milljónir króna. Um var að ræða greiðslur frá búðinni til eigendanna, sem þær skýrðu m.a. sem vangoldin laun. Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju. Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Fyrir hönd þrotabús Finnsku búðarinnar var þess krafist að greiðslum búðarinnar til eigendanna, þriggja finnskra kvenna, sem ýmist bárust þeim með millifærslum eða kaupum á gjafabréfum hjá Landsbankanum, yrði rift og þær dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu samtals rúmar ellefu milljónir króna. Rakið er í dómi að konurnar hafi hver um sig átt þriðjungshlut í félaginu sem rak verslun undir merkjum Finnsku búðarinnar. Búðin flutti í Kringluna árið 2015 og var rekin þar þangað til henni var lokað 2019. Þá kemur fram í dómi að umtalsvert tap hafi orðið á rekstrinum og konurnar komið sér upp skuld við tollstjóra vegna vangreiddrar staðgreiðslu. Komið var upp greiðsluáætlun árið 2018 og á meðan félagið stæði við hana var því heitið að ekki yrði krafist gjaldþrotaskipta. Greiðslur frá félaginu samkvæmt áætluninni hættu þó að berast þetta sama ár. Konurnar ákváðu loks að loka versluninni í janúar 2019. Þá fór fram rýmingarsala og félagið var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2019. Þá var skuld félagsins sögð nema samtals rúmum sex milljónum króna. Gjafabréfin jólagjafir starfsmanna Konurnar báru því m.a. fyrir sig að umræddar greiðslur sem félagið greiddi þeim hefðu verið vegna vangreiddra launa, auk þess sem ein þeirra skýrði kaup á gjafabréfum Landsbankans sem jólagjafir til starfsmanna búðarinnar, þrettán talsins. Dómurinn féllst að endingu á að rifta öllum greiðslunum, fyrir utan kaupin á áðurnefndum gjafabréfum að upphæð um 1,7 milljónir. Konan var sýkn af þeirri kröfu en millifærslu til hennar upp á um 2,9 milljónir var rift og hún dæmd til að greiða þrotabúinu féð til baka. Þá voru hinar konurnar dæmdar til að endurgreiða þrotabúinu annars vegar þrjár milljónir króna og hins vegar um 3,9 milljónir. Tvær kvennanna voru auk þess dæmdar til að greiða 650 þúsund í málskostnað hvor en málskostnaður var látinn falla niður í máli þeirrar þriðju.
Verslun Gjaldþrot Dómsmál Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira