Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 07:01 Sara Björk fagnar Evrópumeistaratitlinum með Lyon til vinstri á meðan stofnendur Heimavallarins, þær Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir eru hér á hægri hönd. Hulda hefur ákveðið að blása til sóknar og opna vefsíðu. Vísir/Heimavöllurinn Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira
Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast í Evrópu, N1-mótið og upphitun fyrir enska Sport Fleiri fréttir Er ekki loksins kominn tími á það að því að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Sjá meira