Heimavöllurinn stækkar við sig | Forsala á Lyon-treyju Söru Bjarkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2020 07:01 Sara Björk fagnar Evrópumeistaratitlinum með Lyon til vinstri á meðan stofnendur Heimavallarins, þær Hulda Mýrdal og Mist Rúnarsdóttir eru hér á hægri hönd. Hulda hefur ákveðið að blása til sóknar og opna vefsíðu. Vísir/Heimavöllurinn Heimavöllurinn er að færa út kvíarnar og hefur nú opnað sína eigin vefsíðu. Á síðunni er hægt að kaupa treyju Evrópumeistarans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur. Hægt er að fá áritaða Lyon-treyju frá landsliðsfyrirliðanum þangað til á miðnætti í kvöld. Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira
Heimavöllurinn var upphaflega hlaðvarp og í kjölfarið Instagram-síða sem einblíndi á kvennaknattspyrnu. Eftir rúm tvö ár hefur vefsíðu verið bætt í flóruna. Hulda Mýrdal, annar af stofnendum Heimavallarsins, hefur nú ákveðið að blása enn frekar til sóknar og opnaði á dögunum vefsíðu Heimavallarins. Á síðunni er hægt að fjárfesta í áritaðri treyju af Evrópumeistaranum og landsliðsfyrirliðanum Söru Björk Gunnarsdóttur. Það er ef treyjan er keypt í forsölu, henni lýkur á miðnætti í kvöld. https://t.co/XmUy3Cylfw - Forsölu lýkur á miðnætti 10.des- tryggðu þér treyju - Getur valið að fá áritun frá Evrópumeistaranum Söru Björk Vertu fyrirmynd og breyttu leiknum á þínu heimili! #fotboltinet #dottir pic.twitter.com/PEFZP3cori— Hulda Mýrdal (@huldamyrdal) December 9, 2020 Þegar fram líða stundir verður svo fleiri möguleikar í boði. Stefnt er að því að bjóða uppá Rosengård-treyjur en landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir hefur náð frábærum árangri með liðinu undanfarin ár. Sem stendur er ekki hægt að fá slíka treyju á Íslandi. Hér er Glódís Perla aðeins tekin sem dæmi en Ingibjörg Sigurðardóttir hefur átt frábært fyrsta tímabil með Vålerenga og varð á dögunum Noregsmeistari. Íslendinganýlendan í Kristianstad í Svíþjóð er einnig gott dæmi um stað þar sem íslenskar knattspyrnukonur - og Elísabet Guðmundsdóttir, þjálfari - hafa átt góðu gengi að fagna. Hugmyndin er að hægt verði að bjóða ungum knattspyrnustúlkum – og drengjum – upp á fleiri fyrirmyndir en nú eru til staðar. Tillsammans mot cancer pic.twitter.com/ALJiRnrZO4— Glódís Viggósdóttir (@glodisperla) October 1, 2020 Pernille Harder varð í sumar dýrasti leikmaður heims í kvennaknattspyrnu er Chelsea keypti hana frá þýska liðinu Wolfsburg þar sem hún lék með Söru Björk Gunnarsdóttur. Harder segir að með aukinni umfjöllun undanfarin ár geti stelpur sem æfa fótbolta nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og félaga. Breytum leiknum „Breytum leiknum“ er hugtak sem handknattleikssamband Íslands fór af stað með í haust. Hugmyndin er að breyta gömlum og úreltum viðhorfum innan íþróttahreyfingarinnar gagnvart ungum stúlkum. „Markmið átaksins er að skapa heim þar sem stelpur eru sjáanlegar í íþróttasamfélaginu og eiga sér sterkar og mikilvægar fyrirmyndir,“ segir á vefsíðu átaksins. Hulda Mýrdal tekur í sama streng og hvetur foreldra til að gera slíkt hið sama og breyta leiknum á eigin heimili. „Ég hvet fólk til að fylgjast með Heimavellinum. Hlusta á hlaðvarpið, skoða Instagram-síðuna eða skoða vefinn. Það er fullt af nýjum vörum væntanlegar í næstu viku og nóg framundan. Saman getum við eflt sýnileika þeirra frábæru knattspyrnukvenna sem við eigum. Það er kominn tími til að þær fái sviðsljósið, þær hafa svo sannarlega unnið fyrir því,“ sagði Hulda í stuttu spjalli við Vísis. Heimavöllurinn hefur verið í stöðugri uppsveiflu frá því hann var settur á laggirnar fyrir tveimur árum. Betur má ef duga skal, stefna þær Hulda og Mist enn lengra á komandi misserum. Hér að neðan má finna tengla á vef Heimavallarins, Instagram-síðu þeirra sem og hlaðvarpið. Heimavöllurinn.is Instagram Hlaðvarp
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti „Manchester er heima“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Oddaleikur á Króknum og fleiri úrslitaleikir Sport Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport „Verð aldrei trúður“ Fótbolti Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Sjá meira