Frumgerðin sprakk í loft upp í vel heppnaðri tilraun Samúel Karl Ólason skrifar 10. desember 2020 08:15 Starship SN8 sprakk í loft upp við lendingu en of lítið eldsneyti var eftir í eldflauginni svo hún gat ekki hægt ferðina nægjanlega mikið. AP/SpaceX Frumgerð nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX sprakk í loft upp við lendingu í tilraunaskoti í gær sem þykir þó vel heppnað. Starship SN8 var skotið í um tólf kílómetra hæð yfir Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi og var reynt að lenda geimfarinu aftur. SN8 er um 50 metra hátt og er stærsta frumgerð Starship sem starfsmenn SpaceX hafa byggt hingað til. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Fyrr í gær hafði sjálfvirkur skynjari stöðvað tilraunaskotið rétt rúmri sekúndu áður en skjóta átti geimfarinu á loft. Sjá einnig: Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir tilraunaskotið hafa heppnast vel. Á Twitter sagði hann að ástæða þess að SN8 hafi lent svo harkalega að það sprakk í loft upp, vera að of lítill þrýstingur hafi verið í eldsneytistanki geimfarsins. Því hafi ekki tekist að hægja nægilega á því. Hins vegar hafi starfsmenn SpaceX fengið öll þau gögn úr tilraunaskotinu sem þau þurftu. Þá bendir Musk á að hreyflar geimfarsins hafi reynst vel og sömuleiðis vængbörð þess. Fyrir tilraunaskotið hafði hann sagt að það væru einungis um þriðjungslíkur á því að þeim heppnaðist að lenda geimfarinu. Myndband af tilraunaskotinu má sjá hér að neðan. Starship landing flip maneuver pic.twitter.com/QuD9HwZ9CX— SpaceX (@SpaceX) December 10, 2020 Mars, here we come!!— Elon Musk (@elonmusk) December 9, 2020 SpaceX Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. 9. desember 2020 08:31 Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. 8. desember 2020 12:57 Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Sjá meira
SN8 er um 50 metra hátt og er stærsta frumgerð Starship sem starfsmenn SpaceX hafa byggt hingað til. Starship er ætlað að að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Fyrr í gær hafði sjálfvirkur skynjari stöðvað tilraunaskotið rétt rúmri sekúndu áður en skjóta átti geimfarinu á loft. Sjá einnig: Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Elon Musk, stofnandi SpaceX, segir tilraunaskotið hafa heppnast vel. Á Twitter sagði hann að ástæða þess að SN8 hafi lent svo harkalega að það sprakk í loft upp, vera að of lítill þrýstingur hafi verið í eldsneytistanki geimfarsins. Því hafi ekki tekist að hægja nægilega á því. Hins vegar hafi starfsmenn SpaceX fengið öll þau gögn úr tilraunaskotinu sem þau þurftu. Þá bendir Musk á að hreyflar geimfarsins hafi reynst vel og sömuleiðis vængbörð þess. Fyrir tilraunaskotið hafði hann sagt að það væru einungis um þriðjungslíkur á því að þeim heppnaðist að lenda geimfarinu. Myndband af tilraunaskotinu má sjá hér að neðan. Starship landing flip maneuver pic.twitter.com/QuD9HwZ9CX— SpaceX (@SpaceX) December 10, 2020 Mars, here we come!!— Elon Musk (@elonmusk) December 9, 2020
SpaceX Geimurinn Bandaríkin Tengdar fréttir Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. 9. desember 2020 08:31 Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. 8. desember 2020 12:57 Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01 SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Sjá meira
Hættu við tilraunaskot á síðustu stundu Hætt var við tilraunaskot nýs geimfars fyrirtækisins SpaceX á síðustu stundu í gær. Sjálfvirkur skynjari í einni af eldflaugum geimskipsins stöðvaði geimskotið einungis rúmri sekúndu áður en það átti að hefjast. 9. desember 2020 08:31
Ætla að skjóta stærðarinnar geimskipi í tólf kílómetra hæð og lenda því aftur Starfsmenn SpaceX stefna að því að taka stórt skref í dag með því að skjóta nýrri frumgerð af geimskipinu Starship í um tólf kílómetra hæð og lenda því aftur. Til stendur að skjóta geimskipinu á loft frá Texas, þar sem Starship hefur verið til þróunar. 8. desember 2020 12:57
Urmull örgervihnatta gæti hindrað leit að lífi í alheiminum Forsvarsmenn stærsta útvarpssjónauka í heimi sem nú er í smíðum á suðurhveli jarðar óttast að þúsundir smárra fjarskiptagervitungla sem stendur til að skjóta á loft á næstu árum eigi eftir að hafa mikil áhrif á athuganir hans. 5. desember 2020 09:01
SpaceX með stöðuga viðveru í geimnum næstu mánuði Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gefið fyrirtækinu SpaceX grænt ljós á að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar (ISS) á laugardagskvöldið. Þá varð fyrirtækið í gær það fyrsta til að fá vottun NASA til mannaðra geimferða. 11. nóvember 2020 17:00