Framkvæmdastjóri KA segir ímynd íslenskrar knattspyrnu vera laskaða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2020 13:01 Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. @saevarp Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, telur að ímynd íslenskrar knattspyrnu sé löskuð eftir umræðuna í kringum kvennalandsliðið undanfarið. Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM. Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér. Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020. Tíst Sævars má sjá hér að neðan. Í stað þess að ræða frábæran árangur, hverjar bættu sig, hversu góðar geta ungu stelpurnar orðið, er Sara sú besta frá upphafi? Þá erum við að ræða drykkjuvandræði, hver sagði hvað, enga upplýsingagjöf til stjórnar og almenn leiðindi. Ímynd Ísl. knattspyrnu er löskuð. 1/2— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Stelpurnar eiga betra skilið, blaðamenn hafa unnið sitt starf og ekki við þá að sakast. Það er 2020 og ég hélt við værum komin lengra en þetta, það að þetta hafi komið upp segir mér að það séu enn stór vandamál í hreyfingunni. Þetta á ekki að vera í boði 2020 2/2 Mín 50 cent.— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Fótbolti Íslenski boltinn KA KSÍ Tengdar fréttir Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Sævar tjáði sig á Twitter-síðu sinni í dag þar sem hann ræðir það sem hefur átt sér stað síðan kvennalandsliðið tryggði sér sæti á Evrópumótinu í Englandi sumarið 2022. Var þetta í fjórða sinn – í röð – sem íslenska liðið vinnur sér inn sæti á EM. Í stað þess að ræða frábæran árangur, efnilega leikmenn, hvort Sara Björk sé besti leikmaður Íslands frá upphafi hefur umræðan snúist að atburðum sem gerðust eftir 1-0 sigur á Ungverjalandi ytra. Atburðir sem leiddu til þess að Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, sagði af sér. Þessu veltir Sævar upp og segir skort á upplýsingagjöf til stjórnar en eins og hefur komið fram á Vísi var atvikið í Ungverjalandi ekki rætt á stjórnarfundi Knattspyrnusambands Íslands. Sævar endar svo fyrra tíst sitt á „Ímynd íslenskrar knattspyrnu er löskuð.“ Sævar heldur áfram og segir stelpurnar eiga betra skilið ásamt því að hann hafi talið að við værum komin lengra en þetta árið 2020. Tíst Sævars má sjá hér að neðan. Í stað þess að ræða frábæran árangur, hverjar bættu sig, hversu góðar geta ungu stelpurnar orðið, er Sara sú besta frá upphafi? Þá erum við að ræða drykkjuvandræði, hver sagði hvað, enga upplýsingagjöf til stjórnar og almenn leiðindi. Ímynd Ísl. knattspyrnu er löskuð. 1/2— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020 Stelpurnar eiga betra skilið, blaðamenn hafa unnið sitt starf og ekki við þá að sakast. Það er 2020 og ég hélt við værum komin lengra en þetta, það að þetta hafi komið upp segir mér að það séu enn stór vandamál í hreyfingunni. Þetta á ekki að vera í boði 2020 2/2 Mín 50 cent.— saevar petursson (@saevarp) December 11, 2020
Fótbolti Íslenski boltinn KA KSÍ Tengdar fréttir Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00 Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Get ekki setið undir slíkum ásökunum enda eru þær fjarri sannleikanum Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir segist ekki getað setið undir þeim ásökunum að leikmenn íslenska landsliðsins hafi á einn eða annan hátt hrakið Jón Þór Hauksson, þjálfara liðsins, úr starfi. 10. desember 2020 16:00
Sara Björk: Ég sem fyrirliði liðsins mun alltaf standa þétt við bakið á leikmönnum Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu tjáði sig í kvöld varðandi hvað átti sér stað í fagnaðarlátum íslenska liðsins er sætið á EM í Englandi var tryggt. Þá gagnrýnir hún ákveðna fjölmiðla og umfjöllun þeirra um málið. 9. desember 2020 18:07