Trúði ekki augum og eyrum við uppsögn eftir 38 ára starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. desember 2020 20:01 Björn Ævarr lét ekki bjóða sér 500 þúsund króna bótagreiðslu vegna ólögmætrar uppsagnar heldur fór með málið fyrir dómstóla. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi sviðsstjóri veiðiráðgjafarsviðs hjá Hafrannsóknarstofnun segir forstjóra stofnunarinnar hafa framið mannorðsmorð á sér í uppsögnum hjá Hafró í nóvember í fyrra. Hann átti erfitt með að meðtaka uppsögn og framkvæmd hennar eftir tæplega fjörutíu ára starf. Björn Ævarr Steinarsson er fiskifræðingur en starfaði síðustu ár sem sviðsstjóri veiðiráðgjafasviðs hjá Hafró. Honum voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Björn Ævarr spyr sjávarútvegsráðherra hvort forstjórinn megi ekki eiga von á áminningu vegna dómsins. Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember í fyrra og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Hafró virðist snemma hafa viðurkennt að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum hálfa milljón króna í bætur vegna málsins. Björn Ævarr Steinarsson segist hafa fengið sama boð en afþakkað. Hann stefndi íslenska ríkinu og féll dómur í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Dómurinn er afdráttarlaus að því leyti að uppsögn Björns Ævars var ólögmæt og sýndi forstjórinn verulegt gáleysi við uppsögnina að mati héraðsdóms. „Heldur áfram að vinna eins og ekkert sé“ Björn Ævarr segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst og fremst farið í málaferlin til að fá mat dómstóla á vinnubrögðum Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafró. „Ég var fyrst og fremst að fara í þetta mál til að fá manninn dæmdan. Það virðist vera einhver skúffa sem hann getur farið í og samið við fólk út í bæ og enginn veit af því,“ segir Björn Ævarr. Vísar hann meðal annars til tveggja bókara hjá Hafró sem sagt var upp störfum og ráðið í þeirra stað. Þær hafi fengið hálfa milljón króna í framhaldinu í bætur vegna uppsagnarinnar. Honum hafi verið boðnar sömu bætur en ekki tekið í mál. Slíkt samkomulag sé þó viðurkenning á að lög hafi verið brotin. „Svo heldur forstjórinn áfram að vinna eins og ekkert sé,“ segir Björn Ævarr. Hann veltir því fyrir sér hvernig stjórnendur stofnana geti brotið lög en haldið svo áfram í starfi eins og ekkert hafi í skorist. Hann minnir á að uppsagnirnar hafi átt sér stað á vísindastofnun þar sem reynsla og þekking ættu að vera mikilvægur þáttur. „Þetta er ekki dósaverksmiðja,“ segir Björn Ævar og vísar til framkvæmdar uppsagnarinnar. Fram kom í fréttum á dögunum að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefði auglýst starf forstjóra Hafró laust til umsóknar. Skipunartími Sigurðar rennur út á næsta ári en hann ætlar að sækja um stöðuna. Fjórtán misstu vinnuna Sigurður greindi frá því í samtali við Vísi fyrir rúmu ári að uppsagnirnar væru tilkomnar vegna hagræðingarkrafna. Verið væri að breyta skipulagi til að gera rekstur skilvirkari og hagkvæmari. Fagsviðum skyldi fækka úr fimm í fjórum og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Í tengslum við flutning á starfsemi stofnunarinnar úr Reykjavík á einn stað í Hafnarfirði myndu verða breytingar á rekstri stoðþjónustu stofnunarinnar, störfum þar fækkað og ekki yrði endurráðið í þær stöður sem losnuðu á næstu mánuðum. Síðan hefur Hafró flutt í Hafnarfjörð. Hafrannsóknarstofnun er flutt í þessa byggingu við Hafnarfjarðarhöfn.Hafró Auk tíu uppsagna hefðu fjórir sviðsstjórar ákveðið að hætta að sögn Sigurðar. Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sagði þessa fullyrðingu Sigurðar ranga. Hann hefði sjálfur ákveðið að segja upp en sviðsstjórunum hefði verið stillt upp við vegg. Mikil þekking tapast „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila,“ sagði Sólmundur í greinargerð sem hann birti í kjölfar uppsagnanna. Sólmundur gagnrýndi einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótavant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“ 38 ára starf hjá Hafró Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður gætti hagsmuna Björns Ævars. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningurinn hafi verið þrenns konar. Hvort Björn Ævarr ætti rétt á fullum launum í tólf mánuði vegna uppsagnar, rétt á miskabótum og rétt á biðlaunum því starf hans hafi verið lagt niður. Björn starfaði í 38 ár hjá Hafró og var kominn í 50% starfshlutfall þegar honum var sagt upp. Björn hafði fengið greiddan uppsagnarfrest í tólf mánuði fyrir hálf starf. Hann ætti þó ekki rétt á launum í uppsagnarfresti eins og um 100% starf hefði verið að ræða. Dómurinn taldi ekki hafa komið fram gögn sem styddu að starf Björns Ævars hefði verið lagt niður. Dómurinn segir málsaðila hafa verið sammála um að margt við undirbúning uppsagnar hefði mátt betur fara. Ríkið telji sig ekki geta mótmælt því að uppsögnin hafi verið ólögmæt. Ekki mistök að veita tólf mánaða uppsagnarfrest Dómurinn var afdráttarlaus í því að vegna þess verulega ágalla sem var á undirbúningi uppsagnar og ólögmætis hennar af þeim sökum ætti Björn Ævarr rétt á skaðabótum. Íslenska ríkið féllst á þetta en leit svo á að skaðabætur hefðu verið byggðar inn í uppsögnina með greiðslum á fresti. Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Hafró Tólf mánaða greiðslur hafi verið meira en þeir sex mánuðir sem Björn Ævarr hefði átt rétt til samkvæmt kjarasamningi. Dómurinn féllst ekki á þetta. Sigurður forstjóri hefði borið að það hefði ekki verið mistök að segja Birni upp með tólf mánaða uppsagnarfresti heldur hefði hann viljað hafa hann langan meðal annars vegna langs starfsaldurs og samúðar með honum. Héraðsdómur ákvað við mat á skaðabótum að horfa til átta mánaða tímabils, þ.e. frá því að uppsagnarfresti Björns Ævars lauk 30. nóvember og þar til verður sjötugur 2. ágúst 2021. Samkvæmt staðgreiðsluskrá hafa brúttólaun hans á mánuði í hálfu starfi numið 380 þúsund krónum. Þóttu þrjár milljónir króna í bætur hæfileg upphæð. Hringt yrði í þá sem misstu vinnuna Íslenska ríkið mótmælti því ekki að ákvörðun Hafró að segja upp Birni Ævari hefði verið haldin verulegum annmarka. Borið var undir Sigurð forstjóra að með uppsögn hans hefði aðeins sparast brotabrot af þeirri fjárhæð sem stofnuninni var gert að spara. Hann teldi engu að síður rök fyrir uppsögninni af því „margt smátt geri eitt stórt“. Dómurinn vísaði til starfsmannafundar daginn sem uppsagnirnar áttu sér stað. Þar hefði komið fram að aðstoðarforstjóra hefði verið sagt upp og þremur sviðsstjórum. Fram kom að til stæði að segja fleiri starfsmönnum upp síðar þennan dag og yrði hringt í þá eftir fundinn. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á þriðjudaginn.vísir/vilhelm Björn sagði fyrir dómi að þetta hefði verið áfall fyrir alla og allir beðið í ofvæni eftir því hvort hringt yrði í þá. Hann hafi fengið símtal og boðaður á skrifstofu Sigurðar forstjóra. Sátu andspænis honum Sigurður og tveir nýráðnir starfsmenn stofnunarinnar. Uppsagnarbréfið lá á borðinu undirritað af forstjóranum og á því stóð að starfslok hans væru þennan dag, 21. nóvember 2019. Björn spurði hvort hann ætti að yfirgefa vinnustaðinn þegar í stað og hafi Sigurður játað því. Skrifaði hann svo undir bréfið og fór í fússi án þess að gefa forstjóranum færi á að tjá sig. Hann hafi ekki trúað því að eftir 38 ára starf yrði honum sagt upp á þennan hátt. Fyrstu klukkustundirnar eftir uppsagnirnar hafi starfsfólk verið í nokkru uppnámi á göngum stofnunarinnar að ræða saman. Hann hefði yfirgefið staðinn en komið við daginn eftir til að sækja persónulegar eigur. Eftir það hafi hann ekki stigið fæti þar inn fyrir dyr. Framkvæmd byggðist á ráðgjöf Sigurður forstjóri bar að við undirbúning uppsagna hefði stofnunin leitað ráðgjafar hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, lögmanni í vinnurétti og sjálfstætt starfandi ráðgjafa. Eitt hefði verið látið ganga yfir alla starfsmenn þannig að formið á öllum uppsögnum hefði verið eins. Enginn þyrfti að vinna meira eftir afhendingu uppsagnarbréfs, lokað var á aðgang þeirra að tölvupósti og allt samband þeirra við stofnunina rofið. Þetta hefði byggt á ráðgjöf. Björn Ævarr er verulega ósáttur við hvernig staðið var að uppsögnunum hjá Hafró. Hann minnir á að um sé að ræða vísindastofnun en ekki dósaverksmiðju.Vísir/Vilhelm „Talið væri að fólk, sem hefði verið sagt upp, væri ekki góðir starfsmenn og auk þess væri hvorki á það né vinnustaðinn leggjandi að krefjast vinnuframlags eftir uppsögnina,“ segir í dómnum. Öllum sem misstu starfið hefði verið boðin ráðgjöf við að gera ferilskrá og leita að öðru starfi. Síma hefðu menn haft út uppsagnarfrestinn en ekki aðgang að tölvupósti. Forstjórinn sagði það liggja í hlutarins eðli að erfitt væri að segja upp fólki en reynt hefði verið að gera það á eins mennskan hátt og kostur hefði verið. „Margt smátt gerir eitt stórt“ Héraðsdómur Reykjavíkur rekur starfsævi Björns Ævars í tæpa fjóra áratugi hjá Hafró. Hann hafi lagt alla sína faglegu hugsun, hugkvæmni og færni til stofnunarinnar í þennan tíma. Orðinn hluti af sjálfsmynd stofnunarinnar. Taugar til vinnustaðarins og samstarfsfólks hljóti að vera sterkar. Dómurinn telur að uppsögn sem er haldin að verulegum annmarka og grundvallast á röksemdinni „margt smátt gerir eitt stórt“ valda starfsmanni, sem sýnt hafi vinnustað sínum slíka hollustu, ekki aðeins skaðabótaskyldu tjóni heldur sé vegið að æru hans og persónu. Þótt ekki hafi verið beinharður ásetningur stjórnenda að meiða æru og persónu hafi þeir ekki látið sig neinu varða hvort svo yrði. Þeir hefðu því sýnt verulegt gáleysi að hafa ekki undirbúið ákvörðun sína á þann hátt sem lög og stjórnsýslureglur bjóði. Því þurfi Hafró að greiða Birni Ævari miskabætur. Samkvæmt dómvenju voru miskabæturnar ákvarðaðar 500 þúsund krónur en dómurinn sagði ekki hafa komið fram kröfu um upphæð miskabóta. Sendi póst á ráðherra Í framhaldi af dómi í málinu sendi Björn póst á Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóra. Þar vekur hann athygli á niðurstöðu dómsins. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra skipar nýjan forstjóra Hafró til fimm ára á næsta ári.Vísir/Vilhelm Hann segist gera ráð fyrir að í kjölfar þessa dóms hljóti ráðuneytið að telja eðlilegt að forstjóranum verði vikið frá störfum, eða í það minnsta áminni hann. Sigurður hefur sagst vera á meðal umsækjenda um starf forstjóra Hafró sem ráðið verður í á næsta ári. Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sem starfa hjá Hafrannsóknastofnun sögðust í febrúar á þessu ári upplifa „ógnarstjórnun“ frá yfirmönnum stofnunarinnar. Sendu þeir bréf þess efnis á Sigurð forstjóra. Starfsmennirnir sögðust upplifa að stjórnendur sýni þeim vanvirðingu og að stjórnendur framkvæmi hlutina eftir eigin geðþótta, mögulega í bága við lög. FÍN rekur mál nokkurra fyrrverandi starfsmanna Hafró sem sagt var upp í fyrra fyrir dómstólum. Mál Björns Ævars gæti haft fordæmi varðandi þann málarekstur. Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Björn Ævarr Steinarsson er fiskifræðingur en starfaði síðustu ár sem sviðsstjóri veiðiráðgjafasviðs hjá Hafró. Honum voru dæmdar þrjár milljónir króna í skaðabætur auk hálfrar milljónar króna í miskabætur og 1,8 milljón króna í málskostnað. Björn Ævarr spyr sjávarútvegsráðherra hvort forstjórinn megi ekki eiga von á áminningu vegna dómsins. Tíu manns var sagt upp hjá Hafrannsóknarstofnun í nóvember í fyrra og fjórum boðið að færa sig í nýtt hlutverk ella missa starf sitt. Fjórtán misstu vinnuna. Hafró virðist snemma hafa viðurkennt að ranglega hafi verið staðið að uppsögnunum og greiddi nokkrum starfsmönnum hálfa milljón króna í bætur vegna málsins. Björn Ævarr Steinarsson segist hafa fengið sama boð en afþakkað. Hann stefndi íslenska ríkinu og féll dómur í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag. Dómurinn er afdráttarlaus að því leyti að uppsögn Björns Ævars var ólögmæt og sýndi forstjórinn verulegt gáleysi við uppsögnina að mati héraðsdóms. „Heldur áfram að vinna eins og ekkert sé“ Björn Ævarr segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst og fremst farið í málaferlin til að fá mat dómstóla á vinnubrögðum Sigurðar Guðjónssonar, forstjóra Hafró. „Ég var fyrst og fremst að fara í þetta mál til að fá manninn dæmdan. Það virðist vera einhver skúffa sem hann getur farið í og samið við fólk út í bæ og enginn veit af því,“ segir Björn Ævarr. Vísar hann meðal annars til tveggja bókara hjá Hafró sem sagt var upp störfum og ráðið í þeirra stað. Þær hafi fengið hálfa milljón króna í framhaldinu í bætur vegna uppsagnarinnar. Honum hafi verið boðnar sömu bætur en ekki tekið í mál. Slíkt samkomulag sé þó viðurkenning á að lög hafi verið brotin. „Svo heldur forstjórinn áfram að vinna eins og ekkert sé,“ segir Björn Ævarr. Hann veltir því fyrir sér hvernig stjórnendur stofnana geti brotið lög en haldið svo áfram í starfi eins og ekkert hafi í skorist. Hann minnir á að uppsagnirnar hafi átt sér stað á vísindastofnun þar sem reynsla og þekking ættu að vera mikilvægur þáttur. „Þetta er ekki dósaverksmiðja,“ segir Björn Ævar og vísar til framkvæmdar uppsagnarinnar. Fram kom í fréttum á dögunum að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hefði auglýst starf forstjóra Hafró laust til umsóknar. Skipunartími Sigurðar rennur út á næsta ári en hann ætlar að sækja um stöðuna. Fjórtán misstu vinnuna Sigurður greindi frá því í samtali við Vísi fyrir rúmu ári að uppsagnirnar væru tilkomnar vegna hagræðingarkrafna. Verið væri að breyta skipulagi til að gera rekstur skilvirkari og hagkvæmari. Fagsviðum skyldi fækka úr fimm í fjórum og stoðsviðum úr fjórum í tvö. Í tengslum við flutning á starfsemi stofnunarinnar úr Reykjavík á einn stað í Hafnarfirði myndu verða breytingar á rekstri stoðþjónustu stofnunarinnar, störfum þar fækkað og ekki yrði endurráðið í þær stöður sem losnuðu á næstu mánuðum. Síðan hefur Hafró flutt í Hafnarfjörð. Hafrannsóknarstofnun er flutt í þessa byggingu við Hafnarfjarðarhöfn.Hafró Auk tíu uppsagna hefðu fjórir sviðsstjórar ákveðið að hætta að sögn Sigurðar. Sólmundur Már Jónsson, fyrrverandi mannauðs- og rekstrarstjóri Hafrannsóknarstofnunar, sagði þessa fullyrðingu Sigurðar ranga. Hann hefði sjálfur ákveðið að segja upp en sviðsstjórunum hefði verið stillt upp við vegg. Mikil þekking tapast „Með þessum fyrirvaralausu uppsögnum er ljóst að mikil þekking og tengsl hafa tapast, ekki síst tengsl við erlenda vísindamenn og samstarfsaðila,“ sagði Sólmundur í greinargerð sem hann birti í kjölfar uppsagnanna. Sólmundur gagnrýndi einnig að samráð við sviðstjóra, framkvæmdastjórn og annað starfsfólk í aðdraganda uppsagnanna hafi verið ábótavant. „Lítið fer fyrir hreinskilni, heiðarleika, mannúð og nærgætni í þessum uppsögnum að mínu mati. Vonandi hlýst ekki af þeim varanlegt tjón fyrir starfsemi stofnunarinnar en viðkomandi starfsmenn verða fyrir miklu tjóni.“ 38 ára starf hjá Hafró Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður gætti hagsmuna Björns Ævars. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að ágreiningurinn hafi verið þrenns konar. Hvort Björn Ævarr ætti rétt á fullum launum í tólf mánuði vegna uppsagnar, rétt á miskabótum og rétt á biðlaunum því starf hans hafi verið lagt niður. Björn starfaði í 38 ár hjá Hafró og var kominn í 50% starfshlutfall þegar honum var sagt upp. Björn hafði fengið greiddan uppsagnarfrest í tólf mánuði fyrir hálf starf. Hann ætti þó ekki rétt á launum í uppsagnarfresti eins og um 100% starf hefði verið að ræða. Dómurinn taldi ekki hafa komið fram gögn sem styddu að starf Björns Ævars hefði verið lagt niður. Dómurinn segir málsaðila hafa verið sammála um að margt við undirbúning uppsagnar hefði mátt betur fara. Ríkið telji sig ekki geta mótmælt því að uppsögnin hafi verið ólögmæt. Ekki mistök að veita tólf mánaða uppsagnarfrest Dómurinn var afdráttarlaus í því að vegna þess verulega ágalla sem var á undirbúningi uppsagnar og ólögmætis hennar af þeim sökum ætti Björn Ævarr rétt á skaðabótum. Íslenska ríkið féllst á þetta en leit svo á að skaðabætur hefðu verið byggðar inn í uppsögnina með greiðslum á fresti. Sigurður Guðjónsson er forstjóri Hafró.Hafró Tólf mánaða greiðslur hafi verið meira en þeir sex mánuðir sem Björn Ævarr hefði átt rétt til samkvæmt kjarasamningi. Dómurinn féllst ekki á þetta. Sigurður forstjóri hefði borið að það hefði ekki verið mistök að segja Birni upp með tólf mánaða uppsagnarfresti heldur hefði hann viljað hafa hann langan meðal annars vegna langs starfsaldurs og samúðar með honum. Héraðsdómur ákvað við mat á skaðabótum að horfa til átta mánaða tímabils, þ.e. frá því að uppsagnarfresti Björns Ævars lauk 30. nóvember og þar til verður sjötugur 2. ágúst 2021. Samkvæmt staðgreiðsluskrá hafa brúttólaun hans á mánuði í hálfu starfi numið 380 þúsund krónum. Þóttu þrjár milljónir króna í bætur hæfileg upphæð. Hringt yrði í þá sem misstu vinnuna Íslenska ríkið mótmælti því ekki að ákvörðun Hafró að segja upp Birni Ævari hefði verið haldin verulegum annmarka. Borið var undir Sigurð forstjóra að með uppsögn hans hefði aðeins sparast brotabrot af þeirri fjárhæð sem stofnuninni var gert að spara. Hann teldi engu að síður rök fyrir uppsögninni af því „margt smátt geri eitt stórt“. Dómurinn vísaði til starfsmannafundar daginn sem uppsagnirnar áttu sér stað. Þar hefði komið fram að aðstoðarforstjóra hefði verið sagt upp og þremur sviðsstjórum. Fram kom að til stæði að segja fleiri starfsmönnum upp síðar þennan dag og yrði hringt í þá eftir fundinn. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm sinn á þriðjudaginn.vísir/vilhelm Björn sagði fyrir dómi að þetta hefði verið áfall fyrir alla og allir beðið í ofvæni eftir því hvort hringt yrði í þá. Hann hafi fengið símtal og boðaður á skrifstofu Sigurðar forstjóra. Sátu andspænis honum Sigurður og tveir nýráðnir starfsmenn stofnunarinnar. Uppsagnarbréfið lá á borðinu undirritað af forstjóranum og á því stóð að starfslok hans væru þennan dag, 21. nóvember 2019. Björn spurði hvort hann ætti að yfirgefa vinnustaðinn þegar í stað og hafi Sigurður játað því. Skrifaði hann svo undir bréfið og fór í fússi án þess að gefa forstjóranum færi á að tjá sig. Hann hafi ekki trúað því að eftir 38 ára starf yrði honum sagt upp á þennan hátt. Fyrstu klukkustundirnar eftir uppsagnirnar hafi starfsfólk verið í nokkru uppnámi á göngum stofnunarinnar að ræða saman. Hann hefði yfirgefið staðinn en komið við daginn eftir til að sækja persónulegar eigur. Eftir það hafi hann ekki stigið fæti þar inn fyrir dyr. Framkvæmd byggðist á ráðgjöf Sigurður forstjóri bar að við undirbúning uppsagna hefði stofnunin leitað ráðgjafar hjá Kjara- og mannauðssýslu ríkisins, lögmanni í vinnurétti og sjálfstætt starfandi ráðgjafa. Eitt hefði verið látið ganga yfir alla starfsmenn þannig að formið á öllum uppsögnum hefði verið eins. Enginn þyrfti að vinna meira eftir afhendingu uppsagnarbréfs, lokað var á aðgang þeirra að tölvupósti og allt samband þeirra við stofnunina rofið. Þetta hefði byggt á ráðgjöf. Björn Ævarr er verulega ósáttur við hvernig staðið var að uppsögnunum hjá Hafró. Hann minnir á að um sé að ræða vísindastofnun en ekki dósaverksmiðju.Vísir/Vilhelm „Talið væri að fólk, sem hefði verið sagt upp, væri ekki góðir starfsmenn og auk þess væri hvorki á það né vinnustaðinn leggjandi að krefjast vinnuframlags eftir uppsögnina,“ segir í dómnum. Öllum sem misstu starfið hefði verið boðin ráðgjöf við að gera ferilskrá og leita að öðru starfi. Síma hefðu menn haft út uppsagnarfrestinn en ekki aðgang að tölvupósti. Forstjórinn sagði það liggja í hlutarins eðli að erfitt væri að segja upp fólki en reynt hefði verið að gera það á eins mennskan hátt og kostur hefði verið. „Margt smátt gerir eitt stórt“ Héraðsdómur Reykjavíkur rekur starfsævi Björns Ævars í tæpa fjóra áratugi hjá Hafró. Hann hafi lagt alla sína faglegu hugsun, hugkvæmni og færni til stofnunarinnar í þennan tíma. Orðinn hluti af sjálfsmynd stofnunarinnar. Taugar til vinnustaðarins og samstarfsfólks hljóti að vera sterkar. Dómurinn telur að uppsögn sem er haldin að verulegum annmarka og grundvallast á röksemdinni „margt smátt gerir eitt stórt“ valda starfsmanni, sem sýnt hafi vinnustað sínum slíka hollustu, ekki aðeins skaðabótaskyldu tjóni heldur sé vegið að æru hans og persónu. Þótt ekki hafi verið beinharður ásetningur stjórnenda að meiða æru og persónu hafi þeir ekki látið sig neinu varða hvort svo yrði. Þeir hefðu því sýnt verulegt gáleysi að hafa ekki undirbúið ákvörðun sína á þann hátt sem lög og stjórnsýslureglur bjóði. Því þurfi Hafró að greiða Birni Ævari miskabætur. Samkvæmt dómvenju voru miskabæturnar ákvarðaðar 500 þúsund krónur en dómurinn sagði ekki hafa komið fram kröfu um upphæð miskabóta. Sendi póst á ráðherra Í framhaldi af dómi í málinu sendi Björn póst á Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóra. Þar vekur hann athygli á niðurstöðu dómsins. Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra skipar nýjan forstjóra Hafró til fimm ára á næsta ári.Vísir/Vilhelm Hann segist gera ráð fyrir að í kjölfar þessa dóms hljóti ráðuneytið að telja eðlilegt að forstjóranum verði vikið frá störfum, eða í það minnsta áminni hann. Sigurður hefur sagst vera á meðal umsækjenda um starf forstjóra Hafró sem ráðið verður í á næsta ári. Félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) sem starfa hjá Hafrannsóknastofnun sögðust í febrúar á þessu ári upplifa „ógnarstjórnun“ frá yfirmönnum stofnunarinnar. Sendu þeir bréf þess efnis á Sigurð forstjóra. Starfsmennirnir sögðust upplifa að stjórnendur sýni þeim vanvirðingu og að stjórnendur framkvæmi hlutina eftir eigin geðþótta, mögulega í bága við lög. FÍN rekur mál nokkurra fyrrverandi starfsmanna Hafró sem sagt var upp í fyrra fyrir dómstólum. Mál Björns Ævars gæti haft fordæmi varðandi þann málarekstur.
Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira