Frumraun nýliða og þúsundþjalasmiður sem hljóp í skarðið hjá Dýrlingunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2020 12:31 Þetta er stórt kvöld fyrir Jalen Hurts sem nýr aðalleikstjórnandi Philadelphia Eagles liðsins. Getty/Dylan Buell Nýliðinn og leikstjórnandinn Jalen Hurts stígur stórt skref á ferli sínum í NFL-deildinni í dag þegar hann byrjar leik Philadelphia Eagles á móti sjóðheitu liði New Orleans Saints. Seinni leikur dagsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 er leikur Philadelphia Eagles og New Orleans Saints. Á undan verður sýndur leikur Miami Dolphins og meistara Kansas City Chiefs. New Orleans Saints varð um síðustu helgi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Philadelphia Eagles liðið hefur ollið vonbrigðum og er langt komið með að klúðra tímabilinu hjá sér og missa af úrslitakeppninni. Sigur í kvöld gæti kannski komið einhverju á hreyfingu. Doug Pederson, þjálfari Philadelphia Eagles, tilkynnti það eftir síðasta leik liðsins að hann ætlaði að setja stórstjörnuna Carson Wentz á bekinn og gefa nýliðanum Jalen Hurts tækifærið til að byrja leik. Jalen Hurts kom inn fyrir Carson Wentz á móti Green Bay Packers um síðustu helgi þegar allt var komið í óefni og leikurinn tapaður. Nú fær hann alvöru tækifæri og það móti einu sterkasta liði deildarinnar. .@JalenHurts has been waiting on this moment pic.twitter.com/9pfpZ1YHFL— NFL Up (@NFLUpOfficial) December 11, 2020 Hurts er spennandi leikmaður eftir flottan háskólaferil með Alabama og Oklahoma. Hann var annar í kjörinu á háskólaleikmanni ársins fyrir eina tímabilið sitt með Oklahoma þar sem hann gaf 32 snertimarkssendingar á fjórtán leikjum. Vörn New Orleans Saints telst vera sú sterkasta samkvæmt tölfræðinni og liðið er búið að vinna níu leiki í röð og alls 10 af 12 leikjum sínum á leiktíðinni. Jú, prófin verða varla erfiðari fyrir nýliða í NFL-deildinni. Dýrlingarni frá New Orleans hafa ekkert gefið eftir þrátt fyrir að missa goðsögnina og leikstjórnandann Drew Brees í meiðsli. Drew Brees braut einhver ellefu rifbein í leik á móti San Francisco 49ers í viku tíu og hefur ekki spilað síðan. "I anticipate this getting ugly." @LRiddickESPN on Jalen Hurts' first start this weekend against the Saints pic.twitter.com/CplRuj6sgH— Get Up (@GetUpESPN) December 10, 2020 Það styttist í endurkomu Drew Brees en þúsundþjalasmiðurinn Taysom Hill hefur skilað góðu verki í forföllum hans. Taysom Hill hefur verið hjá New Orleans Saints síðan 2017 og hefur aðallega komið við sögu í brellusóknum þar sem þjálfari Dýrlinganna nýtir sér það að hann er öflugur hlaupari með boltann. Taysom Hill hefur staðið sig mjög vel sem leikstjórnandi New Orleans Saints liðsins og liðið hefur ekki saknað goðsagnarinnar. Það eru kannski sóknarleikmenn liðsins sem treysta á góðar sendingar frá Drew Brees sem geta kvartað en liðið vinnur alla leiki. QB Rating for all current NFC South QBs this season: Taysom Hill: 97.2 Teddy Bridgewater: 96.3 Tom Brady: 95.1 Matt Ryan: 91.5 pic.twitter.com/VpGQ6IaibK— NFLonCBS (@NFLonCBS) December 7, 2020 Taysom Hill hefur reyndar skorað tvöfalt fleiri snertimörk sjálfur en þau sem hann hefur sent fyrir. Hann hefur hins á móti aðeins kastað boltanum einu sinni frá sér og er ekki að gera mörg mistök. Sókn Saints liðsins snýst nær eingöngu um að hlaupa með boltann og þar lætur Hill líka til sín taka. Liðið hefur unnið þrjá byrjunarliðsleiki hans með samtals 48 stigum (76-28) þar af 21-16 sigur á Atlanta Falcons í síðasta leik. Í fyrri leiknum á milli Miami Dolphins og Kansas City Chiefs þá er annar nýlið í sviðsljósinu því Tua Tagovailoa er farinn að spila hjá Miami Dolphins. Útsending frá leik Miami Dolphins og Kansas City Chiefs hefst klukkan 17:55 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 21.20 hefst síðan útsending frá leik Philadelphia Eagles og New Orleans Saints á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði. NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira
Seinni leikur dagsins í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 er leikur Philadelphia Eagles og New Orleans Saints. Á undan verður sýndur leikur Miami Dolphins og meistara Kansas City Chiefs. New Orleans Saints varð um síðustu helgi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Philadelphia Eagles liðið hefur ollið vonbrigðum og er langt komið með að klúðra tímabilinu hjá sér og missa af úrslitakeppninni. Sigur í kvöld gæti kannski komið einhverju á hreyfingu. Doug Pederson, þjálfari Philadelphia Eagles, tilkynnti það eftir síðasta leik liðsins að hann ætlaði að setja stórstjörnuna Carson Wentz á bekinn og gefa nýliðanum Jalen Hurts tækifærið til að byrja leik. Jalen Hurts kom inn fyrir Carson Wentz á móti Green Bay Packers um síðustu helgi þegar allt var komið í óefni og leikurinn tapaður. Nú fær hann alvöru tækifæri og það móti einu sterkasta liði deildarinnar. .@JalenHurts has been waiting on this moment pic.twitter.com/9pfpZ1YHFL— NFL Up (@NFLUpOfficial) December 11, 2020 Hurts er spennandi leikmaður eftir flottan háskólaferil með Alabama og Oklahoma. Hann var annar í kjörinu á háskólaleikmanni ársins fyrir eina tímabilið sitt með Oklahoma þar sem hann gaf 32 snertimarkssendingar á fjórtán leikjum. Vörn New Orleans Saints telst vera sú sterkasta samkvæmt tölfræðinni og liðið er búið að vinna níu leiki í röð og alls 10 af 12 leikjum sínum á leiktíðinni. Jú, prófin verða varla erfiðari fyrir nýliða í NFL-deildinni. Dýrlingarni frá New Orleans hafa ekkert gefið eftir þrátt fyrir að missa goðsögnina og leikstjórnandann Drew Brees í meiðsli. Drew Brees braut einhver ellefu rifbein í leik á móti San Francisco 49ers í viku tíu og hefur ekki spilað síðan. "I anticipate this getting ugly." @LRiddickESPN on Jalen Hurts' first start this weekend against the Saints pic.twitter.com/CplRuj6sgH— Get Up (@GetUpESPN) December 10, 2020 Það styttist í endurkomu Drew Brees en þúsundþjalasmiðurinn Taysom Hill hefur skilað góðu verki í forföllum hans. Taysom Hill hefur verið hjá New Orleans Saints síðan 2017 og hefur aðallega komið við sögu í brellusóknum þar sem þjálfari Dýrlinganna nýtir sér það að hann er öflugur hlaupari með boltann. Taysom Hill hefur staðið sig mjög vel sem leikstjórnandi New Orleans Saints liðsins og liðið hefur ekki saknað goðsagnarinnar. Það eru kannski sóknarleikmenn liðsins sem treysta á góðar sendingar frá Drew Brees sem geta kvartað en liðið vinnur alla leiki. QB Rating for all current NFC South QBs this season: Taysom Hill: 97.2 Teddy Bridgewater: 96.3 Tom Brady: 95.1 Matt Ryan: 91.5 pic.twitter.com/VpGQ6IaibK— NFLonCBS (@NFLonCBS) December 7, 2020 Taysom Hill hefur reyndar skorað tvöfalt fleiri snertimörk sjálfur en þau sem hann hefur sent fyrir. Hann hefur hins á móti aðeins kastað boltanum einu sinni frá sér og er ekki að gera mörg mistök. Sókn Saints liðsins snýst nær eingöngu um að hlaupa með boltann og þar lætur Hill líka til sín taka. Liðið hefur unnið þrjá byrjunarliðsleiki hans með samtals 48 stigum (76-28) þar af 21-16 sigur á Atlanta Falcons í síðasta leik. Í fyrri leiknum á milli Miami Dolphins og Kansas City Chiefs þá er annar nýlið í sviðsljósinu því Tua Tagovailoa er farinn að spila hjá Miami Dolphins. Útsending frá leik Miami Dolphins og Kansas City Chiefs hefst klukkan 17:55 á Stöð 2 Sport 2 en klukkan 21.20 hefst síðan útsending frá leik Philadelphia Eagles og New Orleans Saints á sömu stöð. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem viðbót við Sportpakkann á 2.000 krónur á mánuði.
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira